Síða 1 af 2

Vesen með hraða á NAS Blackarmor 400 series

Sent: Þri 03. Sep 2013 18:30
af playman
Var að fjárfest mér í 12TB NAS server raid 5 fyrir nokkru, og mér fynnst hraðin einfaldlega ekki nógu góður.
Ég er að fá um 16MB/s þegar að ég copya inná hann og svo um 22MB/s þegar að ég er að sækja af honum.
Er með tvær borðtölvur hérna báðar með Win7 gig lan og er að fá sama hraða á þeim.
Er svo með eina sjónvarpsvél keyrir XBMCBuntu og er líka gig lan, hef að vísu ekki náð að prófa hana, en það kæmi mér ekki á óvart að
hún væri eins.

En svo ef að ég færi skrá úr minni vél yfir í hina vélina þá er ég að fá um og yfir 100MB/s
svo þetta vandamál virðist bara eiga sér stað í NAS vélinni.
Það er allt tengt í gig switch og nýr ethernet kapall er í NAS vélinni.

Veit einhver hvað gæti verið að?

Re: Vesen með hraða á NAS Blackarmor 400 series

Sent: Þri 03. Sep 2013 18:32
af AntiTrust
Færðu sama hraða yfir USB?

Re: Vesen með hraða á NAS Blackarmor 400 series

Sent: Þri 03. Sep 2013 18:49
af Revenant
Lélegur raid controller í NAS serverinum?

Re: Vesen með hraða á NAS Blackarmor 400 series

Sent: Þri 03. Sep 2013 20:15
af playman
Revenant skrifaði:Lélegur raid controller í NAS serverinum?

Tjah nú veit ég ekki :-k

AntiTrust skrifaði:Færðu sama hraða yfir USB?

Hérna eru 3 test sem ég var að gera með LAN Speed Test (lite) með 500MB pakka
Bæði eru auðvitað úr vélinni minni.

USB á NASinum

Kóði: Velja allt

Version 1.3.0
OS Version: Windows 7
Date: 09/03/2013
Time: 19:56:06
Program Parameters: 0
High Performance Timer: 0.0000003019

Test File: \\NAS-SERVER\usb1-1.1share1\NW_SpeedTest.dat
 Write Time = 185.4380360 Seconds
 Write Speed = 21.5705440 Mbps
 Read Time = 29.9995167 Seconds
 Read Speed = 133.3354800 Mbps
Version 1.3.0


Mappa inná NASinum

Kóði: Velja allt

Version 1.3.0
OS Version: Windows 7
Date: 09/03/2013
Time: 20:04:27
Program Parameters: 0
High Performance Timer: 0.0000003019

Test File: \\Nas-server\dc\NW_SpeedTest.dat
 Write Time = 39.5121057 Seconds
 Write Speed = 101.2348000 Mbps
 Read Time = 26.3562904 Seconds
 Read Speed = 151.7664240 Mbps


Og svo vélin hjá konunni.

Kóði: Velja allt

Version 1.3.0
OS Version: Windows 7
Date: 09/03/2013
Time: 20:12:18
Program Parameters: 0
High Performance Timer: 0.0000003019

Test File: \\EVA-PC\Users\Eva\Desktop\New folder\NW_SpeedTest.dat
 Write Time = 5.8223071 Seconds
 Write Speed = 687.0128800 Mbps
 Read Time = 5.3808249 Seconds
 Read Speed = 743.3804480 Mbps

Re: Vesen með hraða á NAS Blackarmor 400 series

Sent: Mið 04. Sep 2013 11:58
af playman
Einginn sem veit hvað gæti verið að?

Re: Vesen með hraða á NAS Blackarmor 400 series

Sent: Mið 04. Sep 2013 12:41
af rapport
Hvernig var þetta tengt í þessum testum?

1) Var það af þinni tölvu yfir á NAS, í gegnum þráðlaust net, USB eða netkapal?

2) Milli mappa á NAS = les og skrifar.

3) Frá EVA-PC á NAS í gegnum netsnúru


Það á það til að gerast í vinnunni hjá mér að fartölva sem er tengd með snúru og á þráðlausu neti noti þráðlsua netið en ekki snúraða netið = allt virkar hægar en það þarf að gera.

Getur það verið vandamálið hjá þér?

Re: Vesen með hraða á NAS Blackarmor 400 series

Sent: Mið 04. Sep 2013 13:14
af playman
rapport skrifaði:Hvernig var þetta tengt í þessum testum?

1) Var það af þinni tölvu yfir á NAS, í gegnum þráðlaust net, USB eða netkapal?

2) Milli mappa á NAS = les og skrifar.

3) Frá EVA-PC á NAS í gegnum netsnúru


Það á það til að gerast í vinnunni hjá mér að fartölva sem er tengd með snúru og á þráðlausu neti noti þráðlsua netið en ekki snúraða netið = allt virkar hægar en það þarf að gera.

Getur það verið vandamálið hjá þér?

Veit ekki til þess að NASinn sé með þráðlaust net.
En allar vélar eru gig og eru snúraðar í gegnum gig switch, einginn vél er með þráðlaust kort.

1) Öll test voru gerð í minni tölvu, í gegnum netkapal

2) Veit ekki hverninn ég get testað það, fyrir utan að gera bara copy/paste, en mun það breyta nokkru
þar sem að skjalið færi hvort eð er fyrst í mína vél svo aftur á NASinn?

3) Hef ekki gert test á EVA-PC með Lan test lite þar sem að mér fannst þess ekki þurfa þar sem að hraðinn á milli
minnar vélar og hennar er "eðlilegur" semsagt +100MB/s
En ég er búin að prófa að downloada og upploada á NASinn frá EVA-PC og hraðinn í hennar vél var eins og í minni vél, slow.

Það var ekki fyrr en að ég las þitt comment að ég fattaði hvað hann Antitrust var að tala um USB.
Ég bara veit ekki hvort að hann bjóði uppá data connection í gegnum USB eins og í gegnum Ethernet.
Hann bíður allaveganna uppá það að tengjast við flakkara og prentara í gegnum USB, en get skoðað þegar að ég kem heim.

En þetta er tækið
http://www.seagate.com/gb/en/support/ex ... r-nas-400/

Re: Vesen með hraða á NAS Blackarmor 400 series

Sent: Mið 04. Sep 2013 13:38
af rapport
Sæll

Ég misskildi þarna eitthvað info líka...

En Antitrust bendir á USB tilraunina til að sjá hvort vandamálið er netið eða NASið.

Ef hraðinn ríkur upp við USB þá er NAsið að virka en netið eitthvað slow.

En ef hraðinn er sá sami, þá er NASið vandamálið...

Re: Vesen með hraða á NAS Blackarmor 400 series

Sent: Mið 04. Sep 2013 13:49
af mind
Blackarmor Nas 400 er ekki hraðvirkt.
Samba er hægvirkt, sérstaklega á ekki öflugri örgjörva.

Prufaðu að nota FTP, það er eini sénsinn þinn til að brjóta 35MB/s
Getur notað NFS eða SMB(án authentication) til að reyna ná allt að 35Mb/s

Re: Vesen með hraða á NAS Blackarmor 400 series

Sent: Mið 04. Sep 2013 13:59
af playman
rapport skrifaði:Sæll

Ég misskildi þarna eitthvað info líka...

En Antitrust bendir á USB tilraunina til að sjá hvort vandamálið er netið eða NASið.

Ef hraðinn ríkur upp við USB þá er NAsið að virka en netið eitthvað slow.

En ef hraðinn er sá sami, þá er NASið vandamálið...

Skal skoða það.

mind skrifaði:Blackarmor Nas 400 er ekki hraðvirkt.
Samba er hægvirkt, sérstaklega á ekki öflugri örgjörva.

Prufaðu að nota FTP, það er eini sénsinn þinn til að brjóta 35MB/s
Getur notað NFS eða SMB(án authentication) til að reyna ná allt að 35Mb/s

Then I feel cheated :hnuss
Get ég nokkuð notað FTP án aukaforrita t.d. cuteFTP? er að nota WIN7 og XBMCBuntu
NFS eða SMB án authentication, þíðir það þá ekki að ég verð að hafa öll share open, semsagt
allir komast inná möppurnar og geti bæði sett in skjöl inná hann og eitt þeim?

Re: Vesen með hraða á NAS Blackarmor 400 series

Sent: Mið 04. Sep 2013 14:44
af rapport

Re: Vesen með hraða á NAS Blackarmor 400 series

Sent: Mið 04. Sep 2013 14:52
af playman
rapport skrifaði:http://forums.seagate.com/t5/BlackArmor-NAS-Network-Storage/BlackArmor-NAS-performance-typically-with-authenticated-shares/td-p/121294

http://www.hardwarerate.com/storage-dev ... 400-review

Takk kærlega fyrir þetta.

Re: Vesen með hraða á NAS Blackarmor 400 series

Sent: Mið 04. Sep 2013 15:06
af mind
playman skrifaði:Then I feel cheated :hnuss
Get ég nokkuð notað FTP án aukaforrita t.d. cuteFTP? er að nota WIN7 og XBMCBuntu
NFS eða SMB án authentication, þíðir það þá ekki að ég verð að hafa öll share open, semsagt
allir komast inná möppurnar og geti bæði sett in skjöl inná hann og eitt þeim?


Ert ekkert cheated, borgaðir ekki fyrir performance.
FTP er innbyggt í windows sem shell program sem enginn notar. Það eru til forrit eins og Netdrive sem leyfa þér að mounta þetta í explorer ef þú vilt.
SMB = Þægindi
FTP = Afköst (mjög þægilegt forrit er Filezilla)
Notaðu bara réttan staðal miðað við hvað þú ert að gera.

Svo er XBMC er með innbyggt FTP/NFS protocol ef þú heldur að það sé SMB sem er að eyðileggja afspilun fyrir þér, svo ætti samt ekki að vera miðað við throughput.

Re: Vesen með hraða á NAS Blackarmor 400 series

Sent: Mið 04. Sep 2013 16:55
af playman
mind skrifaði:
playman skrifaði:Then I feel cheated :hnuss
Get ég nokkuð notað FTP án aukaforrita t.d. cuteFTP? er að nota WIN7 og XBMCBuntu
NFS eða SMB án authentication, þíðir það þá ekki að ég verð að hafa öll share open, semsagt
allir komast inná möppurnar og geti bæði sett in skjöl inná hann og eitt þeim?


Ert ekkert cheated, borgaðir ekki fyrir performance.
FTP er innbyggt í windows sem shell program sem enginn notar. Það eru til forrit eins og Netdrive sem leyfa þér að mounta þetta í explorer ef þú vilt.
SMB = Þægindi
FTP = Afköst (mjög þægilegt forrit er Filezilla)
Notaðu bara réttan staðal miðað við hvað þú ert að gera.

Svo er XBMC er með innbyggt FTP/NFS protocol ef þú heldur að það sé SMB sem er að eyðileggja afspilun fyrir þér, svo ætti samt ekki að vera miðað við throughput.


Maður er bara alger nýliði í þessum málum, var bara sagt að hann væri gerður fyrir 40-45MB/s
en ekki að ég þyrfti að nota FTP eða eitthvað álíka til þess að fá þennan hraða.
Svo skilldi ég ekki alveg afhverju ég er að fá meyri hraða í borðtölvunni við hliðinna á mér
heldur en á NASinum.

Nei ég held ekki að SMB sé að skemma fyrir mér afspilun í XBMC, þó svo að manni hafi dottið það í hug þegar að ég er að spila +20gb fæla,
enn mig grunar nú skjákortið frekar.

Re: Vesen með hraða á NAS Blackarmor 400 series

Sent: Mið 04. Sep 2013 18:02
af mind
playman skrifaði:Maður er bara alger nýliði í þessum málum, var bara sagt að hann væri gerður fyrir 40-45MB/s
en ekki að ég þyrfti að nota FTP eða eitthvað álíka til þess að fá þennan hraða.
Svo skilldi ég ekki alveg afhverju ég er að fá meyri hraða í borðtölvunni við hliðinna á mér
heldur en á NASinum.

Nei ég held ekki að SMB sé að skemma fyrir mér afspilun í XBMC, þó svo að manni hafi dottið það í hug þegar að ég er að spila +20gb fæla,
enn mig grunar nú skjákortið frekar.


Reyndu að hugsa ekki um þetta á þennan hátt, boxið býður uppá fullt af öðrum stöðlum til að nota. Að fá notandann til að skilja afhverju hann ætti að nota þá er hinsvegar mjög erfitt og Microsoft auðveldar hlutina ekki með að hafa SMB sem staðal fyrir allt. SMB hefur sinn stað en það er vonlaust til mikilla gagnaflutninga auk þess sem það leggur gífurlegt álag á örgjörva. Ef þú tækir örgjörvann úr borðtölvunum og settir í boxið fengirðu eflaust sambærilegan hraða.

Spursmálið verður þá, ertu tilbúinn að borga 20þús krónum aukalega fyrir box með mun öflugri örgjörva svo SMB gagnaflutningur verði skárri - en samt aldrei betri en á hinum protocols m.v. sama hardware. Myndi vandamálið ekki bara færast til... Afhverju fæ ég bara 40MB/s á SMB en 80MB/s á ftp.

Eitt annað, ef þú ert að nota Seagate/WD Green diska þá geta þeir framkallað mikinn hægleika.

Re: Vesen með hraða á NAS Blackarmor 400 series

Sent: Mið 04. Sep 2013 22:24
af playman
mind skrifaði:Reyndu að hugsa ekki um þetta á þennan hátt, boxið býður uppá fullt af öðrum stöðlum til að nota. Að fá notandann til að skilja afhverju hann ætti að nota þá er hinsvegar mjög erfitt og Microsoft auðveldar hlutina ekki með að hafa SMB sem staðal fyrir allt. SMB hefur sinn stað en það er vonlaust til mikilla gagnaflutninga auk þess sem það leggur gífurlegt álag á örgjörva. Ef þú tækir örgjörvann úr borðtölvunum og settir í boxið fengirðu eflaust sambærilegan hraða.

Spursmálið verður þá, ertu tilbúinn að borga 20þús krónum aukalega fyrir box með mun öflugri örgjörva svo SMB gagnaflutningur verði skárri - en samt aldrei betri en á hinum protocols m.v. sama hardware. Myndi vandamálið ekki bara færast til... Afhverju fæ ég bara 40MB/s á SMB en 80MB/s á ftp.

Eitt annað, ef þú ert að nota Seagate/WD Green diska þá geta þeir framkallað mikinn hægleika.

Ég yrði reyndar ánægður að hafa 40MB/s á SMB væri ekki verra að vera með hærra, en 40 MB/s er svo mun skárra en það sem ég næ núna :D
Afhverju SMB? æji ég veit það ekki, ætli maður sé ekki bara svo vanur að nota það, færri 3rd party dót.
20þ fyrir 20-30MB/s meyri hraða? sure, myndi örugglega taka því :D

En ég er að nota þessa diska
http://www.newegg.com/Product/Product.a ... 6822148844
Breytir það nokkuð einhverju?

Re: Vesen með hraða á NAS Blackarmor 400 series

Sent: Mið 04. Sep 2013 22:34
af tdog
Á hvaða OS-um ertu að keyra? Ég er einmitt að bölva því að nota SMB hjá mér, server á OS X og einn client á win7 og hinn á os x ml. Er að fá 2MB/s max...

Re: Vesen með hraða á NAS Blackarmor 400 series

Sent: Mið 04. Sep 2013 23:12
af playman
tdog skrifaði:Á hvaða OS-um ertu að keyra? Ég er einmitt að bölva því að nota SMB hjá mér, server á OS X og einn client á win7 og hinn á os x ml. Er að fá 2MB/s max...

2x win7 og svo XBMCBuntu, svo auðvitað android þegar að ég er kominn uppí rúm ;)
2MB/s max? ég myndi deyja ](*,)

Re: Vesen með hraða á NAS Blackarmor 400 series

Sent: Mið 04. Sep 2013 23:35
af mind
playman skrifaði:Ég yrði reyndar ánægður að hafa 40MB/s á SMB væri ekki verra að vera með hærra, en 40 MB/s er svo mun skárra en það sem ég næ núna :D
Afhverju SMB? æji ég veit það ekki, ætli maður sé ekki bara svo vanur að nota það, færri 3rd party dót.
20þ fyrir 20-30MB/s meyri hraða? sure, myndi örugglega taka því :D

En ég er að nota þessa diska
http://www.newegg.com/Product/Product.a ... 6822148844
Breytir það nokkuð einhverju?


Þessir diskar ættu að vera í fína.
Max hraði yfir Gig Ethernet er 120MB/s, eftir overhead nærðu kannski 80-100MB/s - gefið að þú sért með top end netkort og endalaust CPU power.

Ef ég man rétt þá var 400/500Mhz örgjörvi að ná 25MB/s leshraða og 5MB/s skrifhraða á NAS boxi að keyra RAID5.
1,2Ghz er í þessu svo það er ekkert ólíklegt að það stöðvi í 35-40MB/s

Ég myndi bara prufað SMB / FTP hraðann í DL og UL, sjá hvort það munar, ef það gerir það veistu hvar sökudólgurinn er og getur passað þig á því næst.

Re: Vesen með hraða á NAS Blackarmor 400 series

Sent: Fim 05. Sep 2013 09:24
af playman
Takk kærlega fyrir þetta mind.
Mun skoða þetta með FTP.
Veistu hvað maður getur áætlað mikið hraða tap að keyra á RAID5?

Nú er maður orðin aðeins sjóaðri í þessu NAS dæmi og mun hafa
aðeins meyra vit í kollinum þegar að það kemur að uppfærslu næst.

Re: Vesen með hraða á NAS Blackarmor 400 series

Sent: Fim 05. Sep 2013 14:39
af mind
Veistu hvað maður getur áætlað mikið hraða tap að keyra á RAID5?


Í RAID5 græðirðu leshraða en tapar skrifhraða, vegna parity.
Líklega er leshraðinn á boxinu þínu nær 400MB/s(3x 140MB/s) og skrifhraði verri en á stökum disk. Miðað við sequential read/write.

Að nota network setur svo þak í kringum 100MB/s eða svo.

Svo reiknast inní þetta:
-Staðsetning gagna
-Gæði controller
-Örgjörvi og minni

Og þar hverfur allt, sérstaklega þegar örgjörvinn er yfirhlaðinn og þarf líka að vera controllerinn.

Re: Vesen með hraða á NAS Blackarmor 400 series

Sent: Fim 05. Sep 2013 15:03
af playman
Staðsetning gagna?

Hvaða server myndir þú mæla með og afhverju?
Það sem ég er að nota þetta í er aðalega geymsla fyrir myndefni, horfi svo á efnið á
XBMC í gegnum NASinn, image backup fyrir hinar vélarnar, FTP server
þegar að ég fæ ljósið. Svo eitthvað sem að sem ég er ekki búin að fynna út enþá eða er ekki farin að spá í.
En númer 1-2 og 3 er gagna öryggið.
Auðvitað væri draumur að geta notað full gig connection, en maður gæti sætt sig við um 50-60 MB/s
Lágmarks stærð yrði að vera 4*3tb, en samt á heilbrigðu verði.

Re: Vesen með hraða á NAS Blackarmor 400 series

Sent: Fim 05. Sep 2013 15:39
af AntiTrust
Ef ég væri að smíða mér nýja gagnageymslu í dag myndi ég smíða mér low budget server turn/rack kassa með controller og/eða expander, færi eftir fjölda diska og smella unRAID upp. Ótrúlega gott performance, hægt að fá free version og premium kostar ekki nema 100$ ef ég man rétt. Hægt að smella öðrum HDD/SSD sem cache disk ofaná raidið til að auka RW hraða til muna.

Afþví að þetta er software based þá er svo auðvelt að smíða ódýrt whitebox sem performar vel.

Re: Vesen með hraða á NAS Blackarmor 400 series

Sent: Fim 05. Sep 2013 16:04
af Daz
AntiTrust skrifaði:Ef ég væri að smíða mér nýja gagnageymslu í dag myndi ég smíða mér low budget server turn/rack kassa með controller og/eða expander, færi eftir fjölda diska og smella unRAID upp. Ótrúlega gott performance, hægt að fá free version og premium kostar ekki nema 100$ ef ég man rétt. Hægt að smella öðrum HDD/SSD sem cache disk ofaná raidið til að auka RW hraða til muna.

Afþví að þetta er software based þá er svo auðvelt að smíða ódýrt whitebox sem performar vel.


Ég er aðeins búinn að skoða þetta sjálfur, einmitt vegna þess að vilja hafa meiri stjórn á setupinu en í blackbox raid kössum. Ef maður leitar að tilbúnum setupum (s.s. boxum sem aðrir hafa sett saman) þá skiptast þau í 2 flokka, DÝR whitebox sem mælt er með og ódýr whitebox sem enginn vill mæla með nema upphaflegur höfundur.

Pælingar varðandi server grade móðurborð, ECC minni til að lágmarka gagnavillur osfrv. eru ekki ódýrar pælingar.

Re: Vesen með hraða á NAS Blackarmor 400 series

Sent: Fim 05. Sep 2013 16:10
af AntiTrust
Ég er akkúrat búinn að lesa um nógu marga mid-budget based whitebox turna á hardforums sem eru að skila fantaperformance, hægt að skora ECC supported PCB og ECC RAM á ebay á fínasta verði, en það er líka bara hálfgert luxury dæmi á home-made media raid-i, finnst mér amk.