Síða 1 af 1

Vmware Esxi og Server 2012 license

Sent: Þri 25. Jún 2013 21:52
af Hjaltiatla
Sælir/Sælar

Var að pæla hvort einhver hérna inni gæti svarað mér spurningu sem snýr að því að nýta Windows server 2012 Datacenter leyfi í vmware Esxi umhverfi.
Það á skv Ms að vera hægt að keyra ótakmarkaðan fjölda af vm instance-um , var þá að pæla er þá eingöngu átt við í gegnum Hyper-v ?

Þar sem ég ætla að keyra á einni vél hypervisorinn þá væri það mun skárri kostur að geta nýtt mér vmware Esxi þar sem mér einfaldlega líka betur við það umhverfi.
Hins vegar þar sem ég á MSDN leyfi til að fikta með þá útiloka ég ekki Hyper-v möguleikann ef uppsetning á ESXI flækir hlutina of mikið.

Fyrirfram þakkir

Re: Vmware Esxi og Server 2012 license

Sent: Þri 25. Jún 2013 22:00
af AntiTrust
Hm, ætlaru að reyna að keyra WS2012 sem Hyper-V host, á ESXi physical host?

Re: Vmware Esxi og Server 2012 license

Sent: Þri 25. Jún 2013 22:03
af Hjaltiatla
Það var svona hugdetta í manni, þar sem maður hafði áhuga á að hafa test labið Linux friendly fyrir php/python fikt í Esxi umhverfinu (Ekkert must en væri betra)

edit:Er að pæla hvað væri besta lausnin að nýta Datacenter leyfið ef maður myndi fara útí Esxi

Re: Vmware Esxi og Server 2012 license

Sent: Þri 25. Jún 2013 22:07
af AntiTrust
Hjaltiatla skrifaði:Það var svona hugdetta í manni, þar sem maður hafði áhuga á að hafa test labið Linux friendly fyrir php/python fikt í Esxi umhverfinu (Ekkert must en væri betra)

edit:Er að pæla hvað væri besta lausnin að nýta Datacenter leyfið ef maður myndi fara útí Esxi


Ég er nokkuð viss um það að þú getur ekki keyrt Hyper-V sem hypervisor ofan á öðrum hypervisor. WS2012 þyrfti að vera uppsettur sem host/hypervisor til að nýta datacenter leyfin.

Re: Vmware Esxi og Server 2012 license

Sent: Þri 25. Jún 2013 22:13
af Hjaltiatla
Jamm maður var öruggur með það að það væri ekki hægt að keyra hypervisor ofan á öðrum hypervisor.
Bara var ekki klár á leyfis hlutanum þ.e hvort það væri hægt að tvinna þetta að einhverju leyti inní Esxi umhverfið og geta nýtt leyfin.
Reikna með að henda upp litlu járni fyrir hinar pælinganar mínar.

Takk fyrir svarið

Re: Vmware Esxi og Server 2012 license

Sent: Þri 25. Jún 2013 22:17
af Revenant
Datacenter er license-að eftir physical cpu socket-um. Skiptir engu hvort hypervisorinn sé vmware eða hyper-v.
M.ö.o. þá geturu license-að einn physical server (ath það eru alltaf 2 physical cpu í leyfinu) með datacenter útgáfu og keyrt eins margar virtual vélar á þeim server og þú getur.

Hinsvegar þá eru reglurnar varðandi MSDN lykla öðruvísi og get því ekki svarað fyrir það.

Re: Vmware Esxi og Server 2012 license

Sent: Þri 25. Jún 2013 22:24
af Hjaltiatla
Revenant skrifaði:Datacenter er license-að eftir physical cpu socket-um. Skiptir engu hvort hypervisorinn sé vmware eða hyper-v.
M.ö.o. þá geturu license-að einn physical server (ath það eru alltaf 2 physical cpu í leyfinu) með datacenter útgáfu og keyrt eins margar virtual vélar á þeim server og þú getur.

Hinsvegar þá eru reglurnar varðandi MSDN lykla öðruvísi og get því ekki svarað fyrir það.


Hmmm... ef svo er þá er það alveg very nice uppá mínar pælingar. Reyni að grafa upp smá info um MSDN leyfi keyrandi í Vmware við tækifæri (eða sendi póst á Microsoft og spyr þá útí þetta) ef svör berast ekki í þráðinn.

Re: Vmware Esxi og Server 2012 license

Sent: Fös 12. Júl 2013 15:22
af Hjaltiatla
Var að pæla með networking uppsetningu á Server 2012 standard vél og Server 2012 datacenter vél.
Það sem ég er að velta fyrir mér þar sem ég hef verið að vinna minnst lítið í networking málum sjálfur á MS serverum bara þetta basic fikt (og aðallega í lab environment í uppsetningu á serverum) hvernig væri best að stilla umhverfið hér heima fyrir í live umhverfi (basicly þetta eru lögleg Microsoft leyfi og hafði hugsað mér að leyfa þessum vélum að keyra á mínu networki og geta tengst á mínum client vélum eftir þörfum t.d við MS file server og þess háttar).

Það sem ég var að pæla er ISP routerinn og hvernig væri best að stilla DNS og DHCP á networkinu (einnig uppá það að clientar geti tengst wi-fi).Væri best að setja upp annan router undir ISP router á öðru subneti og hafa MS server með AD, DNS og DHCP role setta upp á því subnetti. Aðallega að pæla hvernig best væri að stilla hlutina á þæginlegan máta svo að DNS,DHCP og Wi-fi verði ekki með vesen á networkinu þ.e ef maður er að fara úti að setja upp domain og joina clienta á domainið (kannski er maður að ofhugsa hlutina en ákvað að athuga hvort einhver gæti svarað mér þar sem maður er ekki að kveikja á fattinu sjálfur svona í fljótu).

Re: Vmware Esxi og Server 2012 license

Sent: Þri 16. Júl 2013 22:02
af Hjaltiatla
Taka tvö :)

Ætla að athuga hvort einhver geti svarað mér varðandi það að setja upp MS server á heimaneti. Er ekki alveg löglegt að disable-a dhcp á isp router , setja upp Server með Active directory,dns og Dchp role-i serverinn með fasta ip tölu 192.168.1.2 og stilla default gateway á þeim server 192.168.1.1 og hafa primary dns 192.168.1.2 og secondary dns 192.168.1.1 (til að fara út af internal networkinu) og stilla Dhcp scopeið á server t.d frá 192.168.1.100-192.168.1.200. En þá kemur það að því að tengjast þráðlaust , hvernig væri best að leysa það (væri ráðlagt að setja upp annað netkort á server og tengja access punkt til þess að dhcp virki almennilega fyrir clienta til að tengjast þráðlaust) Öll ráð vel þegin.

Re: Vmware Esxi og Server 2012 license

Sent: Mið 17. Júl 2013 03:39
af gRIMwORLD
Þú verður náttúrulega að slökkva á dhcp á routernum til að vera með það virkt á servernum og þá fá wifi vélar úthlutaða tölu frá servernum. Ef þú vilt vera með sér subnet fyrir wifi þá myndiru þurfa að vera með access point og aukanetkort í servernum, eða router/switch með vlan möguleika.

Re: Vmware Esxi og Server 2012 license

Sent: Mið 17. Júl 2013 03:53
af Hjaltiatla
All right , Ekkert mál svo sem að fiffa það til ef maður googlar sig til, væri þá málið að henda upp Routing and Remote Access Service (RRAS) til þess að geta spjallað við serverinn á öðru subnetti via Remote desktop á wi-fi client vélum (er það the rétta leiðin að þessu) og mappa drif ?