stefhauk skrifaði: Get ég semsagt ekki fengið annan router hjá vodafone er semsagt í kjallara heima og routerin er uppi er oft með mjög lélegt netsamband niðri er ekki hægt að fá annan router til að virka líka í kjallaranum ?
Þetta er hægt eins og einarth segir með ap eða wireless extender.
Hins vegar ef þú er með 2 routera þá er oft hægt að configa þá þannig að annar þeirra tengist netinu og er router og hinn configaður þannig að hann er í raun lítið annað en AP eða extender.
Ég tengdi vin minn þarnnig að einn router, Router 1 (t.d. 192.168.1.1), er tengdur við internetið og keyrir dhcp og allt það. Ég tók frá 2-3 ip tölur sem eru ekki úthlutaðar í dhcp.
Hinn, router 2, er tengdur með vír og hafður uppi og er með fasta eina af þessum fráteknu ip tölum (t.d. 192.168.1.2) og stilli gateway á honum á router 1(gateway 192.168.1.1).
Router 2 keyrir ekkert DHCP eða neitt annað, passa upp á það.
WIFI á Router 2 er configað eins og Router 1, með sama ssid og passcode, nema á annari rás (eins langt frá hinum og hægt er t.d. 1 og 11 eða 6 og 11. Nákvæmlega hvaða rás maður notar fer eftir aðstæðum á hverjum stað, hvort það eru fleiri merki í loftinu og þess háttar, maður vill helst minnst conflict.
Gætir þurft að stilla routerana sér, það er hafa slökkt á öðrum meðan þú stillir hinn, því þeir gætu líklega báðir keyrt upp default á sömu IP tölu og báðir farið að deila IP tölum sem er ávísun á vandræði. Þannig að þú slekkur á router 2, stillir router 1, slekkur síðan á router 1 og kveikir á router 2 og stillir hann.
Síðan kemur þú routernum fyrir langt frá hvor öðrum og kveikir á router 1 og svo router 2, Þar sem þeir eru með sama wifi config (nema rásin) þá velja wifi tækin þann sem er með sterkara merkið á hvorum stað, þú þarft því ekki að tengjast öðru neti þegar þú ferð á milli hæða.
Vona að þetta skiljist hjá mér, config getur verið mismunandi milli routera en þetta ætti að virka svona í prisipinu.