Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð


Höfundur
hallihg
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Mið 17. Sep 2003 22:06
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf hallihg » Mið 29. Maí 2013 17:09

Jæja, nú ætlar Vodafone að hækka verðskrárnar 1. júlí næstkomandi. Nógu hátt er þetta orðið, og slappt í mínu tilfelli.

http://www.vb.is/frettir/84521/

Þá séu ráðgerðar breytingar á verðskrá, sem munu taka gildi 1. júlí næstkomandi.


Langar ekki að borga 10k fyrir ljósleiðara og myndlykil fyrir rúv í gegnum leiðarann.

Hvernig var staðan á Hringdu? Var skortur á sæstrengs bandvídd leyst hjá þeim? Þeir eru áberandi ódýrastir.

Er Síminn þess virði, þmt. ljósnetið þeirra?


count von count

Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3206
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Reputation: 61
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf Frost » Mið 29. Maí 2013 17:21

Var að færa mig frá Vodafone yfir til Símans. Virkar bara fínt hjá mér og er að borga eitthvað svipað og ég var að borga hjá Vodafone.


Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól


Tesy
</Snillingur>
Póstar: 1075
Skráði sig: Mán 08. Feb 2010 01:20
Reputation: 12
Staðsetning: 108 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf Tesy » Mið 29. Maí 2013 17:59

Verðhækkun? ... Jæja, nú þarf maður að fá svar frá fólkinu sem eru hjá Hringdu :)
Hvernig er netið þar? Er það eins og það var fyrir 3-4 mánuði þegar maður gat ekki loadað 240p youtube myndband?

EDIT: Var að lesa hringdu.is þráðinn og netið virðist vera ömurlegt þar.. Nú er ég í vanda!



Skjámynd

rango
FanBoy
Póstar: 785
Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
Reputation: 3
Staðsetning: 404 - Location Not found.
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf rango » Mið 29. Maí 2013 18:15

Persónubundið við hringdu, Aðeins núna búið að vera vesen á netinu.

hef nokkum sinnum sent þeim póst og hef fengið svar samdægurs. Live chattið gengur vel fyrir sig.
Netið overall er la-la til útlanda en gott innanlands. þannig að t.d. ódýrasti hringdu ljósleiðarinn og svo openvpn.is til að tengjast út væri alls ekki svo óvitlaust.

Langar í hringiðuna enn það bara kostar mig nýru per mán :guy



Skjámynd

Lunesta
Gúrú
Póstar: 568
Skráði sig: Mán 30. Nóv 2009 16:16
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf Lunesta » Mið 29. Maí 2013 19:10

vorum einmitt að færa okkur hér á hringdu því okkur fanst of dýrt hjá vodafone þar sem við klaruðum niðurhalið alveg vel siðasta manuð (netflix og hulu...) og skiptum
yfir i hringdu því þeir voru með betri deal.. Redduðum okkur einum cisco router og speedtestið er að fá miiikklu hærra en hja vodafon þar sem 100mb/s skilaði tæpum 40mb/s
skv. speedtest.net a goðum degi. Skiptum i gær og þá var youtube ekki að loadast skit og allt erlent var með leiðindi en við höfðum samband og var að gera tilraun þar sem eg
var að downloada á utorrent (erlendu) og horfa á youtube á 1080p og það kom ekkert hökt og ég var bara háður sendanda fjölda i torrent svo kannski snyst það bara um að
hringja og spjalla við liðið þarna i hringdu :)



Skjámynd

GrimurD
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Fös 01. Ágú 2008 13:17
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf GrimurD » Mið 29. Maí 2013 19:36

Verð hjá hinum ýmsu fyrirtækjum. Tek Hröðustu tengingarnar hjá hverjum aðila og miða við 80gb nettengingu, ódýrasta heimasímann og háskerpu myndlykli.

Raðað eftir verði á pakka, hæsta efst og lægsta neðst.

Vodafone
Nýtt 13/6: Breytingarnar sem taka gildi 1. júlí eru feitletraðar
  • Internet um Ljósleiðara 80gb / 100gb - 5570kr / 5770kr
  • Leigugjald HD Myndlykils - 790kr / 1280kr
  • Leiga á router - 599kr
  • Heimasími 0 - 1190kr / 1390kr
  • GR línugjald - 2610kr
Kostir: Tenging 100mb/s upp og niður, 1000 fríar mínútur í heimasíma ef þú ert í Vodafone gull, hægt að bæta við 6 erlendum sjónvarpsstöðvum ef þú ert í Vodafone gull á 395kr, engin binditími og ekkert stofngjald.
Ókostir: Ekkert tímaflakk, engar innifaldar erlendar sjónvarpsstöðvar, dýrara að leigja háskerpumyndlykil heldur en SD myndlykil, ekkert tímaflakk á SD myndlykli., bæta sjálfkrafa við 10gb aukaniðurhali ef gagnamagn klárast og gera það allt að 3 sinnum.
Samtals: 10759kr / 11649kr

Síminn:
Nýtt 13/6: Setti inn nýju verðin sem tóku gildi 1.júní. Þau eru feitletruð.
  • Ljósnet 3 - 6790kr - 6990kr
  • Leigugjald beinis - 490kr - 590kr
  • Línugjald - 1490kr - 1590kr
  • Leigugjald HD Myndlykils: 1490kr
  • Heimasímaleið Vinur - 490kr
Kostir: Innifaldar 8 erlendar stöðvar í grunnleigu á myndlykli, tímaflakk á myndlykli.
Ókostir: Tenging aðeins 50mb/s download og 25mb/s upload, 6080kr stofngjald ef þú bindur þig ekki í 6 mánuði. Bæta sjálfkrafa við 10gb aukaniðurhali ef gagnamagnið klárast.
Samtals: 10750kr - 11150kr

Tal
Nýtt 13/6: Uppfærði verð á myndlykli samanborið við hækkanir hjá Vodafone 1. júlí.
  • Ljósleiðari 80gb - 5190kr
  • Heimasími yfir ljós - 1190kr
  • Leigugjald routers - 499kr
  • GR línugjald - 2610kr
  • Myndlykill - 790kr / 1280kr
Kostir: Tenging 100mb/s upp og niður, 1200mínútur innifaldar í heimasíma,
Ókostir: Engar innifaldar sjónvarpsstöðvar, 500kr hærra verð á interneti ef þú ert ekki með allar þjónustur hjá þeim, ekkert tímaflakk(tímaflakk kemur á HD myndlykla í næsta mánuði), 6 mánaða binditími með 15 þúsund króna riftunargjaldi, myndlykill í gegnum Vodafone á ljósleiðara. bæta sjálfkrafa við 10gb aukaniðurhali ef gagnamagn klárast og gera það allt að 3 sinnum.
Samtals: 10279kr / 10769kr

Hringdu
Nýtt 13/6: Uppfærði verð á myndlykli samanborið við hækkanir hjá Vodafone 1. júlí.
  • Ljósleiðari 80 - 4895kr
  • Heimasími - 795kr
  • Myndlykill - 790kr / 1280kr
  • GR línugjald - 2610kr
Kostir: Tenging 100mb/s upp og niður, frítt að hringja í heimasíma, frítt að hringja innan kerfis, enginn binditími og ekkert stofngjald, stærsta mögulega þjónustuleið 250gb samanborið við 140gb hjá öðrum.
Ókostir: Engar innifaldar sjónvarpsstöðvar, slæmt orðspor á útlandasambandi, engin router innifalinn heldur verðuru að kaupa hann frá hringdu, fann ekkert verð á router á heimasíðunni þeirra, ekkert tímaflakk(tímaflakk kemur á HD myndlykla í næsta mánuði), myndlykill í gegnum Vodafone á ljósleiðara.
Samtals: 9090kr / 9580kr

Skrifa þetta með fyrirvara. Fann allar þessar upplýsingar á heimasíðu þjónustuaðilanna. Einnig miðaði ég alltaf við hröðustu tengingu í boði, Tal og Hringdu bjóða líka upp á ljósnet/adsl og myndlykl frá símanum og ég er nokkuð vissum að hjá báðum aðilum er það sama innifalið, þ.e.a.s sömu sjónvarpsstöðvar og tímaflakkið(ekki tekið fram á heimasíðu Hringdu en stendur hjá Tal). Hinsvegar tók ég bara fyrir ljósleiðara og það er aðeins hægt að vera með sjónvarp vodafone ef þú ert á honum og því tel ég ekki sjónvarp símans með sem kostir/ókostir hér fyrir ofan hjá þessum fyrirtækjum.

EDIT: Bætti aðeins við fyrirvarann.
EDIT 2 - 13/6: Uppfærði ný verð hjá símanum og bætti við nýju verðunum hjá Vodafone. Uppfærði sömuleiðis verðin hjá Tal og Hringdu þar sem þeir eru báðir með Vodafone myndlykla á ljósleiðara. Allar breytingar eru feitletraðar.
Síðast breytt af GrimurD á Fim 13. Jún 2013 16:01, breytt samtals 4 sinnum.


Antec P182 | Asus Sabertooth Z77 | Intel Core i7 3770k @ 4.2ghz | Kingston HyperX 16gb DDR3 @ 1600mhz | Samsung 840 EVO - 240gb SSD | Gigabyte Radeon R9 290 OC 4gb | 3x 24" BenQ G2420HDB


Höfundur
hallihg
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Mið 17. Sep 2003 22:06
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf hallihg » Mið 29. Maí 2013 21:01

Góðar uppl. Spurning hvort það sé þess virði að henda auka þússara í Hringdu og fá 250 gb. Samt ódýrara en vodafone.

Að fara yfir til Hringdu væri þess virði ef það væri ekki alltaf þetta vesen með utanlandshraðann, það repp er bara að festast við þá.


count von count


Höfundur
hallihg
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Mið 17. Sep 2003 22:06
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf hallihg » Mið 29. Maí 2013 21:05

Væri ekki heimskuleg hugmynd að bæta símfyrirtækjunum á verðvaktina hérna. Upplýsingarnar breytast nú ekki hratt. Væri þægilegt fyrir fólk að sjá þetta alltaf svona uppstillt hlið við hlið og hvetur fyrirtækin, alla vega þessi litlu, til að undirbjóða þau stóru.


count von count

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16524
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2120
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf GuðjónR » Mið 29. Maí 2013 21:12

Miðað við verðin sem Grímur telur upp þá er greinilegt að það er álíka mikil samkeppni á fjarskiptamarkaði og það er á bensín og bankamarkaði. :face




Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 960
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Reputation: 25
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf Icarus » Fim 30. Maí 2013 11:00

Fer rosalega eftir notkuninni hvar er best að vera.

Fyrir suma er jafnvel hagstæðast að fara á VDSL.

Verður líka áhugavert að sjá hvort þessar verðskrásbreytingar Vodafone munu líka eiga við sjónvarpsþjónustuan.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf Viktor » Fim 30. Maí 2013 11:51

GuðjónR skrifaði:Miðað við verðin sem Grímur telur upp þá er greinilegt að það er álíka mikil samkeppni á fjarskiptamarkaði og það er á bensín og bankamarkaði. :face


Held reyndar að þú finnir hvergi jafn mikla samkeppni. Breytingar geta líka verið mjög hraðar og fyrirtækin gera allt til að halda í.

T.d. þegar Vodafone kynntu nýju áskriftarleiðirnar í farsíma var Síminn búinn að 'copera' allt 20 dögum síðar.

http://www.vodafone.is/simi/gsmaskrift
http://www.siminn.is/einstaklingar/farsiminn/askrift/
Síðast breytt af Viktor á Fim 30. Maí 2013 12:35, breytt samtals 1 sinni.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

ponzer
Kerfisstjóri
Póstar: 1270
Skráði sig: Þri 07. Sep 2004 18:18
Reputation: 13
Staðsetning: Router(config)#
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf ponzer » Fim 30. Maí 2013 12:26

hallihg skrifaði:Væri ekki heimskuleg hugmynd að bæta símfyrirtækjunum á verðvaktina hérna. Upplýsingarnar breytast nú ekki hratt. Væri þægilegt fyrir fólk að sjá þetta alltaf svona uppstillt hlið við hlið og hvetur fyrirtækin, alla vega þessi litlu, til að undirbjóða þau stóru.



PFS er með reiknivél... http://reiknivel.is/


Specs: Tölva, skjár, lyklaborð, mús og internet.


Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 960
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Reputation: 25
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf Icarus » Fim 30. Maí 2013 13:08

ponzer skrifaði:
hallihg skrifaði:Væri ekki heimskuleg hugmynd að bæta símfyrirtækjunum á verðvaktina hérna. Upplýsingarnar breytast nú ekki hratt. Væri þægilegt fyrir fólk að sjá þetta alltaf svona uppstillt hlið við hlið og hvetur fyrirtækin, alla vega þessi litlu, til að undirbjóða þau stóru.



PFS er með reiknivél... http://reiknivel.is/


Verst bara að hún er svo vitlaus.




Jss
Fiktari
Póstar: 55
Skráði sig: Fim 07. Maí 2009 11:38
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf Jss » Fös 31. Maí 2013 09:42

Það er líka hægt að sjá verðsamanburð á heimasíðu Gagnaveitu Reykjavíkur sem er uppfærður reglulega:

http://gagnaveita.is/Heimili/Verddaemi/



______________________
Jóhann
Starfsmaður Gagnaveitu Reykjavíkur



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf lukkuláki » Fös 31. Maí 2013 10:18

Munar of litlu á verði til að maður nenni að standa í að skipta um þjónustuaðila svo hækka allir hinir sína verskrá örugglega mjög fljótlega eftir að Vodafone hækkar hjá sér.


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.


hrabbi
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Fim 07. Feb 2008 00:14
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf hrabbi » Fös 31. Maí 2013 10:51

Þessi verðsamanburður hjá gagnaveitunni er nú ekki nógu góður heldur. Þó að verðin séu rétt (ólíkt PFS reiknivélinni) er einungis tekið eitt dæmi, og það dýrasta dæmið, um ljósnetið þrátt fyrir að þetta eigi að vera samanburður á ljósleiðara, ljósneti og ADSL.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf Viktor » Fös 31. Maí 2013 10:57

hrabbi skrifaði:Þessi verðsamanburður hjá gagnaveitunni er nú ekki nógu góður heldur. Þó að verðin séu rétt (ólíkt PFS reiknivélinni) er einungis tekið eitt dæmi, og það dýrasta dæmið, um ljósnetið þrátt fyrir að þetta eigi að vera samanburður á ljósleiðara, ljósneti og ADSL.

Þetta eru allt 40GB leiðir sem eru vinsælustu leiðirnar á Íslandi vænti ég. Skil ekki hvað þú ert að fara.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


hrabbi
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Fim 07. Feb 2008 00:14
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf hrabbi » Fös 31. Maí 2013 12:15

Það stendur að þetta eigi að vera samanburður á ljósleiðara, ljósneti og adsl en þetta er samanburður á ljósleiðara, adsl og 1 stk dýrustu ljósnetsleiðinni.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf Viktor » Fös 31. Maí 2013 12:31

hrabbi skrifaði:Það stendur að þetta eigi að vera samanburður á ljósleiðara, ljósneti og adsl en þetta er samanburður á ljósleiðara, adsl og 1 stk dýrustu ljósnetsleiðinni.


Ert þú að horfa á sama lista og ég? Þarna taka þeir 40GB ljósnet, sem kostar 5690, dýrasta kostar 8090 :)

Síminn VDSL (ljósnet)

50 / 25 Mb/s

40 GB

5.690 kr.

2.080 kr.

1.490 kr.

Samtals:
9.260 kr.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3077
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 45
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf beatmaster » Fös 31. Maí 2013 12:33

Á heimasíðu Gagnaveitunar er ljosnet leiðin sem að notuð er til viðmiðunar næstódýrasta leiðin sem að er í boði (er nr. 2 af 4 verðlega séð)

Capture-ljos.PNG
Capture-ljos.PNG (40.79 KiB) Skoðað 3543 sinnum


Capture-ljosnet.PNG
Capture-ljosnet.PNG (88.34 KiB) Skoðað 3543 sinnum


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4334
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf chaplin » Fös 31. Maí 2013 13:00

Búinn að vera hjá Tal núna í ca. ár, aldrei klikkað.


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf appel » Fös 31. Maí 2013 13:31

Það er erfitt að bera saman verð á þjónustum sem eru allar í eðli sínu mjög misjafnar, bæði í gæðum og einnig aukaþjónustum.

Þetta er svolítið einsog að bera saman tölvuskjái bara eftir stærð og verði, þegar augljóslega að panel-tæknin skiptir máli, allskonar software og kubbar í skjánum til að enhanca myndina, baklýsingartæknin, upplausn, fagurfræðin, hvort skjárinn komin á upphækkanlegum standi og pivot, og svo jú auðvitað ábyrgð og bilanaþjónusta.

Menn þurfa að átta sig á því hvað hentar þeim og velja þjónustuaðila miðað við það.


*-*

Skjámynd

GrimurD
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Fös 01. Ágú 2008 13:17
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf GrimurD » Fös 31. Maí 2013 21:34

Allar breytingarnar hjá vodafone komnar inná http://www.vodafone.is/breytingar

Verð á öllum internetþjónustuleiðum hækkar um 200kr en þeir auka með því innifalið gagnamagn. 40gb verður 50gb, 80gb verður 100, 140gb verður 150gb.

Á sama tíma hækkar verð á aukaniðurhali, 10gb á 1700kr. Og þeir byrja að bæta sjálfkrafa við aukagagnamagni þegar það klárast(og rukka að sjálfsögðu fyrir það).

Er ekki hrifinn af þessum aukaniðurhals breytingum(þ.e.a.s. að bæta sjálfkrafa við) en það má alveg bæta við auka gagnamagni við þjónustuleiðirnar án þess að ég kvarti :D

EDIT: Var að taka eftir þessari skilmálabreytingu:
Fari viðskiptavinur yfir keypt niðurhal áskilur Vodafone sér rétt til að bæta við aukaniðurhali,
allt að þrisvar sinnum, umfram það sem er innifalið í áskriftarleið hans. Gjald vegna
aukaniðurhals er tilgreint í gildandi verðskrá hverju sinni. Ef niðurhal þriðja
aukaniðurhalspakkans klárast áskilur Vodafone sér rétt til að hægja á nettengingunni.
Ef upphal viðskiptavinar verður meira en innifalið niðurhal í áskriftarleið hans áskilur
Vodafone sér rétt til að hægja á upphalinu út gildandi áskriftartímabil.


Antec P182 | Asus Sabertooth Z77 | Intel Core i7 3770k @ 4.2ghz | Kingston HyperX 16gb DDR3 @ 1600mhz | Samsung 840 EVO - 240gb SSD | Gigabyte Radeon R9 290 OC 4gb | 3x 24" BenQ G2420HDB


Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 960
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Reputation: 25
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf Icarus » Fös 31. Maí 2013 21:57

GrimurD skrifaði:Allar breytingarnar hjá vodafone komnar inná http://www.vodafone.is/breytingar

Verð á öllum internetþjónustuleiðum hækkar um 200kr en þeir auka með því innifalið gagnamagn. 40gb verður 50gb, 80gb verður 100, 140gb verður 150gb.

Á sama tíma hækkar verð á aukaniðurhali, 10gb á 1700kr. Og þeir byrja að bæta sjálfkrafa við aukagagnamagni þegar það klárast(og rukka að sjálfsögðu fyrir það).

Er ekki hrifinn af þessum aukaniðurhals breytingum(þ.e.a.s. að bæta sjálfkrafa við) en það má alveg bæta við auka gagnamagni við þjónustuleiðirnar án þess að ég kvarti :D

EDIT: Var að taka eftir þessari skilmálabreytingu:
Fari viðskiptavinur yfir keypt niðurhal áskilur Vodafone sér rétt til að bæta við aukaniðurhali,
allt að þrisvar sinnum, umfram það sem er innifalið í áskriftarleið hans. Gjald vegna
aukaniðurhals er tilgreint í gildandi verðskrá hverju sinni. Ef niðurhal þriðja
aukaniðurhalspakkans klárast áskilur Vodafone sér rétt til að hægja á nettengingunni.
Ef upphal viðskiptavinar verður meira en innifalið niðurhal í áskriftarleið hans áskilur
Vodafone sér rétt til að hægja á upphalinu út gildandi áskriftartímabil.


Svo sjónvarpsþjónusta Vodafone verður orðin dýrari en hjá Símanum ef maður vill HD myndlykil. Þá vill ég frekar segja pass á tímaflakkið.



Skjámynd

GrimurD
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Fös 01. Ágú 2008 13:17
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf GrimurD » Fös 31. Maí 2013 22:01

Icarus skrifaði:
GrimurD skrifaði:]


Svo sjónvarpsþjónusta Vodafone verður orðin dýrari en hjá Símanum ef maður vill HD myndlykil. Þá vill ég frekar segja pass á tímaflakkið.


Sé nú ekki hvernig þú færð það út, verðið fyrir standard HD myndlykilinn er ennþá 200kr ódýrara en hjá Símanum, hinsvegar er ekkert innifalið hjá vodafone. Ef þú ert með þessar 6 stöðvar þá verður það 185kr dýrara


Antec P182 | Asus Sabertooth Z77 | Intel Core i7 3770k @ 4.2ghz | Kingston HyperX 16gb DDR3 @ 1600mhz | Samsung 840 EVO - 240gb SSD | Gigabyte Radeon R9 290 OC 4gb | 3x 24" BenQ G2420HDB