stefhauk skrifaði:Gúrú skrifaði:Þú ert að nota alla bandvíddina. Routerinn getur ekki útdeilt neinni öðru tölvu neinni bandvídd því þú ert að nota hana alla.
Ertu með 50Mb tengingu og lélegan router?
Já ég er með ljósleiðara sp um að fara með routerinn í vodafone og fá nýjan er með þennan hvíta.
Ef þú ert með VOX router geturðu sparað þér ferðina niður í Vodafone þar til að nýji Zhone routerinn kemur út.
Stilltu frekar torrent forritið þannig að hraðinn fari aldrei yfir 4 eða 5 megabyte(4096-5120 kb)(30-40 Megabit), sérstaklega ef það eru fleiri að nota netið og þú vilt geta notað netið á meðan þú downloadar. Mæli líka með því að láta forritið ekki tengjast fleiri en 20-30 í einu, það er gríðarlegt álag á routerinn þar.
Ef þú ferð upp í 6 Megabyte þá ertu að nota 48 Megabita, en það er hámarksbandvíddin sem ljósleiðarinn er stilltur á(+- 2Mb) og töluvert mikið álag á VOX router.
Þess má til gamans geta að 50Mb ljósleiðari = 6.25 MB/s, sem er mælieiningin sem torrent gefur upp. Mikilvægt að rugla þessu ekki saman.
100 Mb ljós =12.5 MB/s á utorrent.