Síða 1 af 1

Eldra OS fer ekki !

Sent: Lau 29. Jún 2013 13:57
af gillirabbi
Sælir Vaktarar,

Ég var að formatta gamlan WD sata harða disk, sem var með XP uppsett (var búið að vera eitthvað vesen á því síðast þegar hann var notaður).
Setti XP upp aftur á honum eftir að hafa formattað hann og skildi ekkert partition eftir.

Þegar tölvan er ræst kemur hún með option um að velja stýrikerfi; bæði XP Professional.
Svo virðist vera sem einhverjar leifar eru eftir af gamla setup-inu.

Get ekki séð í management eða á drifinu sjálfu að eitthvað sé eftir af gömlu uppsetningunni.

Ef ég vel gamla setup-ið við startup kemur villumelding:

"Windows could not start because of a computer disk hardware configuration problem..."

Ef ég svo vel nýja setup-ið keyrir hún eðlilega.

Þetta er svo sem ekkert mikið issue en mig langar bara að losna við það að fá option um að velja stýrikerfi, þar sem gamla er nú einu sinni ónýtt.

Einhver ráð ? Get reynt að veita meiri upplýsingar ef þess er þörf ?

Með fyrirfram þökk,
gillirabbi

Re: Eldra OS fer ekki !

Sent: Lau 29. Jún 2013 14:10
af beatmaster
Haltu inni Windows takkanum og r og skrifaðu msconfig og ýttu á enter, veldu boot flipan í glugganum sem að opnast og þar áttu að geta valið minnir mig check for boot path (eitthvað þannig) og stýrikerfið ætti að finna gömlu OS staðsetninguna og taka hana í burtu. þá ættirðu ekki að lenda í þessu eftir að þú restartar

Re: Eldra OS fer ekki !

Sent: Lau 29. Jún 2013 20:49
af gillirabbi
That's it. Þakka þér kærlega fyrir!