KermitTheFrog skrifaði:svanur08 skrifaði:Ákkuru koma ekki bara myndlyklar með Wi-fi?
Afþví að þjónustuaðilar geta ekki tryggt hámarksgæði og -stöðugleika yfir WiFi. Allt of margir sem færu að kvarta og kenna símfyrirtækjunum um eitthvað sem ræðst af aðstæðum hjá hverjum og einum.
Mitt gisk.
Það er bara eitt atriði. Ég hef prófað sjónvarp yfir wifi og það virkar fínt, heima hjá mér, en það fer allt eftir aðstæðum á heimilinu. Ef routerinn er í skáp, niðri í kjallara og það eru tvær hæðir og þykkir veggir og gólfplötur á milli, ekki búast við miklu.
Meirihlutinn af wifi vandræðum eru útaf aðstæðum á heimilinu, annaðhvort mikið wifi noise/umferð eða eitthvað að blocka signalið (veggir).
Hversvegna eru myndlyklar ekki bara með wifi? Það myndi hækka verðið á myndlyklum óheyrilega mikið, fyrir svosem fáa sem þurfa á því að halda, og myndi auka flækjustigið hjá framleiðanda að þjónustu svona lítið markaðssvæði sem Ísland er, því hver tegund af myndlyklum þarf sitt eigið sérstakt firmware fyrir hvern einasta þjónustuaðila.
Svo myndi þjónustumálum fjölga óheyrilega mikið, því fólk er líklegra til að lenda í vandræðum með sjónvarpið yfir wifi heldur en sjónvarpsmyndlykil tengdan með ethernet kapli í router.
Þannig að þegar þú ert með fjölskyldu alla á sama wifi, 3-4 tölvur eða tæki, allar að downloada, þá gæti það gert þér ókleift að horfa á sjónvarpið yfir wifi, kominn með sama vandamál og með rafmagnið yfir ethernet.
Betra er að þeir sem vilja geti keypt sér wireless ethernet og leyst það þannig. Við höfum prófað allskyns wifi lausnir fyrir myndlyklana, en það er ekkert sem er nægilega gott til að hægt sé að "supporta" og ábyrgjast það.
Ethernet kapall úr router og í myndlykilinn er best. En þú getur prófað wireless ethernet líka, það eru til þannig lausnir.