Síða 1 af 1
Plex media server
Sent: Mið 03. Júl 2013 22:08
af juggernaut
Jæja herramenn. Nú var ég loksins að versla mér sér vél sem á að notast eingöngu sem geymsla fyrir margmiðunarefni og til að keyra PMS.
Vélin verður inn í geymslu við hliðina á ljósleiðaraboxinu og frá henni liggja cat6 kaplar á aðra staði í íbúðinni. Inn í stofu er ég með roku sem ég nota til að spila efnið.
Núna er ég bara með PMS uppsett á borðvélinni minni þannig að þegar ég næ í nýtt efni get ég flokkað það um leið. Spurningin er, Hvað þarf ég að gera til að geta downloadað í borðtölvunni minni og efnið niðurhalist á servernum?
Eins veit ég ekki hvað ég á að gera til að geta stjórnað og flokkað efnið á servernum og raðað því í réttar möppur úr borðtölvunni.
Allar hugmyndir eru vel þegnar
Re: Plex media server
Sent: Mið 03. Júl 2013 22:13
af Oak
setja upp Sickbeard og Sabnzbd á serverinn og stilla þetta allt saman vel og þá sækir þetta allt fyrir þig sjálfkrafa
Re: Plex media server
Sent: Mið 03. Júl 2013 22:18
af juggernaut
Ok takk, er þetta eitthvað sem ég er lengi að læra á?
Annars vill ég náttúrulega líka geta valið myndir og svoleiðis til að niðurhala
Re: Plex media server
Sent: Mið 03. Júl 2013 22:57
af Oak
Re: Plex media server
Sent: Mið 03. Júl 2013 23:18
af AntiTrust
Ég nota chrome addon sem heitir Silent Torrent DL og sendir öll torrent beint í utorrent clientinn á VM vélinni sem sér um slíkt. Fyrir autodownload, scraping á metadata, autoflokkun og cleanup nota ég MediaCenterMaster, og er það hverrar krónu virði.
Re: Plex media server
Sent: Mið 03. Júl 2013 23:20
af juggernaut
Þessi linkur sem þú komst með er flottur.
Annars fann ég gamalt svar frá Antitrust þar sem hann mælir með " Chrome með Remote Torrent adder og uTorrent mini client."
Skoða þetta allt. takk takk
edit. sé svarið þitt núna Antitrust , takk takk þú ert þá að nota keypta útgáfu er það ekki? Er hún einföld í notkun?
Re: Plex media server
Sent: Mið 03. Júl 2013 23:35
af Oak
nær MediaCenterMaster í torrentið fyrir þig? AntiTrust
Re: Plex media server
Sent: Mið 03. Júl 2013 23:38
af AntiTrust
Oak skrifaði:nær MediaCenterMaster í torrentið fyrir þig? AntiTrust
Allir þættir sem eru í libraryinu og eru ongoing sækir hann sjálfkrafa, í þeim gæðum og formats sem ég bið um. Get líka handvalið hvaða seríur hann á að halda up to date ef ég vil. Get líka beðið forritið um að sækja allar myndir sem koma út og fá yfir x,x í einkun á IMDB, já eða jafnvel sækja allar myndir sem ég á í SD, í HD.
Re: Plex media server
Sent: Mið 03. Júl 2013 23:40
af juggernaut
AntiTrust skrifaði:
Allir þættir sem eru í libraryinu og eru ongoing sækir hann sjálfkrafa, í þeim gæðum og formats sem ég bið um. Get líka handvalið hvaða seríur hann á að halda up to date ef ég vil. Get líka beðið forritið um að sækja allar myndir sem koma út og fá yfir x,x í einkun á IMDB, já eða jafnvel sækja allar myndir sem ég á í SD, í HD.
Og geturðu valið af hvaða torrentsíðum hann er að sækja þetta?
Re: Plex media server
Sent: Mið 03. Júl 2013 23:45
af AntiTrust
juggernaut skrifaði:
Og geturðu valið af hvaða torrentsíðum hann er að sækja þetta?
Get valið torrentbutler.eu, eztv.it, thepiratebay.sx, kickass.to og newtorrents.info.
Re: Plex media server
Sent: Fim 04. Júl 2013 20:38
af juggernaut
Eitt enn, hvernig stjórna ég MCM í vélinni. get ég fjarstýrt því úr annari tölvu á heimilinu?
Re: Plex media server
Sent: Fim 04. Júl 2013 21:29
af AntiTrust
juggernaut skrifaði:Eitt enn, hvernig stjórna ég MCM í vélinni. get ég fjarstýrt því úr annari tölvu á heimilinu?
Nei, ekkert remote function. Þetta forrit er líka gert bara til að keyra í bakgrunninum sjálfstætt, ég veit í rauninni ekki til hvers maður gæti notað remote functions á MCM. Maður setur það upp og stillir það, hvaða þætti það á að vera að sækja etc og svo mallar það bara. Annars er auðvitað ekkert mál að remote-a sig inná vélina ef þess þarf.
Re: Plex media server
Sent: Fim 04. Júl 2013 21:33
af juggernaut
Ok takk fyrir það, ég var farinn að flækja hlutina örlítið í hausnum á mér.