Síða 1 af 1
Download magn og vídjógláp
Sent: Lau 31. Ágú 2013 14:04
af appel
Ég verð doldið forviða hvað margir þurfa mikið gagnamagn.
Segjum að þessu sé öllu beint í að sækja vídjó skrár erlendis frá, í sæmilegri 720p útgáfum, þar sem 1 klst er c.a. 1 gb.
Síminn er með 140gb pakka, sem þýðir að hægt er að sækja c.a. 140 klst af efni. Þetta eru 5,8 dagar af vídjóglápi, á mánuði.
Vodafone er með 250gb pakka, 10,4 dagar af vídjóglápi.
Ef vídjóið er í lakari gæðum, 0,4gb per klst, þá er um að ræða 26 daga af vídjóglápi miðað við 250gb pakkann.
Spurningin mín er, when is enough enough? Ég veit að bandvíddin fer ekki öll í vídjódownload, en samt, er ekki bara að vera ómögulegt að eyða allri þessari bandvídd, þar sem tíminn í hverjum mánuði nægir ekki til að horfa á allt?
Í hvaða kringumstæðum þurfa menn meira en c.a. 200-300 gb download per mánuð?
Re: Download magn og vídjógláp
Sent: Lau 31. Ágú 2013 14:17
af FreyrGauti
Gott 1080p rip af bíómynd með dolby eða dts hljóði er í kringum 10GB.
720p rip með surround hljóði af 40mín sjónvarpsþætti er almennt um 1-1,5GB.
Re: Download magn og vídjógláp
Sent: Lau 31. Ágú 2013 14:21
af dori
Lélegt compression gæti útskýrt eitthvað af þessu. Það er alveg til að 720p efni sé deilt sem ca. 4GB/klst.
Ég veit ekki hvort fólk sé svona hrætt við lossy compression en ég sæki alltaf ca. 1GB/klst 720p efni og það kemur bara fínt út í mínum frekar lélegu tækjum.
Re: Download magn og vídjógláp
Sent: Lau 31. Ágú 2013 14:24
af Demon
Þetta er mjög fljótt að koma ef fleiri en einn downloada á heimilinu. Ég horfi t.d alls ekki á mikið af þeim þáttum sem konan er að sækja. Svo eru náttúrulega mörg tæki á heimilinu sem þurfa software update og svo Steam/youtube/spotify osfrv. Allt mjög hratt á ljósleiðara. Veit allavega að 140gb er ekki nóg fyrir okkur. Þegar maður fer að sækja 1080 efni verður 250gb ekki nóg heldur hugsa ég.
Re: Download magn og vídjógláp
Sent: Lau 31. Ágú 2013 14:48
af RazerLycoz
Demon skrifaði:Þetta er mjög fljótt að koma ef fleiri en einn downloada á heimilinu. Ég horfi t.d alls ekki á mikið af þeim þáttum sem konan er að sækja. Svo eru náttúrulega mörg tæki á heimilinu sem þurfa software update og svo Steam/youtube/spotify osfrv. Allt mjög hratt á ljósleiðara. Veit allavega að 140gb er ekki nóg fyrir okkur. Þegar maður fer að sækja 1080 efni verður 250gb ekki nóg heldur hugsa ég.
ég er mjög sammála þér,140gb er bara ekki nóg
Re: Download magn og vídjógláp
Sent: Lau 31. Ágú 2013 15:48
af razrosk
Ef horft er á erlenda gagnamagnið sem Ísland býður upp á er það hlægilegt. Örugglega eina landið í heiminum sem er ekki með "Unlimited" (erlennt) niðurhal pakka.
Það ætti að vera einhvað annað í boði, t.d.
Pakki 0: ekkert erlent niðurhal
Pakki 1: 10gig
Pakki 2: 250gig
Pakki 3: Endalaust (a long shot en samt...)
Fólk þarf ekki nema sækja sína helstu vikulega þætti, nokkrar full hd bíómyndir eða nokkrar 3D bíómyndir sem að fara oft vel yfir 10 gig ef maður sækir í bestu gæðum.. og BÚM.. gagnamagnið er bara búið... tala ekki um ef maður vill ná í leiki, PS3, updates allt youtube glápið, spotify? og ef aðrir í fjölskyldunni niðurhala líka...
Re: Download magn og vídjógláp
Sent: Lau 31. Ágú 2013 16:01
af appel
Sæstrengir kosta sitt, bæði að leggja og í rekstri, svo þarf jú að borga fyrir aðganginn að internetinu.
Persónulega finnst mér of mikil áhersla lögð á þessa sæstrengi og tengingu við umheiminn. Mér finnst að burðarkerfi internetsins innanlands fái alltof litla athygli, sérstaklega á landsbyggðinni. Ríkið er t.d. að eyða mörgum milljörðum í uppbyggingu á DVB-T kerfi fyrir útsendingar RÚV. Hægt væri að setja þessa peninga í að styrkja innviði netsins á Íslandi, þar sem sjónvarpsgláp er að færast mikið yfir á internetið.
Hvað erlent gagnamagn varðar, þá held ég að þessi dæmigerða notkun íslendinga sé alveg einsdæmi í heiminum. Hér skammast enginn sín fyrir að sækja "efni" á internetinu, og menn eru jafnvel með dedicated þjóna sem eru að downloada allan daginn.
Það væri mjög einfalt mál að setja upp caching þjóna fyrir allt þetta efni, og draga úr erlendu niðurhali um líklega 90% þar sem vídjó skrár er bróðurparturinn af öllu niðurhali og margir að sækja sama efnið. Hvaða vit er í því að þúsund manns sæki sömu vídjóskránna yfir dýran sæstreng?
En þó slíkt er tæknilega praktískt þá væri það ekki lagalega auðvelt.
Re: Download magn og vídjógláp
Sent: Lau 31. Ágú 2013 16:14
af Daz
ég tók prufuáskrift að MLB.tv . Miðað við að niðurhalsmælirinn hjá símanum hafi mælt þetta rétt þá voru það 3-4 gb á klukkutíma. NBA stream eru meira stillanleg, en maður vill varla taka þá undir 3000kbps ef maður er að horfa á það í sjónvarpi.
Það + löglegt sjónvarpsefni af netinu (really!) + eitthvað spotify + 1-2 steam leikir sóttir á mánuði fer langleiðina með mín 80 GB. Ég sæki venjulega bara steam leiki undir lok mánaða til að eyða því niðurhali ekki í eitthvað "rugl".
Eða dæmi út í loftið: par sem horfir á sinn hvorn klukkutímann af erlendu niðurhalsefni á dag, það eru þá 60 gb á mánuði, án þess að þetta fólk sé óvenju miklir gláparar.
S.s. erlent niðurhal notast í ýmislegt annað en bara beint media download.
Re: Download magn og vídjógláp
Sent: Lau 31. Ágú 2013 17:06
af appel
Það er satt. Ég hef farið upp í 100 gb bara með að glápa á mikið af Youtube vídjóum í HD.
Re: Download magn og vídjógláp
Sent: Lau 31. Ágú 2013 17:17
af RazerLycoz
alveg ótrúlegt hversu hratt getur gagnamagnið farið upp í 140gb og maður horfir kannski smá trailer í HD og það tekur samt þokkalegt
Re: Download magn og vídjógláp
Sent: Lau 31. Ágú 2013 17:20
af Daz
Miðað við hvaða verð VPN þjónustur (lokun? Hidemyass?) sem keyra á Íslandi geta selt gagnamagnið þá finnst mér merkilegt hvað Internetþjónusturnar selja það dýrt. Ég svosem er ekki mjög þjakaður af þessu, ég kaupi næst stærsta gagnamagns pakkan og hef aldrei farið yfir hann. Það er reyndar líka því ég einmitt takmarka notkunina mína til að haldast innan kvóta.
Það sem pirrar mig reyndar mest í þessum bissniss er samblöndunin á milli ótengdra þjónusta, s.s. sjónvarp og internet, ef ég vil ákveðið framboð af sjónvarpi, þá verð ég að kaupa ákveðna internet þjónustu líka. Ég vil bara geta keypt internetið hjá þeim aðila sem ég treysti best/ódýrast og svo box sem ég tengi við netið og sjónvarpið og gefur mér allskonar sjónvarpsefni, on demand, beinar útsendingar, textað, talsett, bara þá tegund sem ég vil kaupa.
Það er off topic, þangað til við förum að tala um samkeppni á slíkum markaði á evrópu/alþjóðavísu, þá fer niðurhalskvótinn að skipta máli aftur.
Re: Download magn og vídjógláp
Sent: Lau 31. Ágú 2013 18:08
af AntiTrust
Hvenær er nóg nóg? Þegar neytandinn/markaðurinn segir það. Svo lengi sem fólk er tilbúið til að borga fyrir vöru, afhverju ekki að bjóða upp á hana.
720p er bara alls ekki nóg fyrir alla. Því betri/stærri tæki sem maður er með, því meira vill maður nýta þau. Góðar myndir með DTS (já eða DTS-MA) geta vel farið yfir 10GB/klst.
Heildarniðurhal + VOD streymi hjá mér fer nánast aldrei undir 3-400Gb á mánuði.
Re: Download magn og vídjógláp
Sent: Lau 31. Ágú 2013 18:31
af appel
AntiTrust skrifaði:Hvenær er nóg nóg? Þegar neytandinn/markaðurinn segir það. Svo lengi sem fólk er tilbúið til að borga fyrir vöru, afhverju ekki að bjóða upp á hana.
720p er bara alls ekki nóg fyrir alla. Því betri/stærri tæki sem maður er með, því meira vill maður nýta þau. Góðar myndir með DTS (já eða DTS-MA) geta vel farið yfir 10GB/klst.
Heildarniðurhal + VOD streymi hjá mér fer nánast aldrei undir 3-400Gb á mánuði.
Ég held að minnihlutinn downloadi vídjóskrám í þessum gæðum sem þú talar um. Ef þú skoðar hvaða torrentar eru vinsælastir á t.d. piratebay þá eru það um 300-400mb skrár.
Fyrir einn einstakling eru þessi gagnapakkar upp á 140-300 gb alveg nóg, en um leið og þú ert með 3-4 virka downloadara á heimili þá duga slíkir gagnapakkar ekki.
Re: Download magn og vídjógláp
Sent: Lau 31. Ágú 2013 18:36
af AntiTrust
140GB hætti að vera nóg fyrir mörg meðalheimili með 4-5 aðila fyrir talsverðu síðan, en 250GB ætti nú að duga flestum á meðan erlendu VOD þjónusturnar eru eins erfiðar í uppsetningu fyrir avg. Joe og þær eru ennþá.
Re: Download magn og vídjógláp
Sent: Lau 31. Ágú 2013 19:09
af fallen
AntiTrust skrifaði:140GB hætti að vera nóg fyrir mörg meðalheimili með 4-5 aðila fyrir talsverðu síðan
Eftir að allt byrjaði að koma í HD á YouTube þá hætti þetta 5 manna heimili að komast upp með að láta 140 GB duga. Persónulega tek ég alla erlenda torrentumferð hjá mér í gegnum VPN hjá NWC en það virðist engu skipta. Væri til í að sjá Símann bjóða upp á stærri pakka en 140 GB (hækkar reyndar í 170 GB frá og með september) og einnig YT cache servera.
Re: Download magn og vídjógláp
Sent: Lau 31. Ágú 2013 19:29
af kizi86
ég sæki aldrei video af netinu í minna en 720p gæðum, helst 1080p, þegar maður er með skjávarpa finnur maður mjög mikinn mun á 720p og 1080p, hvað þá ef maður sækir mynd í "DVDrip" gæðum, sem eru flestar i ~700x300 upplausn..
flestar 1080p myndir sem ég á eru í ca 20gb per mynd, sem gerir ca 10GB per klst, og þeir sjónvarpsþættir (720p) sem ég sæki eru yfirleitt ~1.5GB per þátt( hver þáttur ca 40mín) sem gerir um 2GB per klst
segjum sem svo að ég horfi á 5-6 myndir á mánuði, og svona 10 þætti á viku, þá er þetta svona:
5x 20GB =100GB
10x4x1,5GB =60GB
þá fyrir utan allt annað download og flakk á netinu er ég kominn upp í 160GB..
nota reyndar líka íslenskar torrent síður eins og deildu en flestar hd myndir sem koma þangað eru basicly crap gæði miðað við það sem finnst annarstaðar...
þetta er samt mjög svo gróflega reiknað, er örugglega miklu meira sem ég horfi á, nota aldrei sjónvarpið, allt sem ég horfi á sæki ég eða streama...
Re: Download magn og vídjógláp
Sent: Lau 31. Ágú 2013 20:57
af Stuffz
ég held að full af niðurhali er tilraunastarfsemi, "what you see isnt always what you get"
væri gaman ef eitthverjir gerðu skoðanakönnun á hve mikið af þessu drasli er eytt og hve fljótt eftir niðurhleðslu, strax, eftir 1 klst, 2 klst, 3 klst, seinna umdaginn, næsta dag, þar næsta dag, o.s.f
ef maðurinn vill fá eitthvað "solid" afþreyingar fæði þá er best að kaupa innpakkað útí búð því netsnakkið er og verður alltaf óáræðanlegra
ég á yfir 500 diska uppí hillum, átti eitthvað 50 áður en ASDL kom til sögunnar, maður missti af miklu meira afþreyingarefni áður fyrr, skil vel að krakkar sem eru ekki fjárráða eigi ekki marga diska uppí hillu og aðilar sem eru ekki á neinu Milla kaupi, ég er ekki á Milla kaupi en ég á samt yfir 500 diska, verst að maður er ekki með annan skáp undir þetta hef ekki keypt disk í dálítinn tíma núna vegna þess að þetta tekur svo mikið pláss bölvað hulsturs dót, hefði viljað gera góð kaup á ELKO DVD/Bluray útsölunni hérna fyrr í mánuðinum en já bummer.
þyrfti eiginlega að fara að finna upp nýja geymslumiðla fyrir t.d. bíómyndir og seríur, aðra og minni en geisladiska.
Ef ég væri í þessum bizniss þá myndi ég vilja sjá meira digital geymslimiðla, jafnvel stofna sérstakan port standard fyrir litla flotta bíómynda kubba sem auðvelt er að taka með sér útum allt og horfa á í spjaldtölvum og afi og amma geta jafnvel notað þótt þau séu engir tölvusénar
samt það er alltaf ömurlegt að þurfa að kaupa sömu bíómyndirnar aftur og aftur og aftur vegna alltaf nýrra geymsluforms, vonandi verða svona kubbar síðasta physical formið
Re: Download magn og vídjógláp
Sent: Sun 01. Sep 2013 00:19
af Sera
Ég hugsa að það nægi á mínu heimili ef síminn mælir gagnamagnið rétt. Ég horfði á einn þátt á Netflix um daginn, engin önnur notkun á neti á sama tíma, Netflix stillt á 300 mb á klukkutíma. Síminn sýndi 3000 mb þann klukkutíma. Það er eitthvað verulega bogið við gagnamælinguna hjá Símanum eins og komið hefur í ljós.
Re: Download magn og vídjógláp
Sent: Sun 01. Sep 2013 17:26
af Stuffz
Sera skrifaði:Ég hugsa að það nægi á mínu heimili ef síminn mælir gagnamagnið rétt. Ég horfði á einn þátt á Netflix um daginn, engin önnur notkun á neti á sama tíma, Netflix stillt á 300 mb á klukkutíma. Síminn sýndi 3000 mb þann klukkutíma. Það er eitthvað verulega bogið við gagnamælinguna hjá Símanum eins og komið hefur í ljós.
hvað eru margir að nota netið á þínu heimili?
ég á nokkrar spjaldtölvur með buns af forrita drasli inna og þær eru að uppfæra þetta í tíma og ótíma.
Re: Download magn og vídjógláp
Sent: Sun 01. Sep 2013 18:06
af Daz
Stuffz skrifaði:Sera skrifaði:Ég hugsa að það nægi á mínu heimili ef síminn mælir gagnamagnið rétt. Ég horfði á einn þátt á Netflix um daginn, engin önnur notkun á neti á sama tíma, Netflix stillt á 300 mb á klukkutíma. Síminn sýndi 3000 mb þann klukkutíma. Það er eitthvað verulega bogið við gagnamælinguna hjá Símanum eins og komið hefur í ljós.
hvað eru margir að nota netið á þínu heimili?
ég á nokkrar spjaldtölvur með buns af forrita drasli inna og þær eru að uppfæra þetta í tíma og ótíma.
finnst þér líklegt að þær uppfærslur telji 2.700 mb á klukkutíma? Hvaða forrit ertu að keyra, afrit af internetinu?
Re: Download magn og vídjógláp
Sent: Sun 01. Sep 2013 19:36
af depill
fallen skrifaði: Væri til í að sjá Símann bjóða upp á stærri pakka en 140 GB (hækkar reyndar í 170 GB frá og með september) og einnig YT cache servera.
Get nú bara sagt þér það að þótt að Síminn, Vodafone og Hringdu mega ekki viðrkenna tilvist þeirra að þá eru þau öll mjög greinilega með Google Global Cache sem speglar YouTube að miklu leyti og google leitina þína líka.
Hér er til dæmis hjá Hringdu
google.com. 261 IN A 31.209.137.59 - þetta er sem sagt IP tala frá Hringdu
og
youtube.com. 283 IN A 31.209.137.48 ( og svo er media urlin sem contentin fer yfir svipað ).
Hér er til dæmis hjá Símanum
google.com. 211 IN A 157.157.135.88 - þetta er sem sagt iP tala frá Símanum
og
youtube.com. 241 IN A 157.157.135.113
Hringdu, Vodafone, Síminn, RHNet eru svo líka öll með Akamai spegla sem er til dæmis ástæðan fyrir því að Apple downloadið er mjög oft innlent, Origin o.s.frv ( miðað við spjallþráð hérna nýlega er Tal ekki með aðgang að því, enda upstreaminn þeirra ekki einn af ofantöldum ).
Daz skrifaði:Miðað við hvaða verð VPN þjónustur (lokun? Hidemyass?) sem keyra á Íslandi geta selt gagnamagnið þá finnst mér merkilegt hvað Internetþjónusturnar selja það dýrt.
Þó ég hafi reyndar ekki akkurat vitneskju um stöðuna nákvæmlega í dag þar sem ég vinn ekki lengur í þessu ( og er bundinn að NDA með mikið af vitneskju minni ) þá get ég sagt svona frekar general vegna þess hvað hefur komið fram í öðrum miðlum að munurinn er svona u.þ.b. 10-faldur á verðinu sem gagnaver þurfa að greiða fyrir aðgang að sæstrengnum vs það sem ISParnir þurfa að greiða til þess að laða að gagnaver til Ísland hjá Farice/Danice. Lokun keypti svo bandbreidd af Greenqloud og Hidemyass er að hýsa sínar vélar síðast þegar ég vissi uppí ThorDC og geta gert það þar sem þeir gefa sig út fyrir að aðalkúnna basinn / marketing þeirra er ekki beint að Íslendingum.
Re: Download magn og vídjógláp
Sent: Sun 01. Sep 2013 20:18
af AntiTrust
Sera skrifaði:Ég hugsa að það nægi á mínu heimili ef síminn mælir gagnamagnið rétt. Ég horfði á einn þátt á Netflix um daginn, engin önnur notkun á neti á sama tíma, Netflix stillt á 300 mb á klukkutíma. Síminn sýndi 3000 mb þann klukkutíma. Það er eitthvað verulega bogið við gagnamælinguna hjá Símanum eins og komið hefur í ljós.
Það var smávegis bilun í gagnamælingum á einum af fjórum tengipunktum hjá Símanum í smátíma í sumar, sem búið er að laga. Hafði bara áhrif á mjög takmarkaðan hluta notenda, og búið að/verið að leiðrétta allt sem þarf í takt við bilunina.
Re: Download magn og vídjógláp
Sent: Sun 01. Sep 2013 20:20
af Gúrú
depill skrifaði:Get nú bara sagt þér það að þótt að Síminn, Vodafone og Hringdu mega ekki viðrkenna tilvist þeirra að þá eru þau öll mjög greinilega með Google Global Cache sem speglar YouTube að miklu leyti og google leitina þína líka.
Mega þau ekki viðurkenna tilvistina vegna þess að þetta er þá í raun brot á reglugerðum PFS (sbr. 0-routing og DNS poisoning)?
Re: Download magn og vídjógláp
Sent: Sun 01. Sep 2013 20:45
af depill
Gúrú skrifaði:depill skrifaði:Get nú bara sagt þér það að þótt að Síminn, Vodafone og Hringdu mega ekki viðrkenna tilvist þeirra að þá eru þau öll mjög greinilega með Google Global Cache sem speglar YouTube að miklu leyti og google leitina þína líka.
Mega þau ekki viðurkenna tilvistina vegna þess að þetta er þá í raun brot á reglugerðum PFS (sbr. 0-routing og DNS poisoning)?
Hmm mega ekki og mega ekki. Þau mega ekki auglýsa að þau séu með það. Þetta er ekki DNs poisoning eða 0 routing. Þetta er Google lausn, Google vill hafa DNSið sitt svona og það er engin breyting gerð sem er DNS poisoning, þetta er bara mjög klassískt CDN. Þetta er bara Google CDNið
https://peering.google.com/about/ggc.html - hér er upplýsingar.
Re: Download magn og vídjógláp
Sent: Sun 01. Sep 2013 20:59
af Daz
AntiTrust skrifaði:Sera skrifaði:Ég hugsa að það nægi á mínu heimili ef síminn mælir gagnamagnið rétt. Ég horfði á einn þátt á Netflix um daginn, engin önnur notkun á neti á sama tíma, Netflix stillt á 300 mb á klukkutíma. Síminn sýndi 3000 mb þann klukkutíma. Það er eitthvað verulega bogið við gagnamælinguna hjá Símanum eins og komið hefur í ljós.
Það var smávegis bilun í gagnamælingum á einum af fjórum tengipunktum hjá Símanum í smátíma í sumar, sem búið er að laga. Hafði bara áhrif á mjög takmarkaðan hluta notenda, og búið að/verið að leiðrétta allt sem þarf í takt við bilunina.
Smávegis. Síminn hætti að mæla netflix downloadið hjá okkur í 2 vikur! Ég hef sjaldan þurft að tala jafn lítið við konuna!