[networking-related]Atvinna í boði

Skjámynd

Höfundur
natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

[networking-related]Atvinna í boði

Pósturaf natti » Mið 27. Mar 2013 14:10



Mkay.


hrabbi
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Fim 07. Feb 2008 00:14
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: [networking-related]Atvinna í boði

Pósturaf hrabbi » Mið 27. Mar 2013 14:23

Já atvinnublaðið um helgina var líka frábært.

En ein spurning þessu tengt: Af hverju auglýsa fyrirtæki stundum eftir háskólamenntuðu fólki í þessi störf (kerfis- og netstjóra)? Virðist enginn munur á auglýsingunni m.v. þar sem bara er farið fram á diplóma + reynslu. Eftir því sem ég best veit þá er tölvunarfræðinám nánast ekkert stílað inná svona störf og maður myndi læra meira á að taka stutt námskeið hjá einhverjum af tölvuskólunum.



Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: [networking-related]Atvinna í boði

Pósturaf tlord » Mið 27. Mar 2013 14:37

hrabbi skrifaði:Já atvinnublaðið um helgina var líka frábært.

En ein spurning þessu tengt: Af hverju auglýsa fyrirtæki stundum eftir háskólamenntuðu fólki í þessi störf (kerfis- og netstjóra)? Virðist enginn munur á auglýsingunni m.v. þar sem bara er farið fram á diplóma + reynslu. Eftir því sem ég best veit þá er tölvunarfræðinám nánast ekkert stílað inná svona störf og maður myndi læra meira á að taka stutt námskeið hjá einhverjum af tölvuskólunum.


segir líklega vissa sögu um starfsmannastjórann



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7555
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1189
Staða: Ótengdur

Re: [networking-related]Atvinna í boði

Pósturaf rapport » Mið 27. Mar 2013 14:50

Þetta er gert til að hafa smá þröskuld, aðilar með diplomu en ekkert sjálfstraust sleppa því að sækja um...

En fjögur störf auglýst er nú ekki dæmi um að einhver svakalegur skortur sé á netstjórum.


En netstjórinn sem fer til LSH verður að búa við að hafa mig í næsta herbergi og rauðhærðann mann sem hópstjóra...




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: [networking-related]Atvinna í boði

Pósturaf AntiTrust » Mið 27. Mar 2013 16:06

Mér finnst akkúrat undarlegt að vera að óska eftir tölvunarfræðimenntu fólki í margar svona stöður, þar sem það er svo gríðarlega mikið af tölvunarfræðinni sem kemur kerfisstjórnun ekki nokkuð við.

Finnst vanta að fyrirtæki taki meira tillit til reynslu og hæfni meðfram eða í staðinn fyrir gráður, þ.e. að það sé "Háskólamenntun og/eða x ára reynsla af sambærilegu starfi æskileg."




hrabbi
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Fim 07. Feb 2008 00:14
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: [networking-related]Atvinna í boði

Pósturaf hrabbi » Mið 27. Mar 2013 16:32

Er þetta þá meira "blöff" en að það sé verið að stefna að því að ráða háskólamenntaðann mann í starfið ?
Velti því fyrir mér hversu hátt hlutfall þeirra sem eru í þessum störfum séu háskólamenntaðir, sérstaklega vegna þess að diplómufólkið er í raun með menntun sem hentar betur í starfið...
Háskólafólkið myndi þá allavega vera á svipuðum launum og developers eru að fá, sem gæti aftur sett pressu á launin hjá þeim sem eru ekki háskólamenntaðir.

Annað sem ég hegg eftir í LSH auglýsingunni: þar er þetta kallað "sérfræðingur" í XXX. Var bara kallað kerfis-/netstjóri hér áður fyrr.



Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: [networking-related]Atvinna í boði

Pósturaf tlord » Mið 27. Mar 2013 16:48

fyrirtækið getur líka haft betri stöðu í launadæminu ef það auglýsir eftir meiri menntun sá ráðni hefur..

"við getum svosem reynt notast við þig þó þú sért ekki með þessa gráðu, en þú getur bara fengið xxx í laun"


þegar fyrirtækjaeigendur eru að tala um skort á menntuðu fólki, eru þeir oft að meina að launin sem þarf
að borga fólkinu séu of há að þeirra mati..
Síðast breytt af tlord á Fim 28. Mar 2013 12:05, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Höfundur
natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [networking-related]Atvinna í boði

Pósturaf natti » Mið 27. Mar 2013 23:55

Eftir því sem "kröfurnar" eru minni, þá er enn stærri hópur af hinu ótrúlegasta fólki sem sækir um.
Stundum fínt að hafa smá kröfur þannig að t.d. einstaklingar sem telja upp "word, excel, photoshop" sem helstu tölvukunnáttu séu ekki jafn mikið að sækja um... (nema ætlunin sé að finna fólk til að þjálfa upp.)

Hitt er, þó að "tölvunarfræði" tengist kannski ekki beint kerfis- eða netrekstri, þá er samt ákveðinn grunnur sem einstaklingar sem hafa farið í gegnum það nám hafa.
Þessi grunnur getur líka verið mun meira "relevant" heldur en fikt meðfram tölvuleikjaspilun.
Þess fyrir utan, þá fær fólk sem fer í gegnum háskólanám oft ágætis æfingu í að vinna með og leysa stærri verkefni, þannig að þó námið tengist ekki alltaf "beint" vinnunni, þá getur það hjálpað.

Svo er nú ekki eins og einstaklingar með "reynslu" liggi mikið á lausu, sérstaklega ekki þegar kemur að netkerfum.


Mkay.