Síða 1 af 2

Pælingar varðandi hagstæða lausn fyrir Margmiðlunarefni

Sent: Lau 24. Ágú 2013 21:14
af Krissinn
Nú langar mig að koma skipulagi á margmiðlunarefnið mitt. Ég er með bæði kvikmyndir og annað myndefni ásamt tónlist á SitecomNas server núna og er að stream-a tónlistinni með itunes server fídusinum í allar tölvur heimilisins og kvikmyndirnar og myndefni á share-að í AC Rayan media player við tv-ið og í tölvunum er mappan með kvikmyndunum möppuð sem netdrif. Þetta hefur reynst vel svona uppsett en mig langar að gera þetta betur og meðal annars eiga möguleika á að stream-a bæði tónlistinni og myndefninu í gegnum internetið, td Norður til Akureyrar og einnig víðar hérna á Suðurnesjum. Tildæmis ef það væri Media player við tv-ið fyrir Norðan sem gæti spilað efnið af media serverinum hjá mér án vandræða, bara rétt eins og hann væri á sama heimaneti og ég. Sama gildir um minnsta kosti 3 tölvur fyrir Norðan sem gætu komist í sama efni. Eins hérna á Suðurnesjum, Reikna með 2 heimilum hérna sem ég myndi vilja tengja alveg eins við mig eins og Norðan heiða. Myndi ég þurfa að setja upp einhvers konar móttöku server-a á þessum stöðum? Er með vél sem ég gæti notað sem media center server. Ástæðan fyrir því að mig langar að gera þetta svona er sú að ég nenni ekki alltaf að þvælast með USB lykla og flakkara Norður eða hérna á Suðurnesjum til að fylla á TV flakkara og annað, Miklu sniðugara að hafa alla bara up to date af sama efni :) Endilega ef einhver veit um sniðuga lausn á þessum pælingum mínum þá má hann endilega reply-a :p


- Krissi24

Re: Pælingar varðandi hagstæða lausn fyrir Margmiðlunarefni

Sent: Lau 24. Ágú 2013 22:58
af codec
Ég er að nota plex mediaserver og hann virkar ágætlega

Re: Pælingar varðandi hagstæða lausn fyrir Margmiðlunarefni

Sent: Lau 24. Ágú 2013 23:24
af AntiTrust
Plex. Leysir nánast allt sem þú ert að tala um. Getur haldið áfram að spila þetta eins og þú ert vanur með AC Ryan spilaranum, eða notast við DLNA functionið í Plex ef flakkarinn styður DLNA playback. Já eða skipt honum út fyrir Roku/AppleTV/GoogleTV/HTPC og notað fullblown Plex client.

PlexWeb leyfir þér að horfá allt efnið þitt hvar sem er í gegnum browser, og MyPlex leyfir þér að horfá allt safnið í iOS eða Android með Plex appinu þar. Multiuser aðgangar, hver með sinn myplex aðgang og getur þá horft á þau section sem þú leyfir í sínum Plex tækjum. Þarft engan cache server á öðrum stöðum, bara client er nóg.

Eina issue-ið sem þú gætir lent í er bandvíddarlimitation á uploadinu ef þú ert með mikið af HD efni t.d., en ef þú ert á ljósleiðara ertu með meira en nóg.

Re: Pælingar varðandi hagstæða lausn fyrir Margmiðlunarefni

Sent: Sun 25. Ágú 2013 00:18
af tdog
x2 á Plex.

Re: Pælingar varðandi hagstæða lausn fyrir Margmiðlunarefni

Sent: Sun 25. Ágú 2013 01:34
af Krissinn
Þakka fyrir ábendingarnar :) Var einmitt búinn að skoða soldið Plex og líst helvíti vel á það :D, Málið er hvernig set ég þetta uppá vélinni? Á að vera stýrikerfi á vélinnieða? Ég er á ADSL tengingu eins og er en ljósnetið er á leiðinni skilst mér. Annars er ADSL tengingin mjög stabíl hjá mér, allt uppí 14mbit/s down og allt að 2mbit/s up þegar best lætur :) Hvað með erlent niðurhal? Étur þetta nokkuð niðurhalskvótann hjá móttöku aðilum? :p

Re: Pælingar varðandi hagstæða lausn fyrir Margmiðlunarefni

Sent: Sun 25. Ágú 2013 02:17
af intenz
krissi24 skrifaði:Þakka fyrir ábendingarnar :) Var einmitt búinn að skoða soldið Plex og líst helvíti vel á það :D, Málið er hvernig set ég þetta uppá vélinni? Á að vera stýrikerfi á vélinnieða? Ég er á ADSL tengingu eins og er en ljósnetið er á leiðinni skilst mér. Annars er ADSL tengingin mjög stabíl hjá mér, allt uppí 14mbit/s down og allt að 2mbit/s up þegar best lætur :) Hvað með erlent niðurhal? Étur þetta nokkuð niðurhalskvótann hjá móttöku aðilum? :p

Setur upp Plex Media Server upp á tölvunni þinni. Já, þú þarft að vera með stýrikerfi á vélinni.

Downloadar servernum hér, installar og ferð svo inn á http://localhost:32400/web/index.html í browsernum þínum.

Nei, étur ekki niðurhalskvóta hjá þeim sem stream'a frá þér, þar sem þetta er p2p og þeir downloada beint frá þér, ekki í gegnum erlendan þjón. Eina sem myPlex (my.plexapp.com) gerir er að koma á tengingu aðila. Eftir það er stream'að beint frá viðkomandi.

Re: Pælingar varðandi hagstæða lausn fyrir Margmiðlunarefni

Sent: Sun 25. Ágú 2013 02:29
af Oak
En því miður ertu aldrei að fara að spila þetta í tölvu útá landi með ADSL...þ.e.a.s. í gæðum sem hægt er að horfa á. Ég var að ná allt í lagi í símanum mínum.

Re: Pælingar varðandi hagstæða lausn fyrir Margmiðlunarefni

Sent: Sun 25. Ágú 2013 03:31
af Krissinn
Oak skrifaði:En því miður ertu aldrei að fara að spila þetta í tölvu útá landi með ADSL...þ.e.a.s. í gæðum sem hægt er að horfa á. Ég var að ná allt í lagi í símanum mínum.


Ljósleiðarinn er að detta inn þarna á staðnum á Akureyri, á hinum staðnum hérna í Reykjanesbæ er reyndar ADSL tenging sem er eins og hjá mér mjög stabíl, en aftur á móti í hinum staðnum hérna á Suðurnesjum er Ljósnet tenging sem er að mínu mati mjög stabíl því viðkomandi býr mjög stutt frá símstöð :p Svo eins og ég segi þá mun Ljósnetið koma innan skamms eða í byrjun næsta mánaðar hjá mér :) Kannski mun þetta vera okey þá eða? hehe :p

Re: Pælingar varðandi hagstæða lausn fyrir Margmiðlunarefni

Sent: Sun 25. Ágú 2013 10:34
af AntiTrust
Þetta snýst allt um tenginguna á servernum. 2mbps UL = léleg gæði, og getur gleymt HD streymi. VDSL er fínt, ljósleiðari betra.

Re: Pælingar varðandi hagstæða lausn fyrir Margmiðlunarefni

Sent: Sun 25. Ágú 2013 14:49
af Oak
Virkar mjög vel á ljósnetinu hjá mér núna :)

Re: Pælingar varðandi hagstæða lausn fyrir Margmiðlunarefni

Sent: Sun 25. Ágú 2013 19:39
af Krissinn
Skil :), En hvernig er það, Má ekki vera Windows 7 Pro á vélinni sem ég hyggst setja Plex í?

Re: Pælingar varðandi hagstæða lausn fyrir Margmiðlunarefni

Sent: Sun 25. Ágú 2013 19:57
af AntiTrust
krissi24 skrifaði:Skil :), En hvernig er það, Má ekki vera Windows 7 Pro á vélinni sem ég hyggst setja Plex í?


Jú, ætti ekki að vera neitt vandamál.

Re: Pælingar varðandi hagstæða lausn fyrir Margmiðlunarefni

Sent: Þri 03. Sep 2013 19:39
af Krissinn
Jæja þá er ég búinn að setja Plex media server á vélina sem ég ætla að nota í þetta :) Á ég líka að ná í og setja uppá vélinni Plex media center eða? Og var það eitthvað meira? :)

Re: Pælingar varðandi hagstæða lausn fyrir Margmiðlunarefni

Sent: Þri 03. Sep 2013 19:46
af AntiTrust
Mæli með því að gerast PlexPass member og fá þér PlexHT útgáfuna, bara í boði fyrir PlexPass users. Mikið betri útgáfa en það sem er í boði so far fyrir public.

Re: Pælingar varðandi hagstæða lausn fyrir Margmiðlunarefni

Sent: Þri 03. Sep 2013 19:55
af Krissinn
AntiTrust skrifaði:Mæli með því að gerast PlexPass member og fá þér PlexHT útgáfuna, bara í boði fyrir PlexPass users. Mikið betri útgáfa en það sem er í boði so far fyrir public.


Já okey :D Skoða það, Semsagt þarf ég þá ekki að setja Plex media center á vélina líka? :p

Re: Pælingar varðandi hagstæða lausn fyrir Margmiðlunarefni

Sent: Þri 03. Sep 2013 19:56
af AntiTrust
Þú þarft aldrei að hafa media center á server vélinni sjálfri. En á Client vélinni þarftu þess auðvitað, og á server vélinni sé server vélin líka HTPC vél. En PlexHT er bara nýja útgáfan af Plex Media Server.

Re: Pælingar varðandi hagstæða lausn fyrir Margmiðlunarefni

Sent: Þri 03. Sep 2013 20:38
af SkaveN
Hver er munurinn á PlexHT og svo bara venjulega plex? hvaða fídusa er plexht með sem mig vantar?

Re: Pælingar varðandi hagstæða lausn fyrir Margmiðlunarefni

Sent: Þri 03. Sep 2013 20:45
af AntiTrust

Re: Pælingar varðandi hagstæða lausn fyrir Margmiðlunarefni

Sent: Þri 03. Sep 2013 21:41
af Krissinn
AntiTrust skrifaði:Þú þarft aldrei að hafa media center á server vélinni sjálfri. En á Client vélinni þarftu þess auðvitað, og á server vélinni sé server vélin líka HTPC vél. En PlexHT er bara nýja útgáfan af Plex Media Server.


hmmm.... HTPC vél?? hehe :p æi afsakaðu fáfræðina.... :)

Re: Pælingar varðandi hagstæða lausn fyrir Margmiðlunarefni

Sent: Þri 03. Sep 2013 21:46
af arons4
krissi24 skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Þú þarft aldrei að hafa media center á server vélinni sjálfri. En á Client vélinni þarftu þess auðvitað, og á server vélinni sé server vélin líka HTPC vél. En PlexHT er bara nýja útgáfan af Plex Media Server.


hmmm.... HTPC vél?? hehe :p æi afsakaðu fáfræðina.... :)

HTPC = Home theater pc.

Allar vélar sem eiga að horfa á þætti/myndir þurfa media center.
Vélin/arnar sem eigar að dreifa efninu þurfa media server.

Re: Pælingar varðandi hagstæða lausn fyrir Margmiðlunarefni

Sent: Þri 03. Sep 2013 22:01
af Krissinn
arons4 skrifaði:
krissi24 skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Þú þarft aldrei að hafa media center á server vélinni sjálfri. En á Client vélinni þarftu þess auðvitað, og á server vélinni sé server vélin líka HTPC vél. En PlexHT er bara nýja útgáfan af Plex Media Server.


hmmm.... HTPC vél?? hehe :p æi afsakaðu fáfræðina.... :)

HTPC = Home theater pc.

Allar vélar sem eiga að horfa á þætti/myndir þurfa media center.
Vélin/arnar sem eigar að dreifa efninu þurfa media server.


Skil :) Ég er notla bara með media player við TV-ið en svo er nokkrar tölvur sem ég þá get sett media center program-ið í :)

Re: Pælingar varðandi hagstæða lausn fyrir Margmiðlunarefni

Sent: Þri 03. Sep 2013 22:13
af Oak
Þegar að þú byrjar að nota Plex Media Center sjálfur þá áttu aldrei eftir að hætta að nota það eða eitthvað sambærilegt :)

Re: Pælingar varðandi hagstæða lausn fyrir Margmiðlunarefni

Sent: Þri 03. Sep 2013 22:38
af Krissinn
Hehe :p, Hlakka til að prófa þetta.... Nú er bara það stærsta eftir því ég á eftir að færa allt af NAS-inum og yfir í server vélina :/

Re: Pælingar varðandi hagstæða lausn fyrir Margmiðlunarefni

Sent: Mið 11. Sep 2013 10:59
af gottlieb78
Eruð þið allir á því að Plex sé betra en XBMC???

Hverjir eru kostir og gallar?

Ég hef verið að nota XBMC og er mjög sáttur - bara að athuga hvort ég sé að fara á mis við eitthvað í Plex

kv.

Re: Pælingar varðandi hagstæða lausn fyrir Margmiðlunarefni

Sent: Mið 11. Sep 2013 11:06
af Daz
krissi24 skrifaði:Hehe :p, Hlakka til að prófa þetta.... Nú er bara það stærsta eftir því ég á eftir að færa allt af NAS-inum og yfir í server vélina :/


Þarftu að færa efnið af NASinu, geturðu ekki bara mappað því upp í server vélinni?

gottlieb78 skrifaði:Eruð þið allir á því að Plex sé betra en XBMC???

Hverjir eru kostir og gallar?

Ég hef verið að nota XBMC og er mjög sáttur - bara að athuga hvort ég sé að fara á mis við eitthvað í Plex

kv.


Fer það ekki bara eftir þörfum? Ég setti upp plex og það er voðalega fínt viðmót en hentaði mér ekki því ég hef engin tæki sem er hægt að setja upp Plex viðmót á móti serverinum. Setti upp Serviio í staðinn sem virkar fullkomlega fyrir mitt sjónvarp.