Síða 1 af 1

Með bæði kveit á wi-fi og Etherneti, ókostir?

Sent: Fim 28. Nóv 2013 23:14
af Tiger
Sælir vaktarar. Ég er með vélina mína tengda með Ethernet kapli við router til að ná sem besta hraðanum. Er vélin mín einnig með innbygt 802.11ac Wi-Fi og routerinn styður það líka, því er mín spurning sú að ef ég hef kveikt á wi-fi sem nokkur forrit krefjast, mun vélin nýta sér ethernet alltaf nema í þessi fáu skipti sem forrit krefst wifi eða mun wifi taka yfir?

Einhver sem veit?

Svo er kannski 802.11ac net bara nógu hratt til að halda í við Ljósnetið?

*edit*

Ákvað bara að gera bara smá speed test net á ethernet og wifi, þetta AC wifi er greinilega alveg að vinna fyrir kaupinu sínu. Þannig að líklega get ég bara sparað mér eina snúru og notað WiFi 24/7

Ethernet:
Screen Shot 2013-11-28 at 23.17.36.png
Screen Shot 2013-11-28 at 23.17.36.png (68.67 KiB) Skoðað 683 sinnum


WiFi:
Screen Shot 2013-11-28 at 23.19.23.png
Screen Shot 2013-11-28 at 23.19.23.png (67.81 KiB) Skoðað 683 sinnum

Re: Með bæði kveit á wi-fi og Etherneti, ókostir?

Sent: Fös 29. Nóv 2013 02:19
af tdog
Það fer bara eftir því hvaða netkort er í forgangi í stýrikerfinu.

Re: Með bæði kveit á wi-fi og Etherneti, ókostir?

Sent: Fös 29. Nóv 2013 09:13
af GuðjónR
Ég er með mína tengda á ethernet og slökkt á wi-fi, einu skiptin sem hún biður um wi-fi er ef ég ætla að nota AirDrop og þá kveiki ég á því.
Ef þú ert með bæði wi-fi og ethernet tengt þá velur hún deflaunt ethernet, þú færð góðan hraða á ac- wi-fi ef þú ert einn að leecha þráðlausa netið, um leið og það bætast við tölvur og tæki þá dettur hraðinn þinn niður.

Fyrst þú ert með forrit sem heimta af og til wi-fi þá myndi ég hafa alltaf kveikt á wi-fi en á sama tíma vera með tölvuna ethernet tengda.

Re: Með bæði kveit á wi-fi og Etherneti, ókostir?

Sent: Fös 29. Nóv 2013 13:43
af Tiger
GuðjónR skrifaði:Ég er með mína tengda á ethernet og slökkt á wi-fi, einu skiptin sem hún biður um wi-fi er ef ég ætla að nota AirDrop og þá kveiki ég á því.
Ef þú ert með bæði wi-fi og ethernet tengt þá velur hún deflaunt ethernet, þú færð góðan hraða á ac- wi-fi ef þú ert einn að leecha þráðlausa netið, um leið og það bætast við tölvur og tæki þá dettur hraðinn þinn niður.

Fyrst þú ert með forrit sem heimta af og til wi-fi þá myndi ég hafa alltaf kveikt á wi-fi en á sama tíma vera með tölvuna ethernet tengda.


Jebb ég googlaði þetta aðeins, og ég setti ethernet bara efst í forgangslistann í Networks settings og þá á það að hafa völdin. Það eru nú ekki merkileg forrit sem biðja um wifi, eins og þú nefnir AirDrop og síðan líka Maps. Vildi bara losna við að slökkva og kveikja ef það væri möguleiki, og það er.

Takk fyrir.