Síða 1 af 1
Einhver búinnn að prufa 4g heima ?
Sent: Fös 23. Ágú 2013 00:51
af siggik
Sælir, er að skoða þetta, er eitthvað vit í þessu, er með adsl núna hjá vodafone, borga tæðan 8 þús þar, er þetta eitthvað til að skoða, ?
https://www.nova.is/barinn/internet/4g
Re: Einhver búinnn að prufa 4g heima ?
Sent: Fös 23. Ágú 2013 01:20
af hkr
Tikkar ekki gagnamagnið hjá þeim bæði upp/niður og innlent/erlent?
S.s. allt tikkar..?
Re: Einhver búinnn að prufa 4g heima ?
Sent: Fös 23. Ágú 2013 02:28
af Xovius
Þarf einmitt að fara að pæla aðeins í þessu. Er að fara að flytja bráðum og skilst að hraðasta netsambandið sem ég fæ á nýja staðnum sé 4G. Er það þess virði og hvernig er með ping og svoleiðis?
Re: Einhver búinnn að prufa 4g heima ?
Sent: Fös 23. Ágú 2013 02:41
af worghal
bróðir minn er með svona, fær frábærann hraða á þetta líka
Re: Einhver búinnn að prufa 4g heima ?
Sent: Fös 23. Ágú 2013 09:00
af siggik
worghal skrifaði:bróðir minn er með svona, fær frábærann hraða á þetta líka
en einsog stöðugleika og ping osfr, bara flott ?
Re: Einhver búinnn að prufa 4g heima ?
Sent: Fös 23. Ágú 2013 09:03
af AntiTrust
Eins og ég hef svosem sagt áður, aldrei búast við sama stöðugleika á 3/4G tengingu og á landlínu. Fjöldi samtíma notenda hefur bein áhrif á hraðann til þín á cellular sambandi.
Re: Einhver búinnn að prufa 4g heima ?
Sent: Fös 23. Ágú 2013 09:47
af GuðjónR
hkr skrifaði:Tikkar ekki gagnamagnið hjá þeim bæði upp/niður og innlent/erlent?
S.s. allt tikkar..?
Það held ég, maður yrði fljótur að spæna upp kvótann.
Re: Einhver búinnn að prufa 4g heima ?
Sent: Fös 23. Ágú 2013 09:52
af Viktor
Myndi mæla hvað þú notar í bandvídd á mánuði fyrst, innlennt sem erlend, download sem og upload.
Re: Einhver búinnn að prufa 4g heima ?
Sent: Fös 23. Ágú 2013 11:25
af littli-Jake
ég er me þetta og er ekkert allt of sáttur. Ekki séns að halda sig fyrir neðan þetta 100 gig hámark. Er reyndar kominn með 200 gig núna. Er líks að restarta ráternum svona 2-3 í viku. Plús að þú þú þarft að kaupa ráterinn. Box sem er stærst kostar 20 déskotans þúsund miðað við að þú gerir 6 mánaða samning.