Router hjá Vodafone


Höfundur
Gassi
spjallið.is
Póstar: 499
Skráði sig: Þri 27. Mar 2007 21:33
Reputation: 24
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Router hjá Vodafone

Pósturaf Gassi » Fim 25. Júl 2013 22:14

Nú var ég að færa mig frá Tal yfir í Vodafone því ég var að heyra svo góða hluti þar og þegar allt er komið þá fer ég á speedtest.net og er bara að fá steady 35mb í gegnum wifi, þegar ég var með steady 70mb hjá tal. Ræddi við einhvern gæja þarna í heillangan tíma og hann sagði mer að wifi dótið væri örugglega bilað svo ég skipti um router en sama vandamál. ef ég er beintengdur í boxið fæ ég steady 80mb. Er þessi stock router hjá Vodafone einhvað drasl eða er ég að lenda á öðrum gölluðum? því ég er ekki að tíma að kaupa mér router held mig bara við tal ef þetta verður ekki lagað.




Bioeight
Gúrú
Póstar: 526
Skráði sig: Þri 31. Mar 2009 22:41
Reputation: 6
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Router hjá Vodafone

Pósturaf Bioeight » Fim 25. Júl 2013 22:24

Ef Vodafone er ennþá með Bewan router þá hef ég ekki góða reynslu af þeim. Besta lausnin er því miður að kaupa sér almennilegan router.


Corsair Carbide 400Q| MSI Nvidia 2080| AMD R9 5900X| Gigabyte X470 Aorus Gaming 5| EVGA SuperNOVA 750 G3


Höfundur
Gassi
spjallið.is
Póstar: 499
Skráði sig: Þri 27. Mar 2007 21:33
Reputation: 24
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Router hjá Vodafone

Pósturaf Gassi » Fim 25. Júl 2013 22:41

Nei Zhone 6748 einhvað, finn ekkert um þennan router á netinu samt myndi fá mér nýjann router ef ég ætti nú efni á því en ég hugsa að ég haldi mig bara við tal nema þeir reddi þessu.. Ætlaði ekki að minnka við mig



Skjámynd

GrimurD
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Fös 01. Ágú 2008 13:17
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Router hjá Vodafone

Pósturaf GrimurD » Fim 25. Júl 2013 23:32

Þessi router er sér smíðaður fyrir Vodafone á Íslandi, ert því ekkert að finna neitt um hann online.

En hann ræður ekki við mikið meira en 35-40Mbps yfir wifi. hef samt ekki prufað það með hann stilltan á 40mhz, gæti tvöfaldað hraðan. Getur breytt því inni á wifi stillingunum á honum.


Antec P182 | Asus Sabertooth Z77 | Intel Core i7 3770k @ 4.2ghz | Kingston HyperX 16gb DDR3 @ 1600mhz | Samsung 840 EVO - 240gb SSD | Gigabyte Radeon R9 290 OC 4gb | 3x 24" BenQ G2420HDB


Höfundur
Gassi
spjallið.is
Póstar: 499
Skráði sig: Þri 27. Mar 2007 21:33
Reputation: 24
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Router hjá Vodafone

Pósturaf Gassi » Fös 26. Júl 2013 09:27

breytist netið einhvað við það að öðru leiti?



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Router hjá Vodafone

Pósturaf Viktor » Fös 26. Júl 2013 10:06

Ertu búinn að láta stilla WIFI á Wireless N only?

B/G er bara 54Mbps, svo að 35-40 er mjög góður hraði á þeim stöðlum.

Netspjall Tals er ekki sammála þér með þennan 80Mb hraða sem þú náðir :)

Ég:
hver er eðlilegur hraði á WIFI með ljósleiðara?
Karl:
það getur verið mismunandi eftir netkortum og fjarlægð frá router, en þú gætir verið að ná svona 20 - 54 mbit
Karl:
beintengdur í ljósleiðarabox myndiru ná svona 90 - 100 MBit


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB