Síða 1 af 2

Wifi á Vodafone Vodafone Zhone Router

Sent: Fös 01. Nóv 2013 21:25
af bjornvil
Sælir félagar

Nú er ég að gefast upp á þessu... ég næ aldrei meira en svona 15-20mbps á Wifi hjá mér! Er á ljósleiðara frá Vodafone, næ 95-100mbps á vírinn.

Öll tæki á heimilinu styðja 802.11n staðalinn (Lenovo T420, Macbook Pro '09, Nexus S, Nexus 4, Nexus 7) og ég er búinn að festa Routerinn á N, og ég og vodafone erum búnir að hræra í öllum mögulegum stillingum.

Ég fékk nýjan router áðan afþví að Vodafone gæjinn gafst upp á að reyna að fá betri hraða og stakk uppá að prufa að skipta út routernum, það er alveg nákvæmlega eins, búið að hræra í stillingum á nýja router.

Hvað gæti verið málið? Þeir hjá vodafone segja að ég eigi alveg að geta fengið betri hraða en þetta...

Hvað haldið þið? Hvernig er þetta hjá ykkur?

Re: Wifi á Vodafone Vodafone Zhone Router

Sent: Fös 01. Nóv 2013 21:35
af bjornvil
Læt þetta fylgja hér með. Var að pósta þessu í Speedtest keppnisþráðinn. Sjáið muninn sem er þarna. Þarna stóð ég við hliðina á Routernum með tölvuna.

Mynd

Ljósleiðari Gagnaveitu Rvk gegnum Vodafone, Zhone Router, 7m Ethernet kapall frá router í turn.

Mynd

Og svona er Wifi-ið :(

Re: Wifi á Vodafone Vodafone Zhone Router

Sent: Fös 01. Nóv 2013 21:43
af appel
Wifi vandamál eru oftast staðbundin. Það er annaðhvort of mikið að blokka signalið, eða það er of mikið "noise" í gangi þar sem þú ert, þ.e. mörg wifi net í kringum þig og tæki.

Re: Wifi á Vodafone Vodafone Zhone Router

Sent: Fös 01. Nóv 2013 23:44
af Predator
Þessir routerar eru rusl. Systir mín er með svona á ljósleiðaranum og hún nær mjög svipuðum hraða og þú og hún var þá 2m frá router. Prófaði að skipta um rás á routernum og það lagaði ekkert...

Re: Wifi á Vodafone Vodafone Zhone Router

Sent: Fös 01. Nóv 2013 23:46
af appel
Predator skrifaði:Þessir routerar eru rusl. Systir mín er með svona á ljósleiðaranum og hún nær mjög svipuðum hraða og þú og hún var þá 2m frá router. Prófaði að skipta um rás á routernum og það lagaði ekkert...


"2m frá router" skiptir ekki rassgats máli ef það eru 20 nágrannar með wifi á fullu.

Re: Wifi á Vodafone Vodafone Zhone Router

Sent: Lau 02. Nóv 2013 05:21
af rattlehead
var með svona router í örfáa mánuði og er 4m frá router og í tölvu og hraðinn 12-25mb með lósleiðara. Gafst upp þegar routerinn tók upp á því að endurræsa sig á hálftíma fresti. Greip tækifærið og fékk Cisco routerinn og er nú með full speed á Wi-fi.

Re: Wifi á Vodafone Vodafone Zhone Router

Sent: Lau 02. Nóv 2013 11:11
af AntiTrust
Nærðu meiri hraða á WiFi í sömu tölvum á öðrum stöðum? Eru powersavings stillingar á WNIC adapternum? Hefuru prufað að sjá hvað WiFi analyzer segir um channels í kringum þig?

Re: Wifi á Vodafone Vodafone Zhone Router

Sent: Lau 02. Nóv 2013 12:31
af Predator
appel skrifaði:
Predator skrifaði:Þessir routerar eru rusl. Systir mín er með svona á ljósleiðaranum og hún nær mjög svipuðum hraða og þú og hún var þá 2m frá router. Prófaði að skipta um rás á routernum og það lagaði ekkert...


"2m frá router" skiptir ekki rassgats máli ef það eru 20 nágrannar með wifi á fullu.


En þegar maður er búinn að skipta um rás 3x og nota wifi analyzer til að finna út hver þeirra er best og það lagast ekkert þá er maður ekki sáttur.

Re: Wifi á Vodafone Vodafone Zhone Router

Sent: Lau 02. Nóv 2013 20:42
af bjornvil
Sælir, já ég er búinn að keyra WIFI Analyzer á Android og skipta um rás til að vera á minna crowded rás. Enginn annar router nálægt mér á sömu rás. Ég get ekki séð að það sé neitt power saving á adapternum. Meira og minna sami hraði allstaðar, lítill munur milli tækja... nema náttúrulega dettur niður eftir því hversu langt frá Routernum ég fer.

Ég sætti mig bara við þetta þangað til ég sé ástæðu til að kaupa mér almennilegan router...

Re: Wifi á Vodafone Vodafone Zhone Router

Sent: Sun 03. Nóv 2013 04:56
af grich
Mæli með að þú takir Cisco routerinn frá vodafone, hann dýrari en vel þess virði.
Vann hjá vodafone í tæpt ár og og einmitt á þessum tíma sem þeir voru að skipta út gömlu zyxel yfir í zhone, og ég man eftir hrúgu af wifi tengdum vandamálum tengt þessum router. Prufaðu endilega nýjann router, gæti hjálpað:)

Re: Wifi á Vodafone Vodafone Zhone Router

Sent: Sun 03. Nóv 2013 08:24
af audiophile
Hvaða router mælið þið með í stað Zhone routersins sem maður myndi bara kaupa sjálfur? Minn er tekinn upp á því að skíta á sig þegar ég spila BF4 einhverra hluta vegna og WIFI signalið er vægast sagt slappt.

Re: Wifi á Vodafone Vodafone Zhone Router

Sent: Sun 03. Nóv 2013 10:53
af valdij
Ég var með Zhone routerinn frá Vodafone og ég hef aldrei since the beginning of internet upplifað jafn mikið sorp af router.

Netið datt út öll kvöld og þurfti ég að byrja alla morgna á því að restarta routernum - þetta lagaðist alltaf í einhvern tíma þegar firmware'ið var update'að í honum en það entist ekki lengri. Hann crashaði líka alltaf þegar fór í sirka 85-90% notkun á netinu og Wi-fið var algjörlega skelfilegt.

Ég ákvað að kaupa mér minn eigin router:

https://www.okbeint.is/hpbeint/ui/vorur/view.do?id=X3500-EW

Gæti ekki verið ánægðari, þvílíkur munur.. Get verið í 100% notkun á tengingu án þess að hann krassi, drægni og styrkurinn á wi-fi er eins og svart og hvítt m.v. Zhone routerinn. Hann er dýr en þess virði imo

Re: Wifi á Vodafone Vodafone Zhone Router

Sent: Sun 03. Nóv 2013 18:03
af stefhauk
Ég var að skipta út routernum hjá mér og fékk þennan zhone router með vír batnaði hraðinn til muna en á wifi er hann orðinn verri og þegar eg er að dl á netið það til að detta út.

Re: Wifi á Vodafone Vodafone Zhone Router

Sent: Sun 03. Nóv 2013 19:26
af tdog
Mér finnst það alveg furðulegt að árið 2013 skulu menn furðast á hærri hraða yfir kapal en loftið.

Re: Wifi á Vodafone Vodafone Zhone Router

Sent: Sun 03. Nóv 2013 19:41
af GrimurD
Það hefur verið mikið um firmware vandræði með þennan router eftir að hann kom. Núna eru komin firmware sem laga langflest vandamál(WiFi-ið verður nú samt ekki hraðara) og starfsmennirnir í Tækniverinu geta breytt stillingum á routernum sem laga yfirleitt vandamál með endurræsingar og þegar að netið dettur út í einhverjar mínútur án þess að hann endurræsi sig.

Vélbúnaðurinn í þessum router er mjög solid það hefur bara verið hugbúnaðurinn sem hefur verið algjört klúður. Finnst það samt ansi glatað að þeir hafi ákveðið að spara þegar það kemur að WiFi-inu þar sem lang flestir eru að tengjast netinu yfir wifi, það mætti alveg vera að ná 50-60Mbps í góðum kringumstæðum í stað þessara 30-40Mbps sem hann er að ná.

Ef þið farið inná routerinn og skoðið firmware versionið þá lítur það svona út: 1.02(VFY.1)b6 - Ef þið hafið verið að lenda í vandræðum og eruð með b3 eða b6 þá mæli ég með því að þið heyrið í Vodafone og látið þá uppfæra hann. Nýjasta er b7_0904 en þau hafa verið að koma á nokkurra vikna fresti.

Re: Wifi á Vodafone Vodafone Zhone Router

Sent: Sun 03. Nóv 2013 19:43
af audiophile
valdij skrifaði:Ég var með Zhone routerinn frá Vodafone og ég hef aldrei since the beginning of internet upplifað jafn mikið sorp af router.

Netið datt út öll kvöld og þurfti ég að byrja alla morgna á því að restarta routernum - þetta lagaðist alltaf í einhvern tíma þegar firmware'ið var update'að í honum en það entist ekki lengri. Hann crashaði líka alltaf þegar fór í sirka 85-90% notkun á netinu og Wi-fið var algjörlega skelfilegt.

Ég ákvað að kaupa mér minn eigin router:

https://www.okbeint.is/hpbeint/ui/vorur/view.do?id=X3500-EW

Gæti ekki verið ánægðari, þvílíkur munur.. Get verið í 100% notkun á tengingu án þess að hann krassi, drægni og styrkurinn á wi-fi er eins og svart og hvítt m.v. Zhone routerinn. Hann er dýr en þess virði imo


Ég þarf samt væntanlega ekki ADSL router með ljósleiðara? Ætti svona gripur ekki að duga mér? https://www.okbeint.is/hpbeint/ui/vorur ... d=E1200-EN Eða jafnvel svona gaur? https://www.okbeint.is/hpbeint/ui/vorur ... id=E900-EN

Re: Wifi á Vodafone Vodafone Zhone Router

Sent: Sun 03. Nóv 2013 19:47
af valdij
audiophile skrifaði:
Ég þarf samt væntanlega ekki ADSL router með ljósleiðara? Ætti svona gripur ekki að duga mér? https://www.okbeint.is/hpbeint/ui/vorur ... d=E1200-EN Eða jafnvel svona gaur? https://www.okbeint.is/hpbeint/ui/vorur ... id=E900-EN


Ég er með 100mb ljósleiðara hjá Vodafone - aðal málið er að þú þarft að finna router sem styður WAN. Hvorugur af þessum router sem þú linkar styður það.

En gott að heyra GrimurD að nýju firmware'in eiga að laga þessi vandamál, allavega sum af þeim. Fannst líka leiðinlegt að geta ekki vera að nýta tenginguna mína að fullu án þess að routerinn crashaði alltaf.

Re: Wifi á Vodafone Vodafone Zhone Router

Sent: Sun 03. Nóv 2013 19:52
af audiophile
valdij skrifaði:
audiophile skrifaði:
Ég þarf samt væntanlega ekki ADSL router með ljósleiðara? Ætti svona gripur ekki að duga mér? https://www.okbeint.is/hpbeint/ui/vorur ... d=E1200-EN Eða jafnvel svona gaur? https://www.okbeint.is/hpbeint/ui/vorur ... id=E900-EN


Ég er með 100mb ljósleiðara hjá Vodafone - aðal málið er að þú þarft að finna router sem styður WAN. Hvorugur af þessum router sem þú linkar styður það.

En gott að heyra GrimurD að nýju firmware'in eiga að laga þessi vandamál, allavega sum af þeim. Fannst líka leiðinlegt að geta ekki vera að nýta tenginguna mína að fullu án þess að routerinn crashaði alltaf.


Já þú meinar. Takk fyrir ábendinguna :)

Re: Wifi á Vodafone Vodafone Zhone Router

Sent: Sun 03. Nóv 2013 19:58
af GrimurD
audiophile skrifaði:
valdij skrifaði:Ég var með Zhone routerinn frá Vodafone og ég hef aldrei since the beginning of internet upplifað jafn mikið sorp af router.

Netið datt út öll kvöld og þurfti ég að byrja alla morgna á því að restarta routernum - þetta lagaðist alltaf í einhvern tíma þegar firmware'ið var update'að í honum en það entist ekki lengri. Hann crashaði líka alltaf þegar fór í sirka 85-90% notkun á netinu og Wi-fið var algjörlega skelfilegt.

Ég ákvað að kaupa mér minn eigin router:

https://www.okbeint.is/hpbeint/ui/vorur/view.do?id=X3500-EW

Gæti ekki verið ánægðari, þvílíkur munur.. Get verið í 100% notkun á tengingu án þess að hann krassi, drægni og styrkurinn á wi-fi er eins og svart og hvítt m.v. Zhone routerinn. Hann er dýr en þess virði imo


Ég þarf samt væntanlega ekki ADSL router með ljósleiðara? Ætti svona gripur ekki að duga mér? https://www.okbeint.is/hpbeint/ui/vorur ... d=E1200-EN Eða jafnvel svona gaur? https://www.okbeint.is/hpbeint/ui/vorur ... id=E900-EN

Ég myndi taka þennan hér: http://www.computer.is/vorur/2871/ þar sem hann er með bæði 2.4ghz og 5ghz á ágætis verði. Færð því fullan hraða í gegnum wifi á honum ef tölvan styður 5ghz.

EDIT: Tók út bull sem var ekki rétt .

Re: Wifi á Vodafone Vodafone Zhone Router

Sent: Sun 03. Nóv 2013 21:31
af hkr
GrimurD skrifaði:Það hefur verið mikið um firmware vandræði með þennan router eftir að hann kom. Núna eru komin firmware sem laga langflest vandamál(WiFi-ið verður nú samt ekki hraðara) og starfsmennirnir í Tækniverinu geta breytt stillingum á routernum sem laga yfirleitt vandamál með endurræsingar og þegar að netið dettur út í einhverjar mínútur án þess að hann endurræsi sig.


Pabbi var að lenda í veseni með þráðlausa netið á sínum zhone router og hann hafði samband við Vodafone.. þeir ákváðu að fara úr WPA2-PSK niður í WEP væri "lausnin" á vandamálinu. Var ekki lengi að breyta því til baka.. :face

Re: Wifi á Vodafone Vodafone Zhone Router

Sent: Sun 03. Nóv 2013 21:44
af einarth
valdij skrifaði:
Ég er með 100mb ljósleiðara hjá Vodafone - aðal málið er að þú þarft að finna router sem styður WAN. Hvorugur af þessum router sem þú linkar styður það.


Þetta er ekki alveg rétt. Allir ethernet routerar ganga á Ljósleiðaranum.

Þó að það sé ekki talað sérstaklega um "WAN" port þá eru ethernet routerar með 1 port sem er notað fyrir "WAN" og önnur sem eru notuð fyrir "LAN"..

Báðir þessir routerar sem audiophile linkar í virka því fínt á Ljósleiðaranum.

Kv, Einar.

Re: Wifi á Vodafone Vodafone Zhone Router

Sent: Sun 03. Nóv 2013 21:53
af valdij
einarth skrifaði:Þetta er ekki alveg rétt. Allir ethernet routerar ganga á Ljósleiðaranum.

Þó að það sé ekki talað sérstaklega um "WAN" port þá eru ethernet routerar með 1 port sem er notað fyrir "WAN" og önnur sem eru notuð fyrir "LAN"..

Báðir þessir routerar sem audiophile linkar í virka því fínt á Ljósleiðaranum.

Kv, Einar.


TIL - Þetta voru upplýsingar sem ég fékk beint frá tækniveri Vodafone þegar ég var að spyrjast fyrir um hvað ég þyrfti að passa ef ég ætlaði að kaupa minn eigin router. Ég linkaði einmitt öðrum af þeim sem Audiophile póstaði til Vodafone og fékk þau svör beint frá þeim að hann myndi ekki virka útaf það væri ekki WAN.

En þetta eru auðvitað bara góðar fréttir þar sem þessir routerer sem Audiophile linkaði eru töluvert ódýrari.

Re: Wifi á Vodafone Vodafone Zhone Router

Sent: Mán 04. Nóv 2013 02:04
af GrimurD
hkr skrifaði:
GrimurD skrifaði:Það hefur verið mikið um firmware vandræði með þennan router eftir að hann kom. Núna eru komin firmware sem laga langflest vandamál(WiFi-ið verður nú samt ekki hraðara) og starfsmennirnir í Tækniverinu geta breytt stillingum á routernum sem laga yfirleitt vandamál með endurræsingar og þegar að netið dettur út í einhverjar mínútur án þess að hann endurræsi sig.


Pabbi var að lenda í veseni með þráðlausa netið á sínum zhone router og hann hafði samband við Vodafone.. þeir ákváðu að fara úr WPA2-PSK niður í WEP væri "lausnin" á vandamálinu. Var ekki lengi að breyta því til baka.. :face
Ef að vandamálið er að tengjast við þráðlausanetið þá virkar það mjög oft að breyta í WEP. Hinsvegar ef hraðinn eða endurræsingar eru vandamálið þá... well...

Re: Wifi á Vodafone Vodafone Zhone Router

Sent: Mán 04. Nóv 2013 20:47
af audiophile
einarth skrifaði:
valdij skrifaði:
Ég er með 100mb ljósleiðara hjá Vodafone - aðal málið er að þú þarft að finna router sem styður WAN. Hvorugur af þessum router sem þú linkar styður það.


Þetta er ekki alveg rétt. Allir ethernet routerar ganga á Ljósleiðaranum.

Þó að það sé ekki talað sérstaklega um "WAN" port þá eru ethernet routerar með 1 port sem er notað fyrir "WAN" og önnur sem eru notuð fyrir "LAN"..

Báðir þessir routerar sem audiophile linkar í virka því fínt á Ljósleiðaranum.

Kv, Einar.


Hey takk fyrir þetta! Held é skelli mér bara á einn af þessum ódýrari. Þarf bara eitthvað stabílt.

Re: Wifi á Vodafone Vodafone Zhone Router

Sent: Mið 11. Des 2013 11:03
af bjornvil
Ykkur til upplýsinga drengir þá keypti ég notaðan Cisco Linksys E1200 hérna á vaktinni og gæti ekki verið sáttari við breytinguna!

Miklu langdrægara WIFI, og MIKLU hraðara! Fékk aldrei meira en ca. 10-20mb/s á fartölvuna... fæ núna um 60 mb/s á fartölvuna :)

Get ekki mælt nógu mikið með því að skipta út þessum Zhone drasl router.