Síða 1 af 1
Router hjá Vodafone
Sent: Fim 25. Júl 2013 22:14
af Gassi
Nú var ég að færa mig frá Tal yfir í Vodafone því ég var að heyra svo góða hluti þar og þegar allt er komið þá fer ég á speedtest.net og er bara að fá steady 35mb í gegnum wifi, þegar ég var með steady 70mb hjá tal. Ræddi við einhvern gæja þarna í heillangan tíma og hann sagði mer að wifi dótið væri örugglega bilað svo ég skipti um router en sama vandamál. ef ég er beintengdur í boxið fæ ég steady 80mb. Er þessi stock router hjá Vodafone einhvað drasl eða er ég að lenda á öðrum gölluðum? því ég er ekki að tíma að kaupa mér router held mig bara við tal ef þetta verður ekki lagað.
Re: Router hjá Vodafone
Sent: Fim 25. Júl 2013 22:24
af Bioeight
Ef Vodafone er ennþá með Bewan router þá hef ég ekki góða reynslu af þeim. Besta lausnin er því miður að kaupa sér almennilegan router.
Re: Router hjá Vodafone
Sent: Fim 25. Júl 2013 22:41
af Gassi
Nei Zhone 6748 einhvað, finn ekkert um þennan router á netinu samt myndi fá mér nýjann router ef ég ætti nú efni á því en ég hugsa að ég haldi mig bara við tal nema þeir reddi þessu.. Ætlaði ekki að minnka við mig
Re: Router hjá Vodafone
Sent: Fim 25. Júl 2013 23:32
af GrimurD
Þessi router er sér smíðaður fyrir Vodafone á Íslandi, ert því ekkert að finna neitt um hann online.
En hann ræður ekki við mikið meira en 35-40Mbps yfir wifi. hef samt ekki prufað það með hann stilltan á 40mhz, gæti tvöfaldað hraðan. Getur breytt því inni á wifi stillingunum á honum.
Re: Router hjá Vodafone
Sent: Fös 26. Júl 2013 09:27
af Gassi
breytist netið einhvað við það að öðru leiti?
Re: Router hjá Vodafone
Sent: Fös 26. Júl 2013 10:06
af Viktor
Ertu búinn að láta stilla WIFI á Wireless N only?
B/G er bara 54Mbps, svo að 35-40 er mjög góður hraði á þeim stöðlum.
Netspjall Tals er ekki sammála þér með þennan 80Mb hraða sem þú náðir
Ég:
hver er eðlilegur hraði á WIFI með ljósleiðara?
Karl:
það getur verið mismunandi eftir netkortum og fjarlægð frá router, en þú gætir verið að ná svona 20 - 54 mbit
Karl:
beintengdur í ljósleiðarabox myndiru ná svona 90 - 100 MBit