Síða 1 af 1

Losna við (UMonit.exe) eða laga CPU notkun?

Sent: Mán 05. Ágú 2013 16:53
af Kindineinar
Er að skoða windows task manager hjá mér og sé þetta UMonit dæmi sem notar 24-26 CPU stanslaust.
Las að þetta forrit gæti verið USB monitoring program, eða malware.

Svo ég fjarlægði þetta frá C:\Windows\SysWOW64.

Sá að ég var að hökta og fleira í leikjum eins og FO New Vegas og Feed The Beast (FTB).

En langaði að vita hvort einhver hérna hafi líka lent í þessu eða hafi einhverja hugmynd afhverju forritið var að nota svona mikið cpu og látandi mig hökta.

Re: Losna við (UMonit.exe) eða laga CPU notkun?

Sent: Mán 05. Ágú 2013 17:08
af Haflidi85
ég finn nú ekki einu sinni þetta umonit hjá mér.

Re: Losna við (UMonit.exe) eða laga CPU notkun?

Sent: Mán 05. Ágú 2013 17:37
af siggik
smá googl og þá sá ég þetta

"Umonit.exe is a third party USB monitoring utlitity that you installed, either on its own or as part of something else, its not a win o/s file. Locating the file and examining its properties may give some other clue "

hefurðu installað einhverjum forritum fyrir usb hlut, svosem flakka eða eitthvað álíka ?