Síða 1 af 1
Ljósnet símans í Hveragerði
Sent: Mið 14. Ágú 2013 15:38
af Halli25
Var að flytja og hafði huggað mig við það að ég kæmist á Ljósnet símans fljótlega eftir flutning þar sem Hveragerði var á áætlun.
Var að skoða þetta núna aftur og þá er húsið mitt ekki á lista yfir ljósnet en nágranninn getur tengst sem býr við næst götu.
Geðveikt að fara af Ljósleiðara niðrí ADSL eða þannig. Guðmundur hjá Símanum er kannski með einhver svör hvernær restin af Hveragerði fær Ljósnetið?
Re: Ljósnet símans í Hveragerði
Sent: Mið 14. Ágú 2013 16:00
af siminn
Sælir nú,
Í þeim fasa sem Hveragerði er í ásamt mörgum öðrum stöðum fyrir utan höfuðborgarsvæðið var aðeins settur upp búnaður í símstöð og því fá aðeins þeir Ljósnet sem eru innan 1000metra frá símstöð. Heimtaug nágranna þíns er þá innan 1000 metra en þín því miður ekki.
Í næsta fasa ætti svo að setja niður götuskápa til að klára að dekka þau bæjarfélög sem ekki eru skápavædd í fyrsta áfanga.
Þannig að þetta kemur, en því miður ekki á fyrr en núverandi áfanga er lokið.
kveðja,
Guðmundur hjá Símanum
Re: Ljósnet símans í Hveragerði
Sent: Mið 14. Ágú 2013 16:17
af demaNtur
Á þessum nótum, hvenær má búast við að að ég, sem bý á eskifirði, geti fengið ljósnet Guðmundur?
Re: Ljósnet símans í Hveragerði
Sent: Mið 14. Ágú 2013 16:30
af tlord
ég hef sagt þetta áður:
stofnið félag sem ætlar að grafa niður ljósleiðara...þá kemur Síminn strax á svæðið!
Re: Ljósnet símans í Hveragerði
Sent: Mið 14. Ágú 2013 17:05
af Moquai
tlord skrifaði:ég hef sagt þetta áður:
stofnið félag sem ætlar að grafa niður ljósleiðara...þá kemur Síminn strax á svæðið!
game, setjum jón á gröfuna.
Re: Ljósnet símans í Hveragerði
Sent: Mið 14. Ágú 2013 17:22
af demaNtur
Moquai skrifaði:tlord skrifaði:ég hef sagt þetta áður:
stofnið félag sem ætlar að grafa niður ljósleiðara...þá kemur Síminn strax á svæðið!
game, setjum jón á gröfuna.
On it!
Re: Ljósnet símans í Hveragerði
Sent: Mið 14. Ágú 2013 17:29
af GuðjónR
Halli25 skrifaði:Var að flytja....
Hveragerði??? Hefðir betur flutt á Kjalarnesið, hér er splunkunýtt ljósnet sem Míla var að klára að græja.
Re: Ljósnet símans í Hveragerði
Sent: Mið 14. Ágú 2013 17:35
af Halli25
GuðjónR skrifaði:Halli25 skrifaði:Var að flytja....
Hveragerði??? Hefðir betur flutt á Kjalarnesið, hér er splunkunýtt ljósnet sem Míla var að klára að græja.
uppalin í Hveragerði og foreldrar, vinir og aðrir ættingar í nágreni svo var ekki erfið ákvörðum.. smá mis með ljósnetið.. rétt fyrir utan svæði
ég gæti nánast verið á þráðlausu neti hjá nágrananum sem er með ljósnetið, það er svo nálægt
Re: Ljósnet símans í Hveragerði
Sent: Fim 15. Ágú 2013 14:37
af siminn
demaNtur skrifaði:Á þessum nótum, hvenær má búast við að að ég, sem bý á eskifirði, geti fengið ljósnet Guðmundur?
Eskifjörður var tengdur 5.júní, og þar gildir það sama og í Hveragerði að búnaður var í þessum fasa aðeins settur upp í símstöð sem þýðir að heimili innan 1000 metra frá símstöð fá Ljósnet.
kveðja,
Guðmundur hjá Símanum
Re: Ljósnet símans í Hveragerði
Sent: Fim 15. Ágú 2013 14:38
af siminn
tlord skrifaði:ég hef sagt þetta áður:
stofnið félag sem ætlar að grafa niður ljósleiðara...þá kemur Síminn strax á svæðið!
Það var kannski þannig hér einu sinni en í dag förum við bara oftast inn á þau ljósleiðarakerfi með okkar þjónustu þegar þau komast í gagnið.
Re: Ljósnet símans í Hveragerði
Sent: Fim 15. Ágú 2013 18:54
af MatroX
siminn skrifaði:tlord skrifaði:ég hef sagt þetta áður:
stofnið félag sem ætlar að grafa niður ljósleiðara...þá kemur Síminn strax á svæðið!
Það var kannski þannig hér einu sinni en í dag förum við bara oftast inn á þau ljósleiðarakerfi með okkar þjónustu þegar þau komast í gagnið.
þar sem ég hef hvergi fengið svör ætla ég aðeins að fá að stela þræðinum.
kemur ljósnetið einhvern tíman í skógarbraut 235 reykjanesbær?