Leiðindi vegna True Image og skamms stuðnings við Windows
Sent: Þri 19. Nóv 2013 23:02
Ég hef þurft að uppfæra í tvær útgáfur af Acronis True Image eða útgáfur 2012 og 2013 á einu og hálfu ári til að þær væru samhæfar Windows 7 og síðan 8 þegar ég setti saman í nýja og betri tölvu fyrr á árinu.
Ef ég ætla síðan að nota Windows 8.1 uppfærsluna sem var gefinn út einu ári eftir að Windows 8 kom út þar sem fyrri útgáfan var víst ekki nógu góð þá þarf ég uppfæra í True Image 2014 og þar með greiða €30. En það hefði þá þýtt að ég hefði uppfært í þrjár True Image útgáfur á tveimur árum bara til að þær væru samhæfar Windows útgáfum.
Semsagt ef maður kaupir eða uppfærir True Image þá er einungis support fyrir það í eitt ár eða þangað til ný útgáfa kemur og maður þarf að uppfæra í ef ný Windows útgáfa hefur komið út eða uppfærð útgáfa af henni eins og Windows 8.1. Að vísu finnast hjáleiðir til að geta notað fyrri True Image útgáfu með þeim en maður veit aldrei hversu traustar og fullnægjandi hjáleiðirnar séu.
Ég er með svipað backup forrit frá Paragon sem ég keypti síðasta vor og er samhæft Windows 8 en ekki 8.1 og starfsmenn þar ráða notendum frá því að setja það upp á 8.1 meðan ný útgáfa er í undirbúningi og maður þarf þá sennilega að greiða fyrir.
Ég ætla að reyna að finna eitthvað backup forrit sem er traustsins vert og þá sérstaklega peningalega séð og maður getur notað eins vel og lengi og maður gat gert með gamla góða Windows XP.
Ef ég ætla síðan að nota Windows 8.1 uppfærsluna sem var gefinn út einu ári eftir að Windows 8 kom út þar sem fyrri útgáfan var víst ekki nógu góð þá þarf ég uppfæra í True Image 2014 og þar með greiða €30. En það hefði þá þýtt að ég hefði uppfært í þrjár True Image útgáfur á tveimur árum bara til að þær væru samhæfar Windows útgáfum.
Semsagt ef maður kaupir eða uppfærir True Image þá er einungis support fyrir það í eitt ár eða þangað til ný útgáfa kemur og maður þarf að uppfæra í ef ný Windows útgáfa hefur komið út eða uppfærð útgáfa af henni eins og Windows 8.1. Að vísu finnast hjáleiðir til að geta notað fyrri True Image útgáfu með þeim en maður veit aldrei hversu traustar og fullnægjandi hjáleiðirnar séu.
Ég er með svipað backup forrit frá Paragon sem ég keypti síðasta vor og er samhæft Windows 8 en ekki 8.1 og starfsmenn þar ráða notendum frá því að setja það upp á 8.1 meðan ný útgáfa er í undirbúningi og maður þarf þá sennilega að greiða fyrir.
Ég ætla að reyna að finna eitthvað backup forrit sem er traustsins vert og þá sérstaklega peningalega séð og maður getur notað eins vel og lengi og maður gat gert með gamla góða Windows XP.