Síða 1 af 1

Facebook app fyrir vefsíðu

Sent: Mán 28. Okt 2013 15:59
af Output
Halló.

Ég ætla að reyna útskýra þetta eins vel og ég get með minni litli kunnáttu á forritun.

Ég er að gera grín vefsíðu og hún á að geta þjónað þessum tilgangi:

1. Þegar þú ferð á síðuna þarftu að logga þig inn með facebook.

2. Þegar þú gerir það þá ertu að leyfa vefsíðuni að skoða myndir þínar og prófile-inn þinn.

3. Eftir að þú gerir það þá sérðu static "mynd" af prófílinum þínum (Eitthvað eins og svona: http://creativefan.com/files/2010/12/1.jpg)

Vandámálið er að ég hef enga hugmynd hvernig ég geri svona eða hvar ég á að byrja til að gera þetta.

Ég er með smá kunnáttu í html/css (mest bara eitthvað gúgl) og ég er kominn með grunnin hvernig vefsíðan á að líta út. Ég ætla giska að maður þarf að gera eitthvað facebook app fyrir þetta?.

Gætið þið sent mér eitthvern link sem ég get lesið eitthvað um hvernig ég get gert þetta? Endilega spurjið um eitthvað sem þið fattið ekki. Ég er ekki viss hvernig ég á að útskýra þetta :fly

Endilega segið mér frá betri leiðum til þess að gera þetta ef það eru eitthverjar aðrar leiðir.

Re: Facebook app fyrir vefsíðu

Sent: Mán 28. Okt 2013 16:03
af dori
Þú þarft að búa til app til að geta notað facebook login og til að fá aðgang að upplýsingum notanda þarftu að skilgreina það að þú viljir það líka þegar þú lætur hann logga sig inn.

Það að búa til statíska mynd af prófíl viðkomandi er eitthvað sem ég er ekki viss um að sé hægt (svo er spurning hvort þú vilt það frá sjónarhóli notandans eða vinar). Þú gætir náttúrulega feikað það eitthvað með þeim hlutum sem þú færð aðgang að með appinu.

Re: Facebook app fyrir vefsíðu

Sent: Mán 28. Okt 2013 16:06
af fannar82

Re: Facebook app fyrir vefsíðu

Sent: Mán 28. Okt 2013 16:36
af Output
dori skrifaði:Þú þarft að búa til app til að geta notað facebook login og til að fá aðgang að upplýsingum notanda þarftu að skilgreina það að þú viljir það líka þegar þú lætur hann logga sig inn.

Það að búa til statíska mynd af prófíl viðkomandi er eitthvað sem ég er ekki viss um að sé hægt (svo er spurning hvort þú vilt það frá sjónarhóli notandans eða vinar). Þú gætir náttúrulega feikað það eitthvað með þeim hlutum sem þú færð aðgang að með appinu.


Breytir engu hvaða sjónarhorni þetta er frá.

Í stuttum orðum þá er þetta að vera líkt http://holdumfokus.is/ eða http://www.takethislollipop.com/ - En í staðin fyrir að vera myndband á þetta að vera mynd af prófilinum þínum eða kannski listi yfir þínar upplýsingar eins og svo:


Nafn þitt: Ólafur Ragnar
Áhugamál: Fótbolti, lesa
Tónlist: Coldplay, Kings of Leon
Þættir: King of queens, How i met your mother
Myndir: (bara eitthverjar myndir frá facebookinu þínu)
o.f.l:

Re: Facebook app fyrir vefsíðu

Sent: Mán 28. Okt 2013 16:39
af dori
Skoðaðu það sem Fannar bendir á. Ættir að geta fundið útúr þessu út frá því.

Re: Facebook app fyrir vefsíðu

Sent: Mán 28. Okt 2013 17:57
af tdog
Er ekki bara betra fyrir þig að láta notandann skaffa url og svo ertu bara með forrit sem tekur screenshot af urlinu? Þá þarftu ekkert að bögga notandan með kannski einhverjum privacy stillingum, + það að þú lýtur ekki dúbíus út. Þá færðu bara þær upplýsingar sem eru public – en það er líka bara það sem notandinn vill sýna á myndinni.

http://stackoverflow.com/questions/1259 ... s-on-linux

Mér nefnilega leiðast svona síður sem vilja að ég loggi mig inn til þess að gera eitthvað svona (tala nú ekki um ef að bölvað appið vill fá að pósta undir mínu nafni, þá segi ég stopp), þegar appið er búið að fá leyfi til þess að lesa prófílinn minn, þá er ég líklega orðin meiri söluvara en ég þegar er hjá Facebook, og það vill ég ekki. Þess vegna finnst mér þessi lausn nokkuð splendid, hún gefur bara upp þær upplýsingar sem notandinn hefur valið að gera sýnilegar.

Re: Facebook app fyrir vefsíðu

Sent: Mán 28. Okt 2013 18:25
af Output
tdog skrifaði:Er ekki bara betra fyrir þig að láta notandann skaffa url og svo ertu bara með forrit sem tekur screenshot af urlinu? Þá þarftu ekkert að bögga notandan með kannski einhverjum privacy stillingum, + það að þú lýtur ekki dúbíus út. Þá færðu bara þær upplýsingar sem eru public – en það er líka bara það sem notandinn vill sýna á myndinni.

http://stackoverflow.com/questions/1259 ... s-on-linux

Mér nefnilega leiðast svona síður sem vilja að ég loggi mig inn til þess að gera eitthvað svona (tala nú ekki um ef að bölvað appið vill fá að pósta undir mínu nafni, þá segi ég stopp), þegar appið er búið að fá leyfi til þess að lesa prófílinn minn, þá er ég líklega orðin meiri söluvara en ég þegar er hjá Facebook, og það vill ég ekki. Þess vegna finnst mér þessi lausn nokkuð splendid, hún gefur bara upp þær upplýsingar sem notandinn hefur valið að gera sýnilegar.


Var að pæla í því, en notandinn verður að hafa prófílinn sinn ekki stilltan á prívat, annars kemur bara svona: http://puu.sh/524rR.png

Re: Facebook app fyrir vefsíðu

Sent: Þri 29. Okt 2013 00:46
af tdog
En er það ekki bara það sem notandinn vill? Ef ég vill ekki hafa prófílinn minn opinn, þá vil ég ekki að eitthvað app geti farið á prófílinn minn með mínu leyfi og sótt þar upplýsingar sem hægt er að gera opinberar án míns leyfis.