Síða 1 af 1

TG589vn v2: Concentrator not reachable

Sent: Fim 26. Sep 2013 00:29
af fallen
Ég fékk þennan TG589vn v2 í hendurnar eftir að hafa skipt út TG585n v2 sem var orðinn leiðinlegur. Eftir að hafa tengt nýja routerinn á sama stað og sá gamli og loggað mig inná hann til að setja inn user/pass fyrir tenginguna. Þegar ég reyndi að tengjast þá virkaði það ekki og hann kom með "Concentrator not reachable" villumeldingu. Ég eyddi smá tíma í að tala við 800-7000 og gæjinn þar sagði við mig að routerinn næði ekki að synca við línuna. Síðan prófaði ég að fara með hann í aðra kló og þá náði hann tengingu. Þá fór ég með hann aftur í upprunalegu klónna og náði hann þá sambandi þar og allt var í góðu. Nokkrum tímum seinna þurfti ég að restarta honum og þá kom hann aftur með "Concentrator not reachable" meldinguna.

Núna er ég að nota gamlan router sem ég á sjálfur á sömu kló og það er ekkert vesen að fá hann til að tengjast netinu. Gamli routerinn var líka ekki í neinum vandræðum með það. Allir routerar sem hafa verið inná þessu heimili hafa verið tengdir þarna og sá eini sem hefur verið með svona vesen er þessi nýji. Þannig að ég verð að telja þetta vera eitthvað vandamál með TG589 græjuna, frekar en klónna eða eitthvað annað. Sérstaklega þar sem hann náði alveg að halda tengingunni þar til ég restartaði honum.

Nú er ekki mikið af stillingamöguleikum í GUI á routernum og ég kann lítið á CLI, því spyr ég ykkur hvort þið vitið eitthvað um þessa villumeldingu og hvernig þetta er lagað?

Re: TG589vn v2: Concentrator not reachable

Sent: Fim 26. Sep 2013 00:55
af gardar
Er búið að setja upp splitter hjá þér?

Re: TG589vn v2: Concentrator not reachable

Sent: Fim 26. Sep 2013 01:14
af fallen
Uuu, það held ég ekki. Það er bara kló sem fer í vegginn. Svo á öðrum stað í húsinu er önnur kló þar sem síminn er tengdur með smásíu á endanum.

Re: TG589vn v2: Concentrator not reachable

Sent: Fim 26. Sep 2013 01:20
af Plushy
Varstu að uppfæra í VDSL (Ljósnet) og þá eftir að setja upp splitter væntanlega?

Annars finnst mér ólíklegt að þetta sé stilling í routernum að valda þessu.

Re: TG589vn v2: Concentrator not reachable

Sent: Fim 26. Sep 2013 01:32
af fallen
Nope, er bara á ADSL.

Re: TG589vn v2: Concentrator not reachable

Sent: Fim 26. Sep 2013 01:55
af gardar
búið að mæla línuna til þín? klóin tæp?

Re: TG589vn v2: Concentrator not reachable

Sent: Fim 26. Sep 2013 02:03
af fallen
Nei, er ekki búinn að láta mæla línuna. Þetta er sama kló og ég er að nota núna. Það er router tengdur núna í þessa innstungu með sömu kló og allt virkar fínt. Var búinn að prófa mismunandi klær og snúrur áður. Ég skil bara ekki hvernig hann hélst inni þarna í fleiri klukkutíma en hætti svo að ná synci við línuna eftir að ég restartaði honun. Það virkar allt eins og það á að virka nema routerinn...

Re: TG589vn v2: Concentrator not reachable

Sent: Fim 26. Sep 2013 04:59
af fallen
Ókei, progress. Reif símann úr sambandi við hina klónna í húsinu og þá rauk þetta í gang. Ætli smásían hafi verið að valda þessu? Skrítið ef það er hún því hinir routerarnir náðu tengingu þrátt fyrir að heimasíminn væri tengdur í gegnum hana.
Ætla að fá svona splitter á morgun og athuga hvort hann leyfi þessu dóti að fúnkera saman.. eða þá nýja smásíu.

Re: TG589vn v2: Concentrator not reachable

Sent: Fim 26. Sep 2013 11:49
af gardar
mæli með splitter, passaðu þig bara að setja hann fremst á línuna og að láta svo tengingu milli routers og splitters vera hreina.

Re: TG589vn v2: Concentrator not reachable

Sent: Fim 26. Sep 2013 13:59
af fallen
Splitterinn kominn á heimasímann og þetta virkar allt.

Re: TG589vn v2: Concentrator not reachable

Sent: Fim 26. Sep 2013 14:12
af Viktor
Það er mjög óalgengt að nýir routerar séu bilaðir, miklu líklegra að þetta sé biluð kló, lélegar lagnir eða bilaðar smásíur :)

Re: TG589vn v2: Concentrator not reachable

Sent: Fim 26. Sep 2013 14:26
af fallen
Já, auðvitað meikar það meira sens. Ég hallaðist bara að routernum því ég var búinn að prófa allt heila klabbið með tveimur öðrum routerum og allt virkaði. Það er bara eins og þessi nýji hafi ekki verið að meika lífið samhliða þessari smásíu, sem er skrítið því hinir gerðu það.

Mínusstig dagsins fær samt Síminn fyrir að láta ekki splitter fylgja með routernum og svo þegar ég fór og bað um hann þá var mér vísað í næstu raftækjaverslun þar sem ég þurfti að reiða fram 2k fyrir honum.

Re: TG589vn v2: Concentrator not reachable

Sent: Fim 26. Sep 2013 14:47
af Viktor
fallen skrifaði:Já, auðvitað meikar það meira sens. Ég hallaðist bara að routernum því ég var búinn að prófa allt heila klabbið með tveimur öðrum routerum og allt virkaði. Það er bara eins og þessi nýji hafi ekki verið að meika lífið samhliða þessari smásíu, sem er skrítið því hinir gerðu það.

Mínusstig dagsins fær samt Síminn fyrir að láta ekki splitter fylgja með routernum og svo þegar ég fór og bað um hann þá var mér vísað í næstu raftækjaverslun þar sem ég þurfti að reiða fram 2k fyrir honum.


Skrítið að Síminn selji ekki splitters :o

Re: TG589vn v2: Concentrator not reachable

Sent: Fim 26. Sep 2013 14:57
af fallen
Þeir útvega manni alltaf smásíur þarna niðrí Símabúð þannig að ég bjóst við að maður gæti fengið splittera líka. En síðast þegar ég vissi þá á splitterinn að fylgja með í boxinu utanum routerinn. Ég fékk svona nákvæmlega eins router hjá Tal þegar ég var í bænum og þá fylgdi splitter, held að Tal fái allt sitt frá Símanum..

Re: TG589vn v2: Concentrator not reachable

Sent: Fim 26. Sep 2013 16:05
af fallen
Plússtig dagsins fara til AntiTrust fyrir hönd Símans fyrir að taka eftir Splittergate, skoða það nánar og bæta fyrir það. Fagmaður í alla staði.

/thread