Síða 1 af 1
Takmarkað aðgegni að Rúv á netinu í útlöndum
Sent: Sun 15. Sep 2013 12:08
af zetor
Bý í Þýskalandi og langar til að horfa á íslenska landsliðið í fótbolta keppa, í gegnum Rúv á netinu. Einnig langar mig að
sjá fleirra efni en það er takmarkaður aðgangur að þessu vegna réttindamála.
Kemst ég eitthvað í kringum þetta eða verð ég að splæsa mér í Gervihnattadisk?
Re: Takmarkað aðgegni að Rúv á netinu í útlöndum
Sent: Sun 15. Sep 2013 13:08
af hfwf
ruv útsendingar á netinu eru eingöngu fyrir þá er búa á Íslandi getur nælt þ´ér í vpn hér heima og horft en annars er diskurinn líklega þinn besti kostur , ef það er sent ennþá í gegnum hnöttinn.
Re: Takmarkað aðgegni að Rúv á netinu í útlöndum
Sent: Sun 15. Sep 2013 13:36
af ManiO
Prófa Hola unblocker?
https://hola.org/
Re: Takmarkað aðgegni að Rúv á netinu í útlöndum
Sent: Sun 15. Sep 2013 14:04
af Output
Þú gætir náttúrulega notað
http://lokun.is - Þeir gefa þér íslenska IP tölu afaik.
Re: Takmarkað aðgegni að Rúv á netinu í útlöndum
Sent: Sun 15. Sep 2013 14:33
af GrimurD
Getur notað einhvejra íslenska VPN þjónustu eða HideMyAss VPN-ið og velja íslenska serverinn. Þannig getur þú horft á allt á ruv.is
Re: Takmarkað aðgegni að Rúv á netinu í útlöndum
Sent: Sun 15. Sep 2013 16:04
af Televisionary
Það er hægt að sjá RÚV án þess að nota VPN þjónustu. Þá á ég ekki við vefinn þeirra sem ég hef takmarkaðan áhuga á. Ein leið er t.d. að nota OZ appið á iOS sem ég nota stundum.
Ég horfi einnig á RÚV strauma í sjónvarpinu með XBMC á Raspberry PI án vandræða. Það er auðvelt að fiska út þessa HTTP strauma og spila þá.
Einnig er hægt að taka þá upp þú getur séð t.d. færslu frá mér varðandi þann partinn á blogginu mínu:
http://blog.skywalker.is/2013/05/10/hls ... m-videtki/
Re: Takmarkað aðgegni að Rúv á netinu í útlöndum
Sent: Sun 15. Sep 2013 23:55
af bigggan
Þu getur sett up þin eiginn VPN/proxy server heima hjá þer sem þu notar sjálfur.
Hef ekki reynt það sjálfur hvort það virkar en þetta er möguleiki:
http://www.howtogeek.com/135996/how-to- ... -software/
Re: Takmarkað aðgegni að Rúv á netinu í útlöndum
Sent: Mán 16. Sep 2013 08:57
af coldone
Ég er að nota Media Hint í Firefox (í Add-ons), nota það til að horfa á enskt efni á bbc . Ég veit nú ekki hvort að þetta virkar á íslenskar síður.
Re: Takmarkað aðgegni að Rúv á netinu í útlöndum
Sent: Mán 16. Sep 2013 09:10
af audiophile
coldone skrifaði:Ég er að nota Media Hint í Firefox (í Add-ons), nota það til að horfa á enskt efni á bbc . Ég veit nú ekki hvort að þetta virkar á íslenskar síður.
Djöfulsins snilld er þetta. Það virðist líka vera Chrome extension og virkar flott til að horfa á BBC iPlayer og virðist plata Hulu og Netflix líka.
Re: Takmarkað aðgegni að Rúv á netinu í útlöndum
Sent: Mán 16. Sep 2013 10:30
af benediktkr
Output skrifaði:Þú gætir náttúrulega notað
http://lokun.is - Þeir gefa þér íslenska IP tölu afaik.
Takk fyrir pluggið
Já,
https://lokun.is gefur þér íslenska IP tölu. Vertu í bandi ef millifærsla hentar þér ekki fyrst þú átt heima í útlöndum og við finnum út úr því.
Re: Takmarkað aðgegni að Rúv á netinu í útlöndum
Sent: Þri 01. Okt 2013 10:06
af codec
Þetta region réttinda mál eru nú meira bullið, óþolandi svona tilbúnir veggir og hindranir.
En af hveju ekki þrýsta á þá að opna fyrir aðgang sem virkar þannig að þú loggar þig inn og getur þannig auðkennt þig sem sannanlega aðili sem má horfa á RUV (t.d. íslendingur á ferðalagi). Það mætti t.d. notað rafrænt skilríki og ef það er t.d. útgefið af íslandsrót (eins og er aá debekortum) þá færðu aðgang.
Nei bara svona hugmynd.
Re: Takmarkað aðgegni að Rúv á netinu í útlöndum
Sent: Þri 01. Okt 2013 12:08
af zetor
codec skrifaði:Þetta region réttinda mál eru nú meira bullið, óþolandi svona tilbúnir veggir og hindranir.
En af hveju ekki þrýsta á þá að opna fyrir aðgang sem virkar þannig að þú loggar þig inn og getur þannig auðkennt þig sem sannanlega aðili sem má horfa á RUV (t.d. íslendingur á ferðalagi). Það mætti t.d. notað rafrænt skilríki og ef það er t.d. útgefið af íslandsrót (eins og er aá debekortum) þá færðu aðgang.
Nei bara svona hugmynd.
akkúrat!
Re: Takmarkað aðgegni að Rúv á netinu í útlöndum
Sent: Fim 03. Okt 2013 00:26
af odinnn
coldone skrifaði:Ég er að nota Media Hint í Firefox (í Add-ons), nota það til að horfa á enskt efni á bbc . Ég veit nú ekki hvort að þetta virkar á íslenskar síður.
Fór að leita að þessu add-oni til að reyna að horfa á bandarískt content en finn það ekki hvorki fyrir Firefox eða Chrome... Veit einhver hvort það sé dottið út/breytt nafn eða hvort það sé eitthvað annað add-on til til að komast framhjá svæðis lokunum í svona spilurum?
Re: Takmarkað aðgegni að Rúv á netinu í útlöndum
Sent: Fim 03. Okt 2013 11:17
af AntiTrust
odinnn skrifaði:coldone skrifaði:Ég er að nota Media Hint í Firefox (í Add-ons), nota það til að horfa á enskt efni á bbc . Ég veit nú ekki hvort að þetta virkar á íslenskar síður.
Fór að leita að þessu add-oni til að reyna að horfa á bandarískt content en finn það ekki hvorki fyrir Firefox eða Chrome... Veit einhver hvort það sé dottið út/breytt nafn eða hvort það sé eitthvað annað add-on til til að komast framhjá svæðis lokunum í svona spilurum?
https://mediahint.com/
Re: Takmarkað aðgegni að Rúv á netinu í útlöndum
Sent: Fim 03. Okt 2013 13:15
af odinnn
Hmmmm vissi ekki að add-on listinn inni í Firefox væri ekki tæmandi... alltaf lærir maður eitthvað nýtt...
Annars virkaði þetta fínt, get spilað þáttinn núna en hann stoppar á fyrstu auglýsingu... ohh well...
Get prófað þetta á RÚV einhvertíman við tækifæri þó ég horfi aldrei á RÚV eða sjónvarp yfirhöfuð lengur.
Re: Takmarkað aðgegni að Rúv á netinu í útlöndum
Sent: Fös 04. Júl 2014 18:49
af SIKk
Afsakið að ég skuli endurlífga þennan löngu dauða þráð, en mig vantar svar við einni spurningu sem þarf ekki endilega sinn eigin þráð..
Televisionary skrifaði:Ég horfi einnig á RÚV strauma í sjónvarpinu með XBMC á Raspberry PI án vandræða. Það er auðvelt að fiska út þessa HTTP strauma og spila þá.
Hvernig get ég horft á RÚV strauminn í XBMC ?
Getur einhver komið með svona nokkuð fool-proof leiðbeiningar?
Takk takk
Re: Takmarkað aðgegni að Rúv á netinu í útlöndum
Sent: Fös 04. Júl 2014 20:08
af Viktor
zjuver skrifaði:Afsakið að ég skuli endurlífga þennan löngu dauða þráð, en mig vantar svar við einni spurningu sem þarf ekki endilega sinn eigin þráð..
Televisionary skrifaði:Ég horfi einnig á RÚV strauma í sjónvarpinu með XBMC á Raspberry PI án vandræða. Það er auðvelt að fiska út þessa HTTP strauma og spila þá.
Hvernig get ég horft á RÚV strauminn í XBMC ?
Getur einhver komið með svona nokkuð fool-proof leiðbeiningar?
Takk takk
viewtopic.php?f=47&t=45503viewforum.php?f=82