Síða 1 af 1

ADSL tenging(Upphal og niðurhals hraði)

Sent: Fös 02. Ágú 2013 22:57
af Stufsi
Er með ca 70kb/s í upphalshraða þegar ég er að deila á t.d. deildu.net, er þetta eðlilegur upphalshraði á 12 MB/S hjá vodafone?
og svo er download hraðin ekki að ná nema 700kb/s eða svo og heldur sér ekki stöðugum fer oft undir 500kb/s
Er með VOX router frá vodafone. Getur einhver ykkar sagt mér hvort þetta sé eðlilegur hraði á adsl hjá vodafone? ef ekki hvað get ég gert til þess að laga þetta?

Re: ADSL tenging(Upphal og niðurhals hraði)

Sent: Fös 02. Ágú 2013 23:31
af Manager1
Þú átt að geta downloadað á 1024kb/sek og uploadað á ca. 90kb/sek þannig að þetta er ekki svo fjarri lagi hjá þér. Hvort þú nærð hámarks hraða fer eftir því hversu margir eru að deila, hvort þú ert tengdur í gegnum þráðlaust net eða ekki og mörgu fleiru :)

Re: ADSL tenging(Upphal og niðurhals hraði)

Sent: Lau 03. Ágú 2013 01:52
af playman
Ekki gleyma því að upphal drepur niðurhal gjörsamlega.
En þetta er svosem ágætis hraði sem þú ert að ná þarna.
ég er á 16mb adsl og er að fá um 120kb/s í upphal og um 1400kb/s í niðurhal, ef ég er t.d. að
upphala 90kb/s þá dettur niðurhalið hjá mér í um 600-700kb/s (að mig minnir)

Svo skiptir líka máli hvað þú ert langt frá stöð, því leingra því lægri tengingu færðu.
Ekki má heldur gleyma sjónvarpinu, þegar að ég var með myndlykillin í gangi var ég bara að fá um 900-1000/kb/s
eftir að ég slökti á honum þá hrökk ég í 1400kb/s