Léleg afsökun!
Sent: Þri 08. Apr 2003 15:45
Ætla ég að leyfa ykkur kæru vaktamenn að sjá þetta.
-----Original Message-----
From: Internetþjónusta Margmiðlunar [mailto:hjalp@mi.is]
Sent: 1. apríl 2003 09:20
To: 'xxx@xxx.is'
Subject: Ping vandamál
Kæri notandi.
Undanfarið hafa Margmiðlun borist fjölmargar kvartanir um lélegan svartíma á leikjamiðlurum okkar. Þar sem okkur er mikið í mun um að viðskiptavinir okkar séu ánægðir með þessa þjónustu , þá höfum við gert allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að rætur þessa vandamáls liggi ekki hjá okkur. Skýringin á þessu ástandi er eftirfarandi.
ADSL kerfi Landsímans er byggt upp á punktum sem eru samtengdir í einn miðpunkt. Þaðan fer svo umferðin yfir ATM net Landsímans til þeirra þjónustuaðila sem bjóða upp á ADSL fyrir sína viðskiptavini.
Lítil og einföld skýringarmynd einfaldar þessa lýsingu:
ADSL Módem <-----> Símstöð Landsímans <----> ATM kerfi Landsímans <----> Margmiðlun (Á sama stað og allir aðrir netþjónustuaðilar) <----> Internetið
Margmiðlun hefur í kjölfar kvartana marguppfært stærðina á ATM sambandi sínu við Landsímann og eins hefur sambandið við útlandagátt Landsímans verið stækkað af svipuðum ástæðum. Einnig hefur verið fylgst vel með álagi á beinum (routerum) sem þessi sambönd fara um, til að ganga úr skugga um að flöskuhálsinn liggi ekki hér hjá okkur.
Nú hefur borið á því að einhverjar tengingar frá ADSL punktunum í miðpunktinn hafa verið mjög hlaðnar í sumum tilfellum og lýsir það sér meðal annars í lélegum svartíma, en lélegur svartími er oft fyrsta merki þess að flutningsleið sé orðin ofhlaðin. Þetta sýnir sig best í því að sumir viðskiptavinir fá mjög góðan svartíma á meðan aðrir fá lélegan, og oft á tíðum mjög lélegan svartíma.
Bilunin liggur því auðsýnilega í búnaði Landsímans. Viðskiptavinir úr öllum hverfum nota sama endabúnaðinn hjá Margmiðlun og ætti því svartíminn að vera jafn lélegur alls staðar ef bilunin væri innan veggja hjá okkur.
Landsíminn hefur viðurkennt að þetta sé vandamál og er að vinna í að finna viðeigandi lausn. Við munum láta alla okkar viðskiptavini vita um leið og talið er að slík lausn hafi fundist og munum fylgja því eftir með því að fá fram staðfestingu á því að þetta sé í raun komið í lag.
Kveðja,
Þjónustudeild Margmiðlunar,
S: 575-7070.
með kveðju,
Brynhildur Ásta Bjartmarz,
Þjónustufulltrúii,
Margmiðlun hf.
______________
Ég veit ekki um ykkur, en þetta bréf fer voðalega í mín nerfs.
Þetta er engan veginn! ENGAN VEGINN! nógu góð afsökun.
Vildi bara fá álit ykkar á þessu.
-----Original Message-----
From: Internetþjónusta Margmiðlunar [mailto:hjalp@mi.is]
Sent: 1. apríl 2003 09:20
To: 'xxx@xxx.is'
Subject: Ping vandamál
Kæri notandi.
Undanfarið hafa Margmiðlun borist fjölmargar kvartanir um lélegan svartíma á leikjamiðlurum okkar. Þar sem okkur er mikið í mun um að viðskiptavinir okkar séu ánægðir með þessa þjónustu , þá höfum við gert allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að rætur þessa vandamáls liggi ekki hjá okkur. Skýringin á þessu ástandi er eftirfarandi.
ADSL kerfi Landsímans er byggt upp á punktum sem eru samtengdir í einn miðpunkt. Þaðan fer svo umferðin yfir ATM net Landsímans til þeirra þjónustuaðila sem bjóða upp á ADSL fyrir sína viðskiptavini.
Lítil og einföld skýringarmynd einfaldar þessa lýsingu:
ADSL Módem <-----> Símstöð Landsímans <----> ATM kerfi Landsímans <----> Margmiðlun (Á sama stað og allir aðrir netþjónustuaðilar) <----> Internetið
Margmiðlun hefur í kjölfar kvartana marguppfært stærðina á ATM sambandi sínu við Landsímann og eins hefur sambandið við útlandagátt Landsímans verið stækkað af svipuðum ástæðum. Einnig hefur verið fylgst vel með álagi á beinum (routerum) sem þessi sambönd fara um, til að ganga úr skugga um að flöskuhálsinn liggi ekki hér hjá okkur.
Nú hefur borið á því að einhverjar tengingar frá ADSL punktunum í miðpunktinn hafa verið mjög hlaðnar í sumum tilfellum og lýsir það sér meðal annars í lélegum svartíma, en lélegur svartími er oft fyrsta merki þess að flutningsleið sé orðin ofhlaðin. Þetta sýnir sig best í því að sumir viðskiptavinir fá mjög góðan svartíma á meðan aðrir fá lélegan, og oft á tíðum mjög lélegan svartíma.
Bilunin liggur því auðsýnilega í búnaði Landsímans. Viðskiptavinir úr öllum hverfum nota sama endabúnaðinn hjá Margmiðlun og ætti því svartíminn að vera jafn lélegur alls staðar ef bilunin væri innan veggja hjá okkur.
Landsíminn hefur viðurkennt að þetta sé vandamál og er að vinna í að finna viðeigandi lausn. Við munum láta alla okkar viðskiptavini vita um leið og talið er að slík lausn hafi fundist og munum fylgja því eftir með því að fá fram staðfestingu á því að þetta sé í raun komið í lag.
Kveðja,
Þjónustudeild Margmiðlunar,
S: 575-7070.
með kveðju,
Brynhildur Ásta Bjartmarz,
Þjónustufulltrúii,
Margmiðlun hf.
______________
Ég veit ekki um ykkur, en þetta bréf fer voðalega í mín nerfs.
Þetta er engan veginn! ENGAN VEGINN! nógu góð afsökun.
Vildi bara fá álit ykkar á þessu.