Síða 1 af 1

net vandamál : cisco m10

Sent: Mið 14. Ágú 2013 22:02
af Lunesta
Sælir vaktarar.

Ég á í vanda með routerinn minn hérna heima. Ég er með Cisco M10 og vandamálið er eftirfarandi.
Eftir ótiltekinn tíma þar sem routerinn hefur staðið sig frábærlega byrjar hann alltaf að vera með leiðindi.
Tracert til mbl sýna að hann er um 200ms i routerinn og svo 90 ms i næsta á eftir það. Eftir að ég restarta
honum (sem vill svo til að er fáránlegt vesen og virðist aldrei ganga upp fyrr en i 15. tilraun) kemst hann
aftur í lag og er þannig kannski í viku.

Ég er því með 2-3 spurningar fyrir ykkur ofvitringanna.

Í fyrsta lagi hvernig er best að restarta þessum router? Að ýta á refresh takkan, restart takkan aftan á eða
taka úr sambandi og stinga aftur inn virkar ekki heldur fer hann í eitthvað bull þar sem hann virkar ekkert
og tekur endalaust vesen alltaf að ná honum réttum og ég virðist ekki getað skilið hvað það er sem gerði trickið.

Í öðru og þriðja lagi er ég að velta því fyrir mér hvort þetta sé einfaldlega vélbúnaðar galli eða ef ekki hvernig
ég gæti náð að laga þetta vandamál.

Kv. Halli

p.s. Ég er algjör nýgræðingur þegar það kemur að því að vinna með nettengd vandamál og sérstaklega routera
svo það væri fínt ef þið gætuð flóknum svörum á svona "for dummies" máta :)

Re: net vandamál : cisco m10

Sent: Fim 15. Ágú 2013 21:37
af Kopar
cisco m10, þú segir nokkuð, hef ekki séð svona græju áður.
En 220ms svartími við fyrsta hop er fáranlegt. Fyrsta hoppið er alltaf default router (gateway), geturðu staðfest að þú pingir default gateway með ~220ms svartíma?
Ef svo er myndi ég athuga aðrar vélar í húsinu, ef þær eru líka að láta jafnilla myndi ég prófa að hardresetta routerinn.

Allt í lagi að endurræsa þessa routera (alla routera sem ég veit um allavega) með að rífa úr sambandi. Ef þú þarft að endurræsa honum oftar en einu sinni þá gæti verið að hann sé að ræsa sig upp í rommon (cisco routerar eru þekktir fyrir það, en eins og ég segi að ofan, aldrei heyrt um cisco m10) og þá er spurning um að finna eitthvað software update.

Ertu búinn að vera að bomba einhverjum advanced stillingum inná hann?

Vonandi hjálpar þetta eitthvað en væri gaman að sjá eitthvað response hjá þér

Re: net vandamál : cisco m10

Sent: Fös 16. Ágú 2013 15:56
af Lunesta
takk, en já fyrstu 2 hoppin eru að taka samtals um 200-300ms en það virkar ekki að taka hann úr sambandi til að restarta honum. Talsvert meira vesen.
Ef hardreset er factory reset þá er ég alveg búinn að prufa það nokkrum sinnum... einu stillingarnar a honum eru 2-3 opin port fyrir mig og svo er eg með
proxy a dns. Fyrir utan það er allt a default. Prufa að gá hvort ég geti uppfært software-ið.. það virkar vonandi

Re: net vandamál : cisco m10

Sent: Fös 16. Ágú 2013 19:19
af Kopar
Ertu tengdur þráðlaust? Kannaðiru með aðrar vélar í húsnæðinu?

Re: net vandamál : cisco m10

Sent: Fös 16. Ágú 2013 21:56
af Lunesta
neibb er beintengdur.. eg er sa eini i husinu sem er beintengdur en málið virðist samt hafa áhrif á þráðlausu vélarnar
hér heima líka. Kíki kannski aftur á það því það er soldið síðan ég gáði síðast.

Re: net vandamál : cisco m10

Sent: Fös 16. Ágú 2013 22:25
af beatmaster
Hvað skeður ef að þú pingar IP töluna á Routernum?

Re: net vandamál : cisco m10

Sent: Sun 18. Ágú 2013 22:08
af Kopar
beatmaster skrifaði:Hvað skeður ef að þú pingar IP töluna á Routernum?


Ef ég mæti troða mér inní, ertu að tala um default gateway eða public IP töluna á routernum og af hverju ?

Eitt annað sem mér dettur í hug varðandi bilanagreiningu.

Aftengdu allar tölvur frá routernum og prófaðu svo bara þína, ef það er jafnlélegt, prófaðu að aftengja allar nema einhverja aðra og athuga svo. Það gæti verið vírus á einhverri tölvu á LAN inu, hef heyrt af vírusum sem láta svona.