Síða 1 af 1

Chrome að éta örgjörvann

Sent: Lau 12. Okt 2013 19:29
af BjarkiB
Sælir,

Keypti mér nýja fartölvu í seinustu viku (Acer V5-552), og virkaði allt vel fyrstu vikuna. En í gær byrjaði örgjörvinn að sveiflast frá 5-10% load í 60-100% með tilheyrandi hávaða í viftunni, hún er kannski 20 sek idle og fer svo upp í nokkrar sek. Ef ég skoða processes á tölvunni þá virðist þetta vera chrome sem er að valda þessu. Er ekki búinn að setja upp nein extensions og sé ekkert athugunarvert í chrome task manager. Hvað get ég gert?

Mbk. Bjarki.

Re: Chrome að éta örgjörvann

Sent: Lau 12. Okt 2013 19:31
af trausti164
Hvaða örgjörva ert þú með? Rakst á þetta í gömlu fartölvunni minni sem að var með celeron 1.6Ghz.

Re: Chrome að éta örgjörvann

Sent: Lau 12. Okt 2013 19:38
af BjarkiB
trausti164 skrifaði:Hvaða örgjörva ert þú með? Rakst á þetta í gömlu fartölvunni minni sem að var með celeron 1.6Ghz.


Þetta er AMD A6-5357m 3,5 GHz

Re: Chrome að éta örgjörvann

Sent: Lau 12. Okt 2013 20:11
af trausti164
Þá er þetta algjörlega óeðlilegt. Prófaðu að re-installa chrome og ef það virkar ekki prófaðu firefox.