Síða 1 af 1
Tengja Tv við ljósleiðara.
Sent: Sun 14. Apr 2013 12:04
af IL2
Smápæling hérna hjá mér. Hvor er betra að tengja sjónvarp beint í ljósleiðarabox eða ljósleiðabox/router/Tv?
Önnur pæling. Get ég verið bara eina eina lan snúru að sjónvarpinu og sviss þar sem tengist í afruglaran og sjónvarpsflakkara?
Re: Tengja Tv við ljósleiðara.
Sent: Sun 14. Apr 2013 12:10
af AntiTrust
Sú snúra sem tengist í TV port hjá þér er á sér VLANi og ber því bara IPTV straum. Þ.e. þú getur ekki tengt snúru úr TV porti yfir í sviss og nettengt tæki á þeim sviss.
Re: Tengja Tv við ljósleiðara.
Sent: Sun 14. Apr 2013 13:37
af einarth
Sér snúru fyrir afruglara og sér snúru fyrir flakkara,tv,annað internet tengt dót...
Held að öll sjónvörp virki fínt bakvið router og því líklega best að tengja það þannig - annars er það opið útá internetið með engan eldvegg fyrir framan sig.
Kv, Einar.
Re: Tengja Tv við ljósleiðara.
Sent: Sun 14. Apr 2013 15:09
af kizi86
Re: Tengja Tv við ljósleiðara.
Sent: Sun 14. Apr 2013 18:18
af IL2
AntiTrust Ertu þá að meina TV portið á ljósleiðaraboxinu?
einarth Ég kem bara einni snúru að TV. Skiptir það máli hvort sjónvarpið/afruglarinn sé með eldvegg?
Í sjálfu sér skiptir þetta engu máli. Það er ekkert mál að setja efni inn á flakarann með USB þegar á þarf að halda.