Síða 1 af 1

Val á Router

Sent: Þri 20. Ágú 2013 16:27
af GTi
Góðan daginn.

Ég ætla að fara kaupa mér Router og er í smá vandræðum með að velja.

Kröfur:
  • Hann þarf að virka fyrir bæði ADSL og ljósleiðara. (Mögulega Ljósnet líka)
    (Er með ADSL núna en bíð eftir að Gagnaveitan klári að tengja húsið hjá mér eða að Ljósnetið komi).
  • Þarf að vera hægt að stilla DNS fyrir þjónustu eins og playmo.tv og unblock-us
  • Wi-Fi
  • Þokkalegt Sequrity.
  • > 3 x Ethernet port.
  • Viðmiðunarverð er 20.000

Þekkir einhver þennan Router? Er hægt að stilla DNS í þessum?
Linksys Dual-Band N600 Wireless Router, EA2700.

Re: Val á Router

Sent: Þri 20. Ágú 2013 16:45
af Viktor
GTi skrifaði:Þekkir einhver þennan Router? Er hægt að stilla DNS í þessum?
Linksys Dual-Band N600 Wireless Router, EA2700.


Það er ekkert DSL á þessum :)

Re: Val á Router

Sent: Þri 20. Ágú 2013 17:18
af GrimurD
Kauptu bara router sem styður VDSL og Ljósleiðara og tengdu hann í ADSL routerinn sem þú ert með. Erfitt að finna router sem styður þetta alltsaman, hvað þá fyrir þetta budget.

Routerinn sem 365 eru með styður þetta alltsaman. Það er bara venjulegur consumer router. Getur kannski pantað hann einhverstaðar. Það er þessi hér.

Re: Val á Router

Sent: Þri 20. Ágú 2013 17:24
af tdog
DrayTek 2820n sem ég er með styður allt þetta nema VDSLið.

Re: Val á Router

Sent: Þri 20. Ágú 2013 17:38
af GTi
Þakka ykkur fyrir svörin.

Auðvitað hefði ég átt að sjá að þessi router væri ekki DSL.

tdog, er hægt að stilla DNS í þessum Router til þess að tengjast þjónustu eins og Playmo.tv? (Fyrir Netflix)

----

Djöfull er þetta drasl allt dýrt.
En ég er með Router frá Vodafone sem styður bæði ADSL/Ljósleiðara. Ég kannski held mig við hann í smá tíma. Router á 40 þúsund tekur 6 ár að borga sig upp.
Ég spurðist fyrir áður en ég sótti um netið og mér var sagt að það væri möguleiki að stilla DNS-ið á þessum Router sem ég svo valdi að fá. Hann heitir "Zhone". Sé ekkert meira um hann.

Þekkir einhver hvernig á að stilla þetta á honum? Ég finn ekkert út úr því.

Re: Val á Router

Sent: Þri 20. Ágú 2013 19:22
af tdog
GTi skrifaði:Þakka ykkur fyrir svörin.

tdog, er hægt að stilla DNS í þessum Router til þess að tengjast þjónustu eins og Playmo.tv? (Fyrir Netflix)


Mynd

Þú setur DNS addresuna hjá Playmo.tv eða Unblock-Us bara í Primary DNS Address reitinn.

Re: Val á Router

Sent: Þri 20. Ágú 2013 20:30
af Squinchy
Airport extreme?

Re: Val á Router

Sent: Þri 20. Ágú 2013 21:32
af Oak
Squinchy skrifaði:Airport extreme?


Það er ekki router er það?

Er þetta ekki bara wifi extender?

Re: Val á Router

Sent: Þri 20. Ágú 2013 22:47
af hagur
Airport extreme er router.

Re: Val á Router

Sent: Mið 21. Ágú 2013 02:58
af GrimurD
Það er ekkert mál að stilla dns á zhone. Ferð í Network -> LAN og þar er use static dns ip gluggi. Zhone styður annars adsl ljósnet og ljósleiðara og Vodafone þurftu að láta sérsmíða hann fyrir sig til þess að fá ódýran router sem styður þetta allt.

Sent from my One S using Tapatalk 2

Re: Val á Router

Sent: Þri 27. Ágú 2013 20:56
af PepsiMaxIsti
hagur skrifaði:Airport extreme er router.


Vitið þið hvort að hann virki á VDSL?

Re: Val á Router

Sent: Þri 27. Ágú 2013 21:29
af tdog
PepsiMaxIsti skrifaði:
hagur skrifaði:Airport extreme er router.


Vitið þið hvort að hann virki á VDSL?

Hann er router, ekki módem. Hann virkar því ekki á VDSLi nema með módemi.