Síða 1 af 1

Netið heima með vesen

Sent: Mið 23. Okt 2013 23:10
af stefhauk
Er þetta vandamál með routerinn eða hvað.

Semsagt ef ég er að dl á 6mb/s þá dettur netið út fæ gulan þríhyrning á netið hjá mér og allar aðrar tölvur á heimilinu ná engu sambandi þegar ég dl einhverjum file

Re: Netið heima með vesen

Sent: Fim 24. Okt 2013 01:03
af GrimurD
Ertu að downloada á 6MegaBætum eða 6 Megabitum? Hvernig router ertu með?

Re: Netið heima með vesen

Sent: Fim 24. Okt 2013 01:57
af BugsyB
rosalega flott lýsing á vandamálinu hjá þér

Re: Netið heima með vesen

Sent: Fim 24. Okt 2013 19:04
af stefhauk
BugsyB skrifaði:rosalega flott lýsing á vandamálinu hjá þér



Hmm get ég eitthvað lýst þessu nánar netið dettur út hjá mér og ég fæ gulan þríhyrning og netið virkar ekki Þegar ég fer í dl hraða 6 megabite á sek.

Re: Netið heima með vesen

Sent: Fim 24. Okt 2013 19:27
af Gúrú
Þú ert að nota alla bandvíddina. Routerinn getur ekki útdeilt neinni öðru tölvu neinni bandvídd því þú ert að nota hana alla.

Ertu með 50Mb tengingu og lélegan router? :)

Re: Netið heima með vesen

Sent: Fim 24. Okt 2013 19:54
af stefhauk
Gúrú skrifaði:Þú ert að nota alla bandvíddina. Routerinn getur ekki útdeilt neinni öðru tölvu neinni bandvídd því þú ert að nota hana alla.

Ertu með 50Mb tengingu og lélegan router? :)



Já ég er með ljósleiðara sp um að fara með routerinn í vodafone og fá nýjan er með þennan hvíta.

Re: Netið heima með vesen

Sent: Fös 25. Okt 2013 10:42
af Viktor
stefhauk skrifaði:
Gúrú skrifaði:Þú ert að nota alla bandvíddina. Routerinn getur ekki útdeilt neinni öðru tölvu neinni bandvídd því þú ert að nota hana alla.

Ertu með 50Mb tengingu og lélegan router? :)



Já ég er með ljósleiðara sp um að fara með routerinn í vodafone og fá nýjan er með þennan hvíta.


Ef þú ert með VOX router geturðu sparað þér ferðina niður í Vodafone þar til að nýji Zhone routerinn kemur út.
Stilltu frekar torrent forritið þannig að hraðinn fari aldrei yfir 4 eða 5 megabyte(4096-5120 kb)(30-40 Megabit), sérstaklega ef það eru fleiri að nota netið og þú vilt geta notað netið á meðan þú downloadar. Mæli líka með því að láta forritið ekki tengjast fleiri en 20-30 í einu, það er gríðarlegt álag á routerinn þar.

Ef þú ferð upp í 6 Megabyte þá ertu að nota 48 Megabita, en það er hámarksbandvíddin sem ljósleiðarinn er stilltur á(+- 2Mb) og töluvert mikið álag á VOX router.

Þess má til gamans geta að 50Mb ljósleiðari = 6.25 MB/s, sem er mælieiningin sem torrent gefur upp. Mikilvægt að rugla þessu ekki saman.
100 Mb ljós =12.5 MB/s á utorrent.

Re: Netið heima með vesen

Sent: Fös 25. Okt 2013 13:37
af stefhauk
Sallarólegur skrifaði:
stefhauk skrifaði:
Gúrú skrifaði:Þú ert að nota alla bandvíddina. Routerinn getur ekki útdeilt neinni öðru tölvu neinni bandvídd því þú ert að nota hana alla.

Ertu með 50Mb tengingu og lélegan router? :)



Já ég er með ljósleiðara sp um að fara með routerinn í vodafone og fá nýjan er með þennan hvíta.


Ef þú ert með VOX router geturðu sparað þér ferðina niður í Vodafone þar til að nýji Zhone routerinn kemur út.
Stilltu frekar torrent forritið þannig að hraðinn fari aldrei yfir 4 eða 5 megabyte(4096-5120 kb)(30-40 Megabit), sérstaklega ef það eru fleiri að nota netið og þú vilt geta notað netið á meðan þú downloadar. Mæli líka með því að láta forritið ekki tengjast fleiri en 20-30 í einu, það er gríðarlegt álag á routerinn þar.

Ef þú ferð upp í 6 Megabyte þá ertu að nota 48 Megabita, en það er hámarksbandvíddin sem ljósleiðarinn er stilltur á(+- 2Mb) og töluvert mikið álag á VOX router.

Þess má til gamans geta að 50Mb ljósleiðari = 6.25 MB/s, sem er mælieiningin sem torrent gefur upp. Mikilvægt að rugla þessu ekki saman.
100 Mb ljós =12.5 MB/s á utorrent.


Já meinar jú ég er með vox routerinn er eitthvað vitað hvenær þessi nýji router komi ?

Re: Netið heima með vesen

Sent: Fös 25. Okt 2013 14:22
af GrimurD
Hann kom í dag. Getur verið að hann komi ekki í verslanir fyrr en eftir helgi en þið getið amk hringt og athugað hvort þau geti ekki reddað ykkur stykki.