Cisco E4200 frá ncix.com stoppar í tolli
Sent: Fim 08. Ágú 2013 22:36
Ég pantaði mér Cisco E4200v2 router af ncix.com um daginn.
Síðan fékk ég bréf frá póstinum um að tollgæslan hefði stöðvað sendinguna. Í bréfinu stóð:
---------
Innihald sendingar:
Þráðlaus router - Vantar CE merkingu
Öll fjarskiptatæki eiga að vera CE-merkt. Ef þau eru það ekki, eru þau ólögleg á Íslandi. CE-merkið skal vera greinilegt á umbúðunum og á tækjunum. Að auki skal tækið vera merkt með framleiðslunúmeri.
Ofangreint á við, hvort heldur tækin eru keypt á Íslandi, erlendis eða koma til landsins sem gjöf, t.d. frá ættingjum.
Ofangreint á einnig við ef tækin eru keypt á netinu.
Athuga þarf hvort afla þurti tilskilinna réttinda til að nota tækið á Íslandi.
Um tvo möguleika er að ræða:
1. Hægt er að óska eftir endursendingu allrar sendingarinnar.
2. Hægt er að láta farga þeim hluta seningarinnar sem er bannaður.
---------
Ég veit að Vodafone á Íslandi er að leigja út E4200v2 og ég hélt að sama týpa af router væri eins alls staðar í heiminum.
Veit einhver svarið við þessum spurningum:
*Er Cisco E4200v2 seldur í Kanada öðruvísi en þeir sem eru seldir í Evrópu?
**Er einhver leið til að sannfæra tollinn um að hleypa routernum í gegn?
Síðan fékk ég bréf frá póstinum um að tollgæslan hefði stöðvað sendinguna. Í bréfinu stóð:
---------
Innihald sendingar:
Þráðlaus router - Vantar CE merkingu
Öll fjarskiptatæki eiga að vera CE-merkt. Ef þau eru það ekki, eru þau ólögleg á Íslandi. CE-merkið skal vera greinilegt á umbúðunum og á tækjunum. Að auki skal tækið vera merkt með framleiðslunúmeri.
Ofangreint á við, hvort heldur tækin eru keypt á Íslandi, erlendis eða koma til landsins sem gjöf, t.d. frá ættingjum.
Ofangreint á einnig við ef tækin eru keypt á netinu.
Athuga þarf hvort afla þurti tilskilinna réttinda til að nota tækið á Íslandi.
Um tvo möguleika er að ræða:
1. Hægt er að óska eftir endursendingu allrar sendingarinnar.
2. Hægt er að láta farga þeim hluta seningarinnar sem er bannaður.
---------
Ég veit að Vodafone á Íslandi er að leigja út E4200v2 og ég hélt að sama týpa af router væri eins alls staðar í heiminum.
Veit einhver svarið við þessum spurningum:
*Er Cisco E4200v2 seldur í Kanada öðruvísi en þeir sem eru seldir í Evrópu?
**Er einhver leið til að sannfæra tollinn um að hleypa routernum í gegn?