Síða 1 af 1

Hvaða VDSL router mæliði með?

Sent: Fim 20. Jún 2013 22:58
af GuðjónR
Nú eru menn frá Mílu í óða önn að grafa í sundur allt hverfið og það á að vera komið ljósnet hérna innan skamms.
Ég hafði samband við hringdu og þeir bjóða upp á TG789vn á 9990.- Ég nota AirportExtreme til að routera WiFi innanhúss en þegar ljósnetið verður virkt þá vantar mig gott VDSL módem, þarf ekkert að vera WiFi því ég slekk hvort sem er á þeim fídus.
Hvaða módemi mæliði með?
Mynd

Re: Hvaða VDSL router mæliði með?

Sent: Fim 20. Jún 2013 23:20
af Plushy
TG789vn á að vera fínn, svona standard router fyrir VDSL tengingar

Re: Hvaða VDSL router mæliði með?

Sent: Fös 21. Jún 2013 00:13
af BugsyB
589v2 er betri - hann er stabili en 789 en 789 er með cool aukafídusum sem 589 er ekki með eins og ipsima og ftp server möguleika (tengja flakkara beint við routerinn)

Re: Hvaða VDSL router mæliði með?

Sent: Fös 21. Jún 2013 00:17
af GuðjónR
BugsyB skrifaði:589v2 er betri - hann er stabili en 789 en 789 er með cool aukafídusum sem 589 er ekki með eins og ipsima og ftp server möguleika (tengja flakkara beint við routerinn)


Magnað að þú skulir minnast á 589v2 því mér var að bjóðast svoleiðis tæki fyrir 20 mínútum síðan :)
Ég þarf ekki ftp server né ipsíma en stöðugleiki og hraði er hinsvegar mjög mikilvægt.

Re: Hvaða VDSL router mæliði með?

Sent: Fös 21. Jún 2013 11:45
af Icarus
Möguleikarnir í þessum technicolor routerum eru hvorteðer hálf fatlaðir.

IP-sími virkar ekki almennilega í 789 og er eintómt vesen.

Kosturinn við hann er að hann er einnig með WAN port ef þú færir í ljósleiðara, annars myndi ég taka 589vn v2, finnst hann líka snyrtilegri.

Re: Hvaða VDSL router mæliði með?

Sent: Fös 21. Jún 2013 18:39
af steinarorri
Má ég bæta við spurninguna?

Hvaða VDSL router mælið þið með sem er líka með Gigabit tengjum?

Re: Hvaða VDSL router mæliði með?

Sent: Fös 21. Jún 2013 19:50
af arons4
GuðjónR skrifaði:
BugsyB skrifaði:589v2 er betri - hann er stabili en 789 en 789 er með cool aukafídusum sem 589 er ekki með eins og ipsima og ftp server möguleika (tengja flakkara beint við routerinn)


Magnað að þú skulir minnast á 589v2 því mér var að bjóðast svoleiðis tæki fyrir 20 mínútum síðan :)
Ég þarf ekki ftp server né ipsíma en stöðugleiki og hraði er hinsvegar mjög mikilvægt.

Hvað stöðugleika varðar er ég með 789 og það er aldrei neitt vesen á honum, þótt töluvert mikil umferð sé í gegnum hann í báðar áttir.

Re: Hvaða VDSL router mæliði með?

Sent: Fös 21. Jún 2013 20:00
af Icarus
steinarorri skrifaði:Má ég bæta við spurninguna?

Hvaða VDSL router mælið þið með sem er líka með Gigabit tengjum?


Hér stendur að 789 sé með GB Wan port.

http://www.technicolor.com/en/hi/digita ... or-tg789vn

Re: Hvaða VDSL router mæliði með?

Sent: Fös 21. Jún 2013 21:48
af BugsyB
789 er bara með eitt gigabyte port þannig að það gagnast þér ekkert fá sér bara gigabyte swiss

Re: Hvaða VDSL router mæliði með?

Sent: Mán 24. Jún 2013 10:02
af Icarus
BugsyB skrifaði:789 er bara með eitt gigabyte port þannig að það gagnast þér ekkert fá sér bara gigabyte swiss


Jebb, satt.

GB WAN port en 100Mb ethernet port.

Port sem þú notar ekkert ef þú ert á VDSL.

Re: Hvaða VDSL router mæliði með?

Sent: Mán 24. Jún 2013 10:35
af ZoRzEr
Fékk VDSL / Ljósnet hjá Símanum í október 2011. Fékk einn svona Technicolor 789 modem en keypti minn eiginn WAN router frá TP-Link til að nota sem innanhús þráðlaust net og sviss. Það var endalaust vesen þar sem netið var kúplað niður í gegnum routerinn hjá Símanum, þurfti að gera allskonar ævintýr með Technicolor routerinn.

Fékk aðstoð frá Natta í þessum þræði : viewtopic.php?f=18&t=42399&hilit=technicolor&start=25

Annars hæst ánægður með niðurstöðuna hjá mér. Þori samt ekki að hreyfa legg né lið hvað varðar uppsetninguna hjá mér.