Síða 1 af 1

Server mónitoring forrit?

Sent: Fim 11. Apr 2013 22:33
af AntiTrust
Ég er búinn að prufa ýmisskonar server monitoring forrit í gegnum tíðina, er að nota blöndu af Monitis + MobilePCMonitor eins og er og hefði viljað sameina þetta í eina þjónustu, er kominn með leið á plain old línuritum og statistics.

Það sem mig vantar helst er ca:

Upplýsingar um realtime notkun á vélbúnaði
Geta geymt skýrslur aftur í tímann um notkun
Upplýsingar um hitastig (CPU, HDDs)
Upplýsingar um ákveðin processes
Mobile app með alerts
(Kostur ef það getur lesið SNMP)

Ég verð með amk 1 monitor heima fyrir monitoring og er með fetish fyrir flottum visuals. Ég hefði helst bara viljað sjá 2/3D mynd af hverjum server fyrir sig og sjá myndrænt hitastig á íhlutum í vélinni, traffík á HDD/Netkorti og öðru slíku. Hef þó aldrei fundið neitt sem er líkt þessu.

Ef þetta er proper platform má þetta alveg kosta 10-30$ á mánuði.

Servernjörðar, e-rjar uppástungur?

Re: Server mónitoring forrit?

Sent: Fim 11. Apr 2013 22:37
af Revenant
Hvaða platform ætlaru að skoða?

Nokkur sem mér dettur í hug:

Cacti
Munin
Nagios og NSClient++ fyrir windows vélar. Jafnvel smella Thruk ofaná Nagios.

Re: Server mónitoring forrit?

Sent: Fim 11. Apr 2013 22:47
af AntiTrust
Ah já, allar vélar keyra MS server 2012.

Ég var búinn að prufa Nagios og PRTG en fannst Monitis þjónustan gera nánast það sama, bara betur, og mikið auðveldara að configga. Hinsvegar vantar temp sensora í Monitis sem böggar mig rosalega.

Nagios og PRTG eru þó tól sem eru rosalega dull, sem er skiljanlegt fyrir svona monitoring en ég er í rauninni að vona í minni bjartsyni að það sé til e-ð platform sem er búið að 'minority-reporta' aðeins upp og er örlítið meira eyecandy.

Styður Cacti nokkuð temps? Og er Munin ekki unix eingöngu?

Re: Server mónitoring forrit?

Sent: Fim 11. Apr 2013 22:55
af Revenant
Ég er að nota Nagios+Nsclient combo í server umhverfi sem ég rek og það gengur ágætlega.
Ég hef hinsvegar ekki nennt að setja upp hardware monitoring á vélarnar því þá verð ég annað hvort að notast við management interface-ið (og notast við IPMI köll) eða keyra monitorinn undir administrator mode (til að geta accessað ipmi) sem ég vil ekki.

IPMI (ef þú hefur þannig vélbúnað) er gríðarlega öflugt og getur sagt þér mjög mikið um ástand vélbúnaðar, hitastig, kveikt og slökkt á serverum o.fl.

Cacti ætti að geta pollað hvaða upplýsingar sem er ef þú getur exposað upplýsingarnar á einhvern hátt (t.d. með SNMP).

Re: Server mónitoring forrit?

Sent: Fim 11. Apr 2013 23:02
af AntiTrust
Allt off-the-shelf hardware eins og er, og þvi ekkert IPMI /sadpanda

Ætlað skoða Cacti, sjá hvort það toppar Monitis.

Re: Server mónitoring forrit?

Sent: Fös 12. Apr 2013 02:14
af gardar
Nagios til þess að vakta og fá tilkynningar, cacti til þess að gera gröf

Re: Server mónitoring forrit?

Sent: Fös 12. Apr 2013 12:16
af Hjaltiatla
Ef ég væri að fara setja upp monitoring kerfi sem er einfalt í uppsetningu þá myndi ég skoða FAN
http://www.fullyautomatednagios.org/wordpress/

Re: Server mónitoring forrit?

Sent: Fös 12. Apr 2013 13:21
af AntiTrust
Lítur vel út, einn gallinn er sá að þetta þyrfti að vera keyrt í VM og ég keyri hvergi VMWare, allt Hyper-V based. Alveg bókað þokkalega tímafrekt í uppsetningu en þetta lítur of vel út til að prufa þetta ekki amk, ætla að henda þessu upp í lab-setup og sjá hvað setur - takk fyrir info-ið. Spurning hversu Windows friendly þetta er.

Ég er þó ennþá að biða eftir info um e-rja eyecandy monitora, í raun væri nóg að hafa bara temps og alveg basic HW stats í slíku umhverfi fyrir on-the-fly áhorf.

Re: Server mónitoring forrit?

Sent: Fös 12. Apr 2013 21:56
af Televisionary
Mig vantaði eitthvað sem ég flokka undir "quick and dirty" lausn til að fá yfirsýn yfir verkefni hjá okkur. Ég brá á það ráð að fá 2 x sjónvörp og 2 x Raspberry PI og ég keyri Xymon á þeim til að vakta þjónustur og netþjóna. Þetta er ekki það smekklegasta í heimi þegar kemur að viðmóti en þetta er fljótlegt í uppsetningu og þetta keyrir ljómandi á þessu litla afli sem Raspberry PI hefur yfir að ráða.

Það geta allir sem vinna í verkefninu heimsótt vefsíðuna sem er keyrð út af þessum 2 dvergvélum og séð stöðuna á því sem við erum að vakta. Einnig geta allir sem eru í vinnurýminu hjá okkur séð stöðuna á kerfum/þjónustum þegar þeir ganga fram hjá, á sjónvörpunum. Þetta er nú ekki mikið augnakonfekt en það er hægt að sjá langar leiðir ef eitthvað er í ólagi allur borðinn á skjánum tekur ákveðinn lit, grænan, appelsínugulan og svo rauðan. Mér finnst það töluverður kostur þegar ég er með skjái í svona notkun í opnu rými.

Efnislisti: 2 x Raspberry PI + 2 Sjónvörp
Raspbian Uppsetning (http://www.instructables.com/id/How-to- ... spberry-P/)
Hvernig á að ræsa RPI upp í "full screen" með Midori vafra (http://www.niteoweb.com/blog/raspberry- ... to-browser"

Einnig setti ég upp vöktun á HTTP videó straumum og ég varpa þeim á 50" LED sjónvarp og nota XBMC til að spila þá og hoppa á milli rása á 2 mínútna fresti. Ég birti svo tilkynningu á skjánum hvaða rás ég er að spila og hvaðan hún kemur.

Þegar kerfi og verkefni fara raunverulega notkun þá er heil deild sem tekur að sér vöktun og mælingar á afköstum kerfa hjá okkur. Þeir nota meðal annars Cacti, Intermapper, Dataminer* og fleira.

*http://www.skyline.be/Company/References.htm

Einhver tók sig til og setti upp Nagios á Raspberry þetta er vert að kíkja á kannski prófa ég að henda þessu upp um helgina: http://i-security.ro/linux/raspberry-pi ... onitoring/

p.s .Hvað er því til fyrirstöðu að keyra Linux undir Hyper-V og setja upp það sem þú þarft?

Re: Server mónitoring forrit?

Sent: Lau 13. Apr 2013 00:07
af AntiTrust
Sko.. Quick and dirty er nefnilega akkúrat e-ð sem ég er ekki að leitast að, og er með fóbíu á háu stigi fyrir ljótum UI's - Og það verður að segjast að Xymon er með þeim ljótari :p

Ég er með 3 skjái heima á mismunandi stöðum, einn sem er við svissana og sýnir networking agentana í Monitis Dashboardinu, einn inná skrifstofu sem sýnir meira overview yfir Monitis agentana (bæði networking, software og hardware info) og svo annar skjár inní serverherbergi sem sýnir aðallega bara resource monitor uppá að geta séð realtime info. Monitis Dashboardið er í raun það flottasta sem og auðveldasta í uppsetningu sem ég hef komist með puttana í. Installa bara agentum á hverja vél fyrir sig, adda svo bara monitorum í mismunandi tabs inní web-based Dashboardið. Fæ svo alerts fyrir það sem ég vil í símann, hvort ákveðið service, process eða route liggji niðri og margt flr. Hér er demó skjámynd, mitt overview tab lítur ekki ósvipað út:

Mynd

Vandamálið við Monitis er hinsvegar það að það styður ekki (ennþá amk) hitastigsupplýsingar og það er ekki beint með realtime info, þótt það séu vissulega alerts sem skila sér timanlega. Til þess (ásamt control á vélunum) nota ég MobilePCMonitor, sem gefur mér alerts þegar vél drepur á sér, hitastig fer yfir X tölu, networking flöskuhálsar verða til og annað slíkt. Sitt í hvoru laginu eru þetta tvö rosalega öflug monitoring system fyrir small-scale "datacenter" eins og ég er með heima.

Hitastig og realtime CPU usage skipta mig t.d. miklu máli að geta séð hverju sinni afþvi að sú vinnsla sem á sér helst stað á þessum vélum er CPU, HDD og network heavy, og því dugir bara on/off status mér ekki.

Mig er því farið að gruna að ég sé með eins gott combo kerfi og ég fæ fyrir 20usd á mánuði, hefði bara viljað getað farið í eitt kerfi sem gerir þetta allt, jafn auðveldlega og jafn fallega - eða jafnvel örlítið myndrænna fyrir easy viewing. Hefði helst viljað hafa bara diagram af öllu setupinu (2d/3d) sem gefur alarms á viðeigandi stöðum, við viðeigandi búnað sem er með notification. Allt slíkt sem ég finn er hinsvegar hugsað fyrir megadatacenters og kostar gott líffæri eða tvö.

PS. Það er svosem ekkert því til fyrirstöðu að keyra Linux sem VM, veit bara að supportið á Linux sem guest OS í Hyper-V er takmarkað og hef lent í veseni með það í gegnum tíðina.