Síða 1 af 1

Heimanet uppsetning

Sent: Lau 04. Sep 2004 22:39
af sako
Ég er með netopia þráðlausan router
og er að reyna að búa til heimanet með einni borðvél og einni ferðavél.
Þær komast báðar á internetið og hafa báðar sitthvora ip töluna úthlutaða frá routernum, en þær sjá hvora aðra ekki og ég get ekki sherað neinu.
Ég notaði network setup wizard og hann setti upp einhvern firewall útaf því að tengingin er gegnum adsl router, tæknihjálpin hjá OgVodafone sagði að það væri vandamálið.
Ef einhver er með lausn þá láta flakka.

Takk.

Sent: Lau 04. Sep 2004 23:07
af Daz
Ég var einmitt rétt í þessu að leysa vandamál sem lýsti sér nákvæmlega eins og það sem þú talar um. Ég var einmitt búinn að rífa mikið í hár mitt og skegg, aftengja alla eldveggi, vírusvarnir og mýs og ekkert gekk, þangað til að ég prófaði innbyggðu hjálpina í Windows.
Þar fékk ég nefnilega lausnina, hægri klikka á my computer -> properties- > computer name -> computer ID. Valdi svo "I am not part of a buisness network/I am on a home computer" möguleikann og allt í einu virðist allt vera í lagi.

Sent: Sun 05. Sep 2004 10:46
af sako
Frábært, þetta virkaði nema ég fór aðeins öðruvísi að.
control panel - > system - > computer name - > network ID - >
this computer is part of a business network og svo without a domain.

Takk.

Sent: Sun 05. Sep 2004 11:58
af MezzUp
"Hægrismell á MyComputer -> Properties" = "Control Panel -> System" :)