Síða 1 af 1
Staðarnet + Staðarnet: Hvernig á að tengja 2 stðarnet saman?
Sent: Mið 27. Mar 2013 23:26
af Krissinn
Mig langaði að spyrja hvenrig fyrirtæki eða einstaklingar hafa sama staðarnet í tildæmis Reykjavík og á Akureyri. Tökum sem dæmi í vinnunni hjá pabba þá kemst maður á netþjón sem er í Reykjavík, bara eins og maður væri í sömu byggingu og netþjónninn er. Get horft á hreyfimyndir og skoðað ljósmyndir án þess að þær laggi. Þannig að ég geri ráð fyrir að þetta sé ekki VPN tenging. Maður reyndar loggar sig inná svæði því tölvan er á domain sem er sett uppá Windows Server 2003. En hvernig virkar þessi tækni? Hvernig setur maður upp Windows server þannig að maður getur tengt tölvu á domain sem er á Akureyri en Windows server þjóninn er í Reykjavík? Mig hefur lengi langað þetta, hef aðstöðu fyrir netþjón og alles en ég kann enganveginn að setja svona upp. Ég er nefnilega oft á Akureyri en bý í Reykjanesbæ og er með fullt af bíómyndum og tónlist á Nas server hérna heima, plús það að stundum væri gott að hafa bara 1 notandasvæði sem maður gæti notað hér heima og fyrir norðan. Endilega ef einhver skilur mig þá má hann endilega koma með ítarlegar upplýsingar hvernig svona virkar allt saman :p
Re: Staðarnet + Staðarnet: Hvernig á að tengja 2 stðarnet sa
Sent: Fim 28. Mar 2013 00:03
af AntiTrust
Þetta er klárlega gert yfir VPN (eða MPLS). Síðan getur verið að það sé verið að nota BranchCache eða hreinlega bara file duplication á fileserverunum, já eða hreinlega bara 50Mbps+ WAN tenging á milli neta, sem útskýrir lágt latency. Þetta gæti verið allt sama domainið með primary domain controller á einum stað og secondary controller á öðrum, eða tvö mismunandi domain með forest-trust á milli sín.
Ég er sjálfur með domain heima og VPNa mig reglulega heim þegar ég er uppí bústað eða út á landi til þess að vinna í netþjónunum heima. Krakkaleikur að setja upp VPN í WS2012, aðeins meira mál að setja upp DirectAccess. En þú verður auðvitað að hafa domainið til staðar og rétt uppsett svo þetta gangi allt smurt fyrir sig, aðgangsstýringar að vélum og skráarsöfnum, notendamöppur og þess háttar.
Ef þú hefur enga reynslu eða kunnáttu afþví að setja upp domain þjóna þá mæli ég með því að þú leggist í talsverg 'gúgl' og lesir MCSA/MCITP bækur, smellir upp virtual lab og fiktir þig áfram. Alls engin geimvísindi og tiltölulega auðmeltanlegt.
Re: Staðarnet + Staðarnet: Hvernig á að tengja 2 stðarnet sa
Sent: Fim 28. Mar 2013 00:25
af Krissinn
AntiTrust skrifaði:Þetta er klárlega gert yfir VPN (eða MPLS). Síðan getur verið að það sé verið að nota BranchCache eða hreinlega bara file duplication á fileserverunum, já eða hreinlega bara 50Mbps+ WAN tenging á milli neta, sem útskýrir lágt latency. Þetta gæti verið allt sama domainið með primary domain controller á einum stað og secondary controller á öðrum, eða tvö mismunandi domain með forest-trust á milli sín.
Ég er sjálfur með domain heima og VPNa mig reglulega heim þegar ég er uppí bústað eða út á landi til þess að vinna í netþjónunum heima. Krakkaleikur að setja upp VPN í WS2012, aðeins meira mál að setja upp DirectAccess. En þú verður auðvitað að hafa domainið til staðar og rétt uppsett svo þetta gangi allt smurt fyrir sig, aðgangsstýringar að vélum og skráarsöfnum, notendamöppur og þess háttar.
Ef þú hefur enga reynslu eða kunnáttu afþví að setja upp domain þjóna þá mæli ég með því að þú leggist í talsverg 'gúgl' og lesir MCSA/MCITP bækur, smellir upp virtual lab og fiktir þig áfram. Alls engin geimvísindi og tiltölulega auðmeltanlegt.
Þakka þér fyrir svarið
Það er reyndar bara einhver cisco beinir þarna í vinnunni hjá pabba. Þetta er ss verslun í frekar stórri verslunarkeðju hérlendis. Ef maður er inná notendasvæðinu og fer í My network places þá sér maður alveg tölvur sem eru tengdar á Hb svæðinu og Suðurlandi og Suðurnesjum og maður getur farið inná þærr ef viðkomandi er að Share-a einhverju og einnig á server-inn. Get líka séð alla prentara sem eru á annars staðar. Rétt eins og maður væri í sömu byggingu :p
Re: Staðarnet + Staðarnet: Hvernig á að tengja 2 stðarnet sa
Sent: Fim 28. Mar 2013 00:29
af Krissinn
Gleymdi að taka fram að það er ekki VDSL né ljósleiðari fyrir norðan þar sem verslunin er staðsett...
Re: Staðarnet + Staðarnet: Hvernig á að tengja 2 stðarnet sa
Sent: Fim 28. Mar 2013 00:43
af AntiTrust
Ef það er enginn netþjónn eða domain controller á öðrum staðnum þá er Cisco-inn sjálfur líklega bara VPN tengdur, og í kjölfarið er allur búnaður sem tengist við hann með tengingar inná innranetið og þar með við netþjóna. Ekki óalgeng leið til þess að tengja smærri útstöðvar/skrifstofur/verslanir við höfuðstöðvar og sleppa við netþjóna á hverjum stað fyrir sig. Ekki mikið öryggi í þessu reyndar, myndi persónulega aldrei setja þetta upp á þann veg, en vissulega sparnaður og minna viðhald.
Sóknarhraðinn á efni er samt alltaf háður upphraða línunnar á þeim stað þar sem datacenterið er, VPN eða aðrar lausnir breyta því ekki, nema þá að því leytinu til að hraðinn getur minnkað örlítið ef notast er við dulkóðuð tunnel (IPSec og flr).