Vantar meira gagnamagn fyrir PSN Plus
Sent: Lau 24. Ágú 2013 04:14
Eftir að ég keypti mér aðgang að psn plus hefur gagnamagnið verið að klárast ansi fljótt vegna þess að leikirnir eru stórir (sumir 8-30gb). Ég er einungis með 150gb tengingu sem ég hef kannski aðgang að um það bil 50 gb (pabbi minn og bróðir nota netið ansi mikið svo ég fæ 1/3 af netinu). Var að pæla hvað væri hagstætt að gera í þessu þar sem mig langar voða mikið að ná í sem flesta leiki í gegnum psn plus en gagnamagns cap-ið leyfir mér það ekki. Er það kannski eini möguleikinn að færa sig yfir í 250gb tengingu (vesen) eða er hægt að kaupa einhverja VPN tengingu sem væri sett upp á routerinn minn og myndi láta sem ps3 download myndi ekki telja upp í gagnamagn mitt til Vodafone, ég er með ljósleiðara s.s. frá Vodafone.