Síða 1 af 1

Xbian á USB

Sent: Mið 03. Apr 2013 12:36
af capteinninn
Er með Raspberry Pi sem mig langar að setja upp Xbian á svo ég geti notað það sem media center.

Var að spá hvort þið vitið um einhverjar góðar leiðbeiningar til að setja upp Xbian (eða Raspbmc eða eitthvað af hinum kerfunum) á usb svo ég geti bootað því á RP-inu.

Xbian segir að ég eigi bara að nota forritið þeirra til að extracta á usb kubbinn en RP-ið vill ekki boota af því, finnst eins og það vanti eitthvað í leiðbeiningarnar.
Er á Windows en flestar af leiðbeiningunum eru á Linux.

Re: Xbian á USB

Sent: Mið 03. Apr 2013 12:37
af AntiTrust
En ef þú notar unetbootin til að dæla .isoinu yfir á USB?

Re: Xbian á USB

Sent: Mið 03. Apr 2013 12:40
af capteinninn
AntiTrust skrifaði:En ef þú notar unetbootin til að dæla .isoinu yfir á USB?


Prófa það, var að reyna að muna hvað það hét. Þakka

Hvorki Xbian né Raspbmc er með ISO file heldur .img sem unetbootin ræður ekki við, ef ég vel ISO setur það bara hluta af skjölunum á USB kubbinn og ef ég vel Floppy þá frýs unetbootin

Re: Xbian á USB

Sent: Mið 03. Apr 2013 12:47
af tlord
getur hann nokkuð bara bootað frá SD?

Re: Xbian á USB

Sent: Mið 03. Apr 2013 12:50
af capteinninn
tlord skrifaði:getur hann nokkuð bara bootað frá SD?


Það virkaði síðast en þar sem ég á ekki SD reader eða writer er það svoldið vesen að fara alltaf til félaga míns að setja stýrikerfi á SD kort.

Svo hef ég líka heyrt að kerfið er mun hraðara þegar það er keyrt af USB kubb, helsta vandamálið mitt við að nota SD kortið var að library fítusinn var svo hægur

Re: Xbian á USB

Sent: Mið 03. Apr 2013 12:56
af tlord
hvað virkaði síðast? ertu viss um að usb boot sé mögulegt?

Re: Xbian á USB

Sent: Mið 03. Apr 2013 12:58
af capteinninn
tlord skrifaði:hvað virkaði síðast? ertu viss um að usb boot sé mögulegt?


Samkvæmt flestum Raspberry Pi síðum á það að vera hægt, Xbian er meira að segja með USB installer hjá sér en hann virkar ekki hjá mér einhverra hluta vegna

Re: Xbian á USB

Sent: Mið 03. Apr 2013 12:58
af viddi
Getur ekki bootað af usb, en þú getur haft boot hlutan á sd og stýrikerfishlutan á usb :happy

http://www.ifc0nfig.com/running-xbian-from-a-usb-hard-drive/

Re: Xbian á USB

Sent: Mið 03. Apr 2013 13:00
af capteinninn
viddi skrifaði:Getur ekki bootað af usb, en þú getur haft boot hlutan á sd og stýrikerfishlutan á usb :happy

http://www.ifc0nfig.com/running-xbian-from-a-usb-hard-drive/


Ó það útskýrir það, hvernig myndi ég fara að þessu eiginlega?