Síða 1 af 1

TG589vn v2 Content Sharing

Sent: Fim 09. Maí 2013 00:07
af TheSeeker
Jæja, snillingar - vonandi veit einhver svarið við þessu.

Ég er að reyna að nota content sharing fídusa á routernum frá Símanu, TG589vn v2. Er búinn að virkja USB portið, routerinn sér USB diskinn og skrifar réttu folderana á hann þ.a. alt virðist virka eðlilega. Hins vegar eru vandræði undir "IP configuration", sama hvað ég reyni þá fæ ég alltaf tóma vitleysu þar: "Address: 169.254.85.151"

Er einhver sem veit af hverju routerinn nær ekki í löglegt IP vistfang? DHCP er í gangi og allt annað virðist virka eins og ætlast er til...

Vonandi er einhver sem kann betur á þetta en ég!

Kveðja
TS

Re: TG589vn v2 Content Sharing

Sent: Fim 09. Maí 2013 02:27
af AntiTrust
Hvaða device er það nákvæmlega sem er að fá 169.x... ?

Annað, ef routerinn sér USB tækið, skipar hann því þá ekki drive letter eða sharename? Ættir in theory að komast inn á tækið með smb://192.168.1.254/sharename eða driveletter.

Re: TG589vn v2 Content Sharing

Sent: Fim 09. Maí 2013 09:51
af TheSeeker
Mér sýnist routerinn úthluta nýrri ip tölu fyrir þetta share, sbr. meðfylgjandi mynd. Skil ekki af hverju dhcp klikkar?

Mynd

Re: TG589vn v2 Content Sharing

Sent: Fim 09. Maí 2013 10:20
af AntiTrust
Nei, undarlegt - eins og routerinn nái ekki að úthluta tækinu sjálfu úr DHCP poolinu. Mig rámar þó í að routerar frá Símanum komi með þetta function disabled að e-rju leyti.

Re: TG589vn v2 Content Sharing

Sent: Fim 09. Maí 2013 22:08
af TheSeeker
USB portið er disabled frá Símanum, en ég var búinn að virkja það. Það hefði verið skemmtilegt ef þetta myndi virka, en það er kannski of mikil fyrirhöfn... Takk samt.

Re: TG589vn v2 Content Sharing

Sent: Mán 05. Ágú 2013 15:12
af AtrumMilitis
las einhverstaðar að usb datt út með nýrri uppfærslum... engin leið til að fá þetta til að virka ?