Síða 1 af 1
Nothæf Windows 8 "Modern UI" forrit
Sent: Fim 11. Apr 2013 17:13
af Swooper
Nú er víst kominn út
hugbúnaður sem gerir manni kleyft að keyra Windows 8 "modern UI" forrit í glugga á desktopinu. Þetta fékk mig til að velta fyrir mér hvort það væru einhver sniðug forrit þarna úti sem myndu gera það fimm dollara virði að kaupa þennan hugbúnað. Eftir ítarlegt gúgl og flettingar í Windows Store hef ég komist á þá skoðun að svo virðist ekki vera. Langflest "modern UI" forrit sem ég hef rekist á eru eitt af eftirfarandi:
- Vefþjónusta sem er þægilegra að keyra í vafra (dæmi: Twitter)
- Port á desktop Windows hugbúnaði (dæmi: Skype)
- Einfaldur tölvuleikur ætlaður fyrir snertiskjá (dæmi: Angry Birds)
- Port á vinsælu forriti úr Android/iOS, ætlað fyrir snertiskjá einnig (dæmi: Shazam)
Ekkert af þessu gagnast neitt á desktopinu. Svo ég spyr ykkur, hafið þið rekist á einhver "Modern UI" forrit sem eru ekki gjörsamlega gagnslaus?
Re: Nothæf Windows 8 "Modern UI" forrit
Sent: Fim 11. Apr 2013 17:19
af Icarus
Nota CNN forritið svolítið.
Re: Nothæf Windows 8 "Modern UI" forrit
Sent: Fim 11. Apr 2013 23:59
af Swooper
Er einhver ástæða til að nota það frekar en bara, þú veist, cnn.com?
Re: Nothæf Windows 8 "Modern UI" forrit
Sent: Fös 12. Apr 2013 00:43
af FuriousJoe
Swooper skrifaði:Er einhver ástæða til að nota það frekar en bara, þú veist, cnn.com?
+1
Væri til í að fá að vita þetta líka, ættum að stofna bara svona sérstakan Windows 8 apps þráð. Svipaðan og Android apps þráðinn.
Re: Nothæf Windows 8 "Modern UI" forrit
Sent: Fös 12. Apr 2013 01:18
af Swooper
Það var hugmyndin með þessum.
Re: Nothæf Windows 8 "Modern UI" forrit
Sent: Fös 12. Apr 2013 04:24
af Xovius
Heh, hef ekkert kíkt inní modern lúkkið síðustu nokkra mánuði
Algjörlega gagnslaust á desktop vélinni og ekki næstum nógu gott til að multitaska með eins og ég geri það. Ef ég vill fíflast með snertiskjáleiki þá á ég litla samsung galaxy tab 2.0 með android og líkar töluvert betur en allar win8 snertigræjur sem ég hef prufað.
Re: Nothæf Windows 8 "Modern UI" forrit
Sent: Fös 12. Apr 2013 10:18
af Icarus
Swooper skrifaði:Er einhver ástæða til að nota það frekar en bara, þú veist, cnn.com?
Finnst bara eitthvað við það þægilegra að nota, snyrtilegra. En engin sérstök ástæða annars.
Re: Nothæf Windows 8 "Modern UI" forrit
Sent: Sun 21. Apr 2013 15:29
af Swooper
Og þá vitum við það... það ERU einfaldlega engin nothæf modern UI forrit
Re: Nothæf Windows 8 "Modern UI" forrit
Sent: Sun 21. Apr 2013 15:36
af Orri
Mail og Calendar eru vel nothæf að mínu mati, jafnvel án snertiskjás
Re: Nothæf Windows 8 "Modern UI" forrit
Sent: Sun 21. Apr 2013 16:47
af upg8
http://blogs.windows.com/windows/b/business/archive/2013/02/23/toyota-racing-teams-open-nascar-season-with-windows-8.aspx Þetta er með því svalara, reyndar ekki eitthvað sem við getum notað.
Prófið að skipta um markað, það eru ekki öll forrit sýnileg ef maður velur ísland. Coctail flow nota ég stundum og Xbox SmartGlass og tónlistarforritið, það er búið að bæta það mikið. Ég er með 2 tölvur með Windows 8 og mér þykir þægilegt hvað það syncar á milli t.d. tölvuleiki, það verður tekið enn lengra með Windows 8.1. Internet Explorer er mjög þægilegur þegar maður venst honum og ég skiptist á að nota þá eftir því hvað ég er að skoða. Windows 8.1 uppfærslan kemur í haust og bætir mikið.
Re: Nothæf Windows 8 "Modern UI" forrit
Sent: Sun 21. Apr 2013 16:52
af andrespaba
Nota
Plex Media Center mikið, mjög auðvelt að vafra um með mús og lyklaborði. Er að íhuga að fá mér
svona til að gera þetta þæginlegra og betra.
Re: Nothæf Windows 8 "Modern UI" forrit
Sent: Þri 23. Apr 2013 15:03
af upg8
Re: Nothæf Windows 8 "Modern UI" forrit
Sent: Lau 27. Apr 2013 17:35
af Swooper
Orri skrifaði:Mail og Calendar eru vel nothæf að mínu mati, jafnvel án snertiskjás
Ég viðurkenni reyndar að ég opna stundum Mail, en það er bara til að losna við ólesna póst-merkið á lock skjánum (fæ aldrei merkilegan póst á hotmailið mitt)... Nota frekar Google Calendar í browser tab en eitthvað MS dót.
Groove: iOS port
Netflix: Web app
Plex: Desktop port
Trackage: Web app
TuneIn: Web app
XBox Smartglass: ...Ókei, ég skal viðurkenna þetta gæti verið sniðugt ef maður á XBox. En ég hef ekki í hyggju að eiga nokkurn tímann leikjaconsole (PC gaming über alles!), svo þetta er gagnslaust fyrir mig amk.
Re: Nothæf Windows 8 "Modern UI" forrit
Sent: Lau 27. Apr 2013 18:44
af upg8
Eins og þú setur fram að þetta sé iOS port, þá hljómar það illa. Þetta er mjög gott port, það er viðmótið er allt aðlagað að Modern UI hönnunar reglum.Ólíkt þeim iOS portum sem maður sér gjarnan fyrir Android.
Öll forrit verða að vera aðlöguð að Modern UI hönnunar reglum. Einnig er margt af þessu sem þú kallar web apps ekki endilega web apps þótt þetta séu frontend fyrir vefþjónustur. Það er hinsvegar ekki hægt að ætlast til að öllum líki við slíkt og þá er alltaf hægt að pinna bara heimasíðurnar beint á start skjáinn.
Re: Nothæf Windows 8 "Modern UI" forrit
Sent: Lau 27. Apr 2013 19:01
af Swooper
Ég efast ekki um að portið sé vel gert og að þetta forrit sé vel aðlagað hönnunarreglunum. Pointið er að þetta er að maður notar allt öðruvísi forrit á snjalltæki með snertiskjá en á desktop tölvu, og ef þetta er iOS port er nokkuð augljóst í hvorum hópnum það er...
Það sem ég kalla "web app" er basically stöff sem ég myndi frekar keyra í browser tab frekar en sem sér forrit, eins og ég nefndi í upprunalega póstinum.
Re: Nothæf Windows 8 "Modern UI" forrit
Sent: Lau 27. Apr 2013 19:31
af Orri
Swooper skrifaði:Ég viðurkenni reyndar að ég opna stundum Mail, en það er bara til að losna við ólesna póst-merkið á lock skjánum (fæ aldrei merkilegan póst á hotmailið mitt)... Nota frekar Google Calendar í browser tab en eitthvað MS dót.
Getur notað Mail fyrir Gmailið þitt líka, sem og Yahoo, Exchange Activesync, IMAP og POP.
Sama með Calendar, getur tengt það við Google Calendar sem og einhver fleiri calendars býst ég við
Þæginlegt til að halda öllu á sama stað og fá notifications.
Re: Nothæf Windows 8 "Modern UI" forrit
Sent: Lau 27. Apr 2013 19:46
af Swooper
Kýs að gera hvort tveggja bara í vafranum mínum, óþarfi að vera með einhverja milliliði til að flækja hlutina...
...Og svona fyrir utan það að ég finn ekki nokkra einustu leið til að tengja neitt við Mail eða Calendar. UIið í þessum forritum er svo hræðilega basic að það er ekki einu sinni Settings neins staðar sjáanlegt