Síða 1 af 1

Linksys E900 - vantar aðstoð.

Sent: Mán 02. Sep 2013 01:58
af chaplin
Er að nota Linksys E900, þegar þráðlausa netið er stillt á B/G only fæ ég sirka 6ms, 16 Mbps niðurhal og 17 Mbps upphal á Speedtest.net. Þegar ég set það í N Only fæ ég hinsvegar 4ms, 0.34 Mbps niðurhal og 28 Mbps upphal.

Getur eitthver útskýrt þetta?

Re: Linksys E900 - vantar aðstoð.

Sent: Mán 02. Sep 2013 03:45
af Kopar
Ég er enginn sérfræðingur varðandi þráðlaust net.

En eftir stutta leit sýnist mér þessi router ekki vera dual band sem þýðir að hann getur ekki sent nema af einni tíðni í einu. Eina sem mér dettur í hug er að það sé kannski önnur tölva á heimilinu sem er ekki með N netkort. hef heyrt af svoleiðis vandræðum.

Einnig mætti athuga með staðsetningu routers varðandi örbylgjuofna, myndlykla, ísskápa osfrv.

Re: Linksys E900 - vantar aðstoð.

Sent: Þri 03. Sep 2013 12:28
af Icarus
Þetta er QOS þjónusta sem orskar þetta.

Loggað þig inn á routerinn og slökktu á VMM

ætti að vera undir Application & Games > QOS og svo efst þar.

Re: Linksys E900 - vantar aðstoð.

Sent: Þri 03. Sep 2013 13:03
af BugsyB
Icarus skrifaði:Þetta er QOS þjónusta sem orskar þetta.

Loggað þig inn á routerinn og slökktu á VMM

ætti að vera undir Application & Games > QOS og svo efst þar.


Hvað gerir VMM

Re: Linksys E900 - vantar aðstoð.

Sent: Þri 03. Sep 2013 13:40
af chaplin
Icarus skrifaði:Þetta er QOS þjónusta sem orskar þetta.

Loggað þig inn á routerinn og slökktu á VMM

ætti að vera undir Application & Games > QOS og svo efst þar.

Snillingur! Kominn í 38 / 48 Mbps. ;) Skil að vísu ekki afhverju upload er svona mikið hærra en ég er ánægður! ;)

Gæti önnur hvor af þessum stillingum lagað það?
Channel Width: 20 MHz
Channel: Auto

Re: Linksys E900 - vantar aðstoð.

Sent: Þri 03. Sep 2013 19:17
af chaplin
Komið í lag og virðist virka fullkomlega!

Mynd

Hooray for Icarus!

Re: Linksys E900 - vantar aðstoð.

Sent: Mið 04. Sep 2013 09:44
af Icarus
Heitir víst WMM, ekki VMM.

Við notum E900 routera hérna niðri í vinnu fyrir ljósleiðaraviðskiptavini og tókum eftir þessu, með smá fikti komumst við að þessu, þurfum að breyta þessu handvirkt á hverjum router áður en hann fer útúr húsi... frekar stupid. #-o

http://answers.yahoo.com/question/index ... 712AAtFZnb

En gott að ég gat hjálpað :)