Síða 1 af 1

Breytt router DNS, innlent eða erlent dl

Sent: Þri 08. Okt 2013 09:26
af Geita_Pétur
Kannski asnaleg spurning...

En er innlent dl ekki alveg örugglega áfram innlent þó að maður sé búinn að breyta DNS í router fyrir Netlix...?

Re: Breytt router DNS, innlent eða erlent dl

Sent: Þri 08. Okt 2013 10:05
af hagur
Jú.

Re: Breytt router DNS, innlent eða erlent dl

Sent: Þri 08. Okt 2013 10:33
af depill
Já og nei, Íslenskt verður áfram innlent sem er sannarlega hýst hér. En hins vegar eru CDN sem ruglast og traffíkin þín fer á netþjóna sem er næst þeim nafnaþjónum sem þú ert að nota í stað þér. Það þýðir að CDN eins og Level3, Akamai ( apple, microsoft(að hluta), Nvidia og fullt af öðrum fyrirtækjum ), Google munu fara erlendis í stað þess að fara innanlands.

Hér er til dæmis youtube.com yfir nafnaþjóna Basis sem ég er að nota núna
youtube.com. 107 IN A 157.157.135.99 ( hýst uppí Síma, sama gerist hjá VF og Hringdu )

og hér er youtube.com yfir nafnaþjóna Playmo
youtube.com. 246 IN A 173.194.40.224 ( google, erlendis )

Sama með til dæmis Apple Developer network
;; ANSWER SECTION:
adcdownload.apple.com. 86399 IN CNAME adcdownload.apple.com.akadns.net.
adcdownload.apple.com.akadns.net. 299 IN CNAME a312.gi3.akamai.net.
a312.gi3.akamai.net. 19 IN A 31.209.137.90 ( Hringdu )

;; ANSWER SECTION:
adcdownload.apple.com. 21600 IN CNAME adcdownload.apple.com.akadns.net.
adcdownload.apple.com.akadns.net. 300 IN CNAME a312.gi3.akamai.net.
a312.gi3.akamai.net. 20 IN A 92.122.190.11 ( Akamai, væntanlega anycast )

Það fer reyndar ekki allt efni yfir þessa CDNa, en vinsælasta efnið gerir það.

Þannig það er ekki ósennilegt að erlenda niðurhalið þitt aukist eithvað við það að nota globalt Netflix capable nafnaþjóna.

Re: Breytt router DNS, innlent eða erlent dl

Sent: Þri 08. Okt 2013 10:59
af ponzer
Ég rannsakaði mikið Akamai/Steam CDN sem eru hérna heima fyrir um 2 árum síðan og þá komst ég að því að VF rukkaði allt sem er tekið frá þeirra Akamai/Steam þjónum sem erlent niðurhal.... :thumbsd