Síða 1 af 1
Skrá domain með Apache 2 á linux.
Sent: Fös 12. Apr 2013 11:30
af mikkidan97
Sælir vaktarar.
Ég er að setja upp svokallaðan lamp (linux, apache, mysql og php) server en ég finn ekki hvar ég get skrifað domainið, sem ég á, inn.
Any ideas?
Sent from my GT-S5360 using Tapatalk 2
Re: Skrá domain með Apache 2 á linux.
Sent: Fös 12. Apr 2013 11:53
af snjokaggl
Hvað ertu að reyna að gera?
Re: Skrá domain með Apache 2 á linux.
Sent: Fös 12. Apr 2013 13:37
af mikkidan97
Geta notað nafn til að komast inná vefsíðuna sem ég er með hýsta á apache 2 servernum
Semsagt, ég vill (t.d.) getað farið inná mittnafn.is í staðinn fyrir IP-töluna
Re: Skrá domain með Apache 2 á linux.
Sent: Fös 12. Apr 2013 13:42
af dori
Áttu mittnafn.is? Þú þarft auðvitað að kaupa þér nafn og setja DNS færslur rétt upp þannig að þær bendi á IP-töluna (eða setja færslu í /etc/hosts, C:\windows\system32\etc\hosts á windows ef ég man rétt).
Ef þú ert búinn að setja það allt rétt upp þá virkar það bara default þannig að Apache skilar síðunni. Ef þú ert hins vegar með margar síður og mörg DNS nöfn (sem ég einhvernvegin efast um m.v. hvernig þú orðar spurninguna) þá notar maður
"VirtualHost".
Kóði: Velja allt
<VirtualHost *:80>
ServerAdmin mikkidan@mittnafn.is
DocumentRoot "/www/mittnafn.is"
ServerName mittnafn.is
ErrorLog "/var/log/apache2/mittnafn.is.error.log"
</VirtualHost>
Bætt við: Ég sá ekki að þú átt lénið fyrir. Þá þarftu bara að setja upp DNS færsluna fyrir það þannig að það bendi á IP töluna á servernum þínum.
Re: Skrá domain með Apache 2 á linux.
Sent: Fös 12. Apr 2013 13:44
af mikkidan97
Ég tók bara mittnafn.is sem dæmi, er með annað nafn.
Og þetta virðist vera einmitt það sem mig vantar, takk fyrir
Re: Skrá domain með Apache 2 á linux.
Sent: Fös 12. Apr 2013 13:47
af snjokaggl
Þú ert væntanlega ekki að hýsa DNS-ið sjálfur er það?
http://www.1984.is eru að bjóða uppá FreeDNS þjónustu sem ég hef verið að nota.
Þarft að setja lénið þitt upp þar og þá getur þú sett inn A færslu á IP töluna þína:
http://www.myip.isOg ef þú ert á heimaneti þarftu að forwarda porti 80 á serverinn frá routernum (Væntanlega 443 líka ef þú ætlar að nota SSL) , ef þú ert ekki á heimaneti þarftu að tala við Admin gaurinn þinn.
Re: Skrá domain með Apache 2 á linux.
Sent: Fös 12. Apr 2013 14:02
af mikkidan97
snjokaggl skrifaði:Þú ert væntanlega ekki að hýsa DNS-ið sjálfur er það?
http://www.1984.is eru að bjóða uppá FreeDNS þjónustu sem ég hef verið að nota.
Þarft að setja lénið þitt upp þar og þá getur þú sett inn A færslu á IP töluna þína:
http://www.myip.isOg ef þú ert á heimaneti þarftu að forwarda porti 80 á serverinn frá routernum (Væntanlega 443 líka ef þú ætlar að nota SSL) , ef þú ert ekki á heimaneti þarftu að tala við Admin gaurinn þinn.
Ég er admin gaurinn minn, en til að byrja með er ég að hýsa þetta á einkatölvunni minni, er búinn að redda öllu þannig að hægt er að tengjast honum "utan frá" (er búinn að fá nokkra félaga mína frá Bretlandi, Spáni og Brasilíu og þeir geta tengst alveg fínt)