Síða 1 af 2

TAL - niðurhal

Sent: Sun 28. Júl 2013 19:43
af tanketom
Góða kvöldið vaktara.

Nú set ég stórt spurningar merkið við niðurhal hjá tali :!: :?:
Ég er núna búinn að prófa nánast öll símfyrirtækin með net að gera og hef oftast lent á tal aftur een núna fékk ég mér netið hjá þeim fyrir sirka 6 mánuði síðan og notaði netið mikið í byrjun og þessvegna var ég með 140gb pakkan en þar sem ég og kærasta mín fórum svo að vinna á fullt lækkaði ég niðurhalið í 80gb og höfum ekki verið að nota það mikið! Þrátt fyrir þetta erum við kominn yfir 80gb og aðeins á 2 dögum fórum við í 90gb sem ég bara skil ekki því um að leið og ég fékk tölvupóst frá þeim höfum við nánst ekkert verið í tölvonum! Mér finnst þetta líka alveg meira ruglið að þeir geta bara bætti við 10gb og rukkað 1700 kr extra fyrir þetta! Ég bað ekkert um það, ef ég klára netið þá er það bara þannig, þá get ég alveg verið netlaust í nokkra daga eða farið í síman!

En semsagt spurningin er ég eini sem finnst niðurhalið bara hverfa þrátt fyrir litla netnotkun?
Finnst ykkur ekki ósangjarnt að þeir geti rukkað þig fyrir 10gb extra án þess að spyrja þig um? Þar sem að allavegana einu sinni í mánuði verður netið hægt eða klikkar eitthvað hjá þeim? Fæ ég þann dag endurgreiddan? NEI

Re: TAL

Sent: Sun 28. Júl 2013 19:57
af SolidFeather
Það hlýtur að standa í einhverjum skilmálum sem þú hefur skrifað undir að þeir bæti við 10gb.

Re: TAL

Sent: Sun 28. Júl 2013 19:58
af Plushy
Þú átt að getað afþakkað aukaniðurhalið

lítur út fyrir að þetta standi hérna: http://tal.is/Einstaklingar/INTERNET/ADSL.aspx

Re: TAL

Sent: Sun 28. Júl 2013 20:04
af worghal
Plushy skrifaði:Þú átt að getað afþakkað aukaniðurhalið

lítur út fyrir að þetta standi hérna: http://tal.is/Einstaklingar/INTERNET/ADSL.aspx

frekar ömurlegt að þetta er default hlutur sem ekkert allir átta sig á og þurfa svo að laga þetta sjálfur.

Re: TAL

Sent: Sun 28. Júl 2013 20:13
af Plushy
worghal skrifaði:
Plushy skrifaði:Þú átt að getað afþakkað aukaniðurhalið

lítur út fyrir að þetta standi hérna: http://tal.is/Einstaklingar/INTERNET/ADSL.aspx

frekar ömurlegt að þetta er default hlutur sem ekkert allir átta sig á og þurfa svo að laga þetta sjálfur.


Það er eflaust fullt af fólki sem myndi segja það sama ef það væri öfugt :)

Re: TAL

Sent: Sun 28. Júl 2013 20:14
af Tesy
Plushy skrifaði:Þú átt að getað afþakkað aukaniðurhalið

lítur út fyrir að þetta standi hérna: http://tal.is/Einstaklingar/INTERNET/ADSL.aspx


En hvernig er þetta með Vodafone? Er hægt að afþakka aukaniðurhalið þar? Ég er að klára mitt og vil ekkert borga 1700kr fyrir einn dag.. Ég er búinn að skoða vodafone.is en finn ekkert. Það stendur ennþá þetta hjá þeim:
Þegar gagnamagnið klárast er lokað fyrir erlent niðurhal fram að næstu mánaðarmótum, en þá endurnýjast gagnamagnið. Enginn aukakostnaður hlýst af erlendu niðurhali nema með breyttri áskriftarleið.
Pakkarnir eru sniðnir að mismunandi þörfum ólíkra notenda og er mikilvægt að gera sér grein fyrir gagnamagnsþörf sinni (erlendu niðurhali). Þegar 80% af gagnamagni hefur verið notað er send áminning með tölvupósti.
Hægt er að kaupa 10 GB aukalega á 1.550 kr. eða 30 GB aukalega á 3.300 kr.

En síðan stendur "10 GB aukalega - 1700kr"

Veit einhver hvort að það sé hægt að afþakka aukaniðurhal?
EDIT: Fyrirgefið að ég er að posta eitthvað Vodafone drasl á threat um tal :S

Re: TAL

Sent: Sun 28. Júl 2013 20:19
af Plushy
finn ekkert heldur, spurning með að hringja bara í þá? 1414 og spyrjast fyrir

Re: TAL

Sent: Sun 28. Júl 2013 20:37
af Tesy
Plushy skrifaði:finn ekkert heldur, spurning með að hringja bara í þá? 1414 og spyrjast fyrir


Lokaði 20:00 :'(
Var að senda þá tölvupóst. Ætla bara að sjá til hvort að þeir svari annars hringi ég bara á morgun og checka á þessu. En ef að einhver veit eitthvað um þetta, endilega látið mig vita.

Re: TAL

Sent: Sun 28. Júl 2013 20:49
af KermitTheFrog
Hef verið hjá þeim síðustu ár og ég þarf alltaf að biðja þá um að bæta við auka niðurhali ef það klárast.

Mögulega er þetta nýtt hjá þeim og hefur örugglega staðið í samningnum. Spurning um að lesa bara það sem maður skrifar undir ;)

Re: TAL

Sent: Sun 28. Júl 2013 20:51
af urban
worghal skrifaði:
Plushy skrifaði:Þú átt að getað afþakkað aukaniðurhalið

lítur út fyrir að þetta standi hérna: http://tal.is/Einstaklingar/INTERNET/ADSL.aspx

frekar ömurlegt að þetta er default hlutur sem ekkert allir átta sig á og þurfa svo að laga þetta sjálfur.

Lesa skilmála og breytingu á skilmálum sem að þeir auglýsa og eru sendir áskrifendum á emaili.

Vandamálið er bara að það les þetta enginn.

Re: TAL

Sent: Sun 28. Júl 2013 20:54
af worghal
urban skrifaði:
worghal skrifaði:
Plushy skrifaði:Þú átt að getað afþakkað aukaniðurhalið

lítur út fyrir að þetta standi hérna: http://tal.is/Einstaklingar/INTERNET/ADSL.aspx

frekar ömurlegt að þetta er default hlutur sem ekkert allir átta sig á og þurfa svo að laga þetta sjálfur.

Lesa skilmála og breytingu á skilmálum sem að þeir auglýsa og eru sendir áskrifendum á emaili.

Vandamálið er bara að það les þetta enginn.

þú ert ekki að fatta það sem ég meina.
slík viðbót á EKKI að vera default!

Re: TAL

Sent: Sun 28. Júl 2013 23:15
af TraustiSig
Kvartanir frá flestum eru væntanlega oftast vegna þess að netið hefur verið cappað. Þetta gerir það að verkum að fólk cappast ekki ef farið er fyrir leyfilegt niðurhal. EIns og Plushy bendir á er hægt að afpanta þetta.

Minnir að ég hafi þó lesið í þræði hér að Vodafone bjóði EKKI upp á að taka þetta út. <- Tek þetta strax út sé annað sannað. :happy

Re: TAL

Sent: Sun 28. Júl 2013 23:19
af AntiTrust
Þakkaðu bara fyrir að það sé hægt að afþakka þetta. Síminn bætir sjálfkrafa við 10GB og Vodafone bætir núna við 3x10GB (5100kr) án þess að spyrja prest né kóng og án möguleika á að slökkva á því. Mesta vitleysa sem ég hef séð hjá ISP á Íslandi, ever.

Það er absúrd að þetta sé default já, og þessar afsakanir hjá ISPum um að þetta fækki kvörtunum er þvæla til að covera græðgina. Fólk sem fær automatískt viðbótarniðurhal klárar það oftast hratt og örugglega án þess að hafa hugmynd um það, og hringir síðan alveg jafn pirrað, 1700kr fátækara og vantar samt meira til að fá nothæft net.

Re: TAL

Sent: Mán 29. Júl 2013 00:25
af valdij
Ég er hjá Vodafone - fór í fyrsta skipti yfir erlenda downloadið í þessum mánuði og það bættist automatískt 1x10gb [1x1700]. Hafði ekki hugmynd um að það myndi gerast automatískt, hvað þá tvisvar. Kláraði þessi 10 auka gb og þá fékk ég annan póst að önnur 10gb [1x1700kr] hafi verið skuldfærð af kortinu mínu.

Re: TAL

Sent: Mán 29. Júl 2013 00:40
af Viktor
Held að öll félögin bæti við nema Hringdu, sé þetta allavega ekki í þeirra skilmálum í fljótu bragði.

Síminn 1x10GB 1700 kr.
Vodafone 3x10GB 5100 kr.
Tal 3x10GB 5100 kr.

Rökin eru þau að margir tækniheftir fatta ekki að það er búið að cappa þau og halda að þjónustufyrirtækið sé þá með lélegt internet.
Hin rökin eru þau að þú eigir að fylgjast með þinni notkun og passa upp á hana, ef þú notar meira þá ertu ekki í réttri áskriftarleið.

Það er mjög ólíklegt að þessar download tölur séu rangar, fólk gerir sér oft ekki grein fyrir því hvað er að gerast í tölvunum þeirra.

Re: TAL

Sent: Mán 29. Júl 2013 01:36
af AntiTrust
Sallarólegur skrifaði:Rökin eru þau að margir tækniheftir fatta ekki að það er búið að cappa þau og halda að þjónustufyrirtækið sé þá með lélegt internet.
Hin rökin eru þau að þú eigir að fylgjast með þinni notkun og passa upp á hana, ef þú notar meira þá ertu ekki í réttri áskriftarleið.

Það er mjög ólíklegt að þessar download tölur séu rangar, fólk gerir sér oft ekki grein fyrir því hvað er að gerast í tölvunum þeirra.


Rökin falla samt um sjálf sig. Það eina sem gerist í meirihluta tilfella er að í staðinn fyrir að cappast strax, þá bætast við önnur 10GB og þau klárast. Hvað gerist svo? Jú, nákvæmlega þetta, fólkið heldur að það sé e-ð að tengingunni hjá sér og hringir í þjónustuverið sitt. Þar er því tjáð að ekki nóg með að gagnamagnið þeirra sé búið, heldur er búið að bæta við meira ofaná það, rukka auka 1700kr og það gagnamagn er LÍKA búið.

Fyrir vikið er viðskiptavinurinn, sem hefði verið hægt að útskýra fyrir í símtalinu hvað veldur því að gagnamagn klárist og bjóða viðbótargagnamagn, pirraður og líður líkt og hann hafi verið féflettur útaf e-rri agnarsmárri klausu í samning sem nær enginn starfsmaður bendir á þegar þjónustan er keypt upphaflega, og sjálfkrafa 1700kr fátækari.

Þetta sjálfvirka gagnamagn er fáránlegt, alveg sama hver á í hlut. Sá eini sem er hinsvegar virkilega að drulla upp á bak og annan hring í viðbót með það, er Vodafone.

Re: TAL

Sent: Mán 29. Júl 2013 08:20
af KermitTheFrog
AntiTrust skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Rökin eru þau að margir tækniheftir fatta ekki að það er búið að cappa þau og halda að þjónustufyrirtækið sé þá með lélegt internet.
Hin rökin eru þau að þú eigir að fylgjast með þinni notkun og passa upp á hana, ef þú notar meira þá ertu ekki í réttri áskriftarleið.

Það er mjög ólíklegt að þessar download tölur séu rangar, fólk gerir sér oft ekki grein fyrir því hvað er að gerast í tölvunum þeirra.


Rökin falla samt um sjálf sig. Það eina sem gerist í meirihluta tilfella er að í staðinn fyrir að cappast strax, þá bætast við önnur 10GB og þau klárast. Hvað gerist svo? Jú, nákvæmlega þetta, fólkið heldur að það sé e-ð að tengingunni hjá sér og hringir í þjónustuverið sitt. Þar er því tjáð að ekki nóg með að gagnamagnið þeirra sé búið, heldur er búið að bæta við meira ofaná það, rukka auka 1700kr og það gagnamagn er LÍKA búið.

Fyrir vikið er viðskiptavinurinn, sem hefði verið hægt að útskýra fyrir í símtalinu hvað veldur því að gagnamagn klárist og bjóða viðbótargagnamagn, pirraður og líður líkt og hann hafi verið féflettur útaf e-rri agnarsmárri klausu í samning sem nær enginn starfsmaður bendir á þegar þjónustan er keypt upphaflega, og sjálfkrafa 1700kr fátækari.

Þetta sjálfvirka gagnamagn er fáránlegt, alveg sama hver á í hlut. Sá eini sem er hinsvegar virkilega að drulla upp á bak og annan hring í viðbót með það, er Vodafone.


Ég sé ekki hvað er svona rangt við þetta þegar fólk er látið vita af breytingunni. Ég man eftir að hafa fengið póst með tilkynningu um allar breytingar sem verða á skilmálum hjá TAL.

Svo held ég nú að hver sá aðili sem nær að klára gagnamagnið sitt viti alveg afhverju.

Re: TAL

Sent: Mán 29. Júl 2013 08:27
af rickyhien
er það e-d erfitt fyrir þessum fyrirtækjum að búa til forrit fyrir notendum til að fylgjast með notkun án þess að þurfa að fara inná síðuna þeirra og logga inn? Þeir gera síma app fyrir 3G notkun...afhverju ekki e-d fyrir tölvum líka?

Re: TAL

Sent: Mán 29. Júl 2013 09:26
af AntiTrust
KermitTheFrog skrifaði:
Ég sé ekki hvað er svona rangt við þetta þegar fólk er látið vita af breytingunni. Ég man eftir að hafa fengið póst með tilkynningu um allar breytingar sem verða á skilmálum hjá TAL.

Svo held ég nú að hver sá aðili sem nær að klára gagnamagnið sitt viti alveg afhverju.


Það sem er rangt er að þetta er ekki val. Það er verið að neyða neytendur til þess að sætta sig við mögulegt aukagjald, sem þau geta í raun ekki komið í veg fyrir nema með því að unplugga routernum. Og nei - gagnamagnsnotkun hefur nákvæmlega ekkert að segja til um vitneskju aðila. Hvað með ömmur og afa með 1-10GB leiðir? Eða venjulega Jón út í bæ, sem veit ekki muninn á SD og HD og sonurinn ekki heldur, en hann sækir þó allt í HD því það er hip og kúl þessa dagana?

Léleg vara er engu betri þótt ég hafi fengið formlega tilkynningu um að héreftir fengi ég lélega vöru, sérstaklega þegar það er fátt annað að leita.

Re: TAL

Sent: Mán 29. Júl 2013 12:13
af KermitTheFrog
rickyhien skrifaði:er það e-d erfitt fyrir þessum fyrirtækjum að búa til forrit fyrir notendum til að fylgjast með notkun án þess að þurfa að fara inná síðuna þeirra og logga inn? Þeir gera síma app fyrir 3G notkun...afhverju ekki e-d fyrir tölvum líka?


Þarft ekki að logga inn hja tal. Eg er með siðuna bookmarkaða. Ekki flokið...

Sent from my GT-I9505 using Tapatalk 4 Beta

Re: TAL

Sent: Mán 29. Júl 2013 12:30
af Viktor
AntiTrust skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Rökin eru þau að margir tækniheftir fatta ekki að það er búið að cappa þau og halda að þjónustufyrirtækið sé þá með lélegt internet.
Hin rökin eru þau að þú eigir að fylgjast með þinni notkun og passa upp á hana, ef þú notar meira þá ertu ekki í réttri áskriftarleið.

Það er mjög ólíklegt að þessar download tölur séu rangar, fólk gerir sér oft ekki grein fyrir því hvað er að gerast í tölvunum þeirra.


Rökin falla samt um sjálf sig. Það eina sem gerist í meirihluta tilfella er að í staðinn fyrir að cappast strax, þá bætast við önnur 10GB og þau klárast. Hvað gerist svo? Jú, nákvæmlega þetta, fólkið heldur að það sé e-ð að tengingunni hjá sér og hringir í þjónustuverið sitt. Þar er því tjáð að ekki nóg með að gagnamagnið þeirra sé búið, heldur er búið að bæta við meira ofaná það, rukka auka 1700kr og það gagnamagn er LÍKA búið.

Fyrir vikið er viðskiptavinurinn, sem hefði verið hægt að útskýra fyrir í símtalinu hvað veldur því að gagnamagn klárist og bjóða viðbótargagnamagn, pirraður og líður líkt og hann hafi verið féflettur útaf e-rri agnarsmárri klausu í samning sem nær enginn starfsmaður bendir á þegar þjónustan er keypt upphaflega, og sjálfkrafa 1700kr fátækari.

Þetta sjálfvirka gagnamagn er fáránlegt, alveg sama hver á í hlut. Sá eini sem er hinsvegar virkilega að drulla upp á bak og annan hring í viðbót með það, er Vodafone.


Ef fólk fer yfir gagnamagnið, þá er það í rangri áskriftarleið.

Re: TAL

Sent: Mán 29. Júl 2013 12:36
af Frantic
Það er sendur póstur tvisvar áður en þú ferð yfir gagnamagnið til að láta þig vita að það verður bætt við aukagagnamagn svo að þú lendir ekki í cappi. (80% og 100%)
Það er ekkert mál að hafa samband til að slökkva á þessu.
Ef þú fullnýtir gagnamagnið þitt yfir mánuðinn er hámarkið sjálfkrafa fært upp um 10GB á verði gildandi verðskrár. Með þessu móti skerðist ekki nethraði tengingar sökum þess að gagnamagn er fullnýtt.


Ef þú kærir þig ekki um ofangreinda þjónustu, hvetjum við þig til að láta okkur vita í síma 1817 eða með því að senda okkur tölvupóst á tal@tal.is. Þá er hægt á nettengingunni þinni um leið og gagnamagn er fullnýtt í stað þess að heildargagnamagn sé sjálfkrafa fært upp um 10 GB. Nettengingin nær eðlilegum hraða að nýju um leið og nýtt tímabil hefst þann fyrsta næsta mánaðar.

Re: TAL

Sent: Mán 29. Júl 2013 12:47
af DoofuZ
Bíddu, eru menn ekki að nota gagnamagns tólið? Maður þarf ekki að opna einhverja síðu til að skoða stöðuna með það á skjánum :)

Re: TAL

Sent: Mið 14. Ágú 2013 09:21
af hallihg
Til að stofna ekki nýjan þráð um margrætt mál:

hvernig eru hraðamál hjá notendum Tal þessar vikurnar? Er niðurhal erlendis frá jafn hægt og það var? Er fyrirtækið búið að auka hlutdeild sína í sæstrengs bandvídd til þess að þetta bitni ekki á kúnnum á álagstímum?

Re: TAL

Sent: Mið 14. Ágú 2013 09:49
af AntiTrust
Sallarólegur skrifaði:Ef fólk fer yfir gagnamagnið, þá er það í rangri áskriftarleið.


Ég myndi hugsanlega taka undir þetta ef símafyrirtæki myndu núlla út kostnaðinn við það viðbótargagnamagn sem búið er að kaupa sjálfkrafa þegar/ef þú hækkar þig upp um áskriftarleið. Þannig er það í langfæstum tilfellum. Svo er fullt af fólki með stærstu leiðirnar, og klárar það. Ef ég er að kaupa 250GB leið hjá Vodafone á 8.670kr á mánuði, þá er ég viljugur að borga þann pening fyrir það gagnamagn. Ég er ekki að kaupa möguleikann á 280GB fyrir 13.770. Afhverju að stoppa þar? Afhverju ekki þá allteins að hafa þetta valkvæmt og leyfa VV að ráða hversu hátt thresholdið er, annaðhvort í GB eða Kr?

Ég stend við fyrri skoðanir. Þetta er fáránlegur viðskiptaháttur.