BeWan þráðlaus stilling, sendir á 2 rásum


Höfundur
kepler
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Fös 01. Jan 2010 06:25
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

BeWan þráðlaus stilling, sendir á 2 rásum

Pósturaf kepler » Fös 22. Mar 2013 19:07

Sælir.
Eftir að hafa verið að vDSL tengingu hjá símanum í nokkurn tíma og fengið nóg af hækkunum og lélegum gagnamælingum ákvað ég að fara yfir í gamla ADSL aftur en nú hjá Vodafone. Með þeirri áskrift fylgir þessi ágæti BeWan beinir (arv7510 ef ég man rétt). Fannst sá fyrri sem ég fékk hegða sér eitthvað undarlega þannig ég skilaði honum en fékk annan með svipaðri hegðun að mér finnst.

Þráðlausa tenging virkar vel þegar hún virkar, en stundum er það þannig að android ICS spjaldtölvan nær engri tengingu gegnum þráðlausa netið. Nú hef ég enga aðra þráðlausa græju þannig veit ekki hvort er um að kenna. Hins vegar gengur betur að lagfæra þessi tengingar vandræði með því að taka strauminn af beininum heldur en að slökkva á spjaldtölvunni sjálfri, eða netinu í henni. Hef prófað að fastsetja ip tölur-svipað og mér fannst nauðsynlegt með Technicolor beininum frá Símanum til að tenging gengi betur í spjaldtölvunni.

Uppsetning er einföld, er með eina spjaldtölvu sem ég tengi gegnum þráðlausa netið (192.168.1.61) , og önnur borðtölva (192.168.1.46) er tengt með kapli..sýni hér mynd af þessu:

Mynd

Eftir 2-3 daga án örðugleika núna með þráðlausa netið hætti spjaldtölvan að tengjast af einhverjum ástæðum. Það koma aldrei nein skilaboð um 'authentication problem'. En tók strauminn af beininum-beið í 2-3 mínútur og nú virkar allt eins og áður. En það sem mér þykir furðulegt er að beinir virðist vera að senda á tveimur stöðum - á rás 1 og 6. Rás 1 er það sem hef stillt í valmynd, en það sem er á rás 6 - BeWAN2 - hef ég ekki hugmynd um hvað er- en tel nokkuð líklegt þetta sé frá sama beini. Þetta má mín vegna vera alveg svona - ef það angrar ekki nágranna minn sem notar einmitt rás 6 fyrir þráðlausa netið sitt!? Næ reyndar ekkert að tengja spjaldtölvu við þessa tengingu á rás 6, og efast um að það se hægt. Í valmynd á beini passaði ég að hafa einungis kveikt á einu SSID, veit það er hægt að nota tvö en held það flæki bara málin og geri hlutina bara óöruggari ef eitthvað er. Þá virðist það vera sjálfvirkt að ef slökkt er á þráðlausa net og kveikt aftur fari bæði í stöðuna 'virkt'.

Sýni hér mynd af þessu því það útskýrir betur málin held ég.

Mynd

Mynd

Hef skoðað notkunarleiðbeiningar, skimað létt yfir og hvergi séð minnst á þetta, reyndar vantar sumt í bæklingum sem fylgdi, t.d. um static ip. Þá gæti íslenska þýðing á valmynd verið betri. Reyndar afar ánægður með USB möguleikann, er með flakkara með 2.5 disk tengdan við þetta og þá þarf ég ekki að hafa borðtölvuna í gangi til að nálgast alls kyns gögn. Spjaldtölvan ekkert sérlega öflug en nær t.d. að spila Top Gear þætti hikstalaust.

Getur einhver útskýrt þessa hegðun á þessum beini sem ég finn lítið um á netinu?

Hef ekkert heyrt í nágranna mínum ennþá en vona þetta trufli hann ekki.



Skjámynd

GrimurD
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Fös 01. Ágú 2008 13:17
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: BeWan þráðlaus stilling, sendir á 2 rásum

Pósturaf GrimurD » Lau 23. Mar 2013 01:45

Ég hef aldrei séð VOX hegða sér svona, en á móti kemur að fólkið sem maður aðstoðar dagsdaglega er yfirleitt ekki með WiFi analyzer.

Myndi prufa að grunnstilla hann og sjá hvort þetta net kemur aftur, getur exportað stillingunum ef ég man rétt þannig þú getir bara restorað ef hann gerir það sama.

EDIT: Hvað gerist ef þú svissar um SSID í routernum, þ.e.a.s. Slekkur á SSID1 og notar bara SSID2 eða öfugt? Eða jafnvel ef þú kveikir á báðum SSIDs, dettur þá þetta út?


Antec P182 | Asus Sabertooth Z77 | Intel Core i7 3770k @ 4.2ghz | Kingston HyperX 16gb DDR3 @ 1600mhz | Samsung 840 EVO - 240gb SSD | Gigabyte Radeon R9 290 OC 4gb | 3x 24" BenQ G2420HDB


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: BeWan þráðlaus stilling, sendir á 2 rásum

Pósturaf AntiTrust » Lau 23. Mar 2013 10:58

WiFi vandamál á spjaldtölvum eru alls ekki óalgeng og það er oft hægt að rekja það til þess að þau eru oft með low-voltage WiFi adaptera, og ná því sjaldan sama styrk og WiFi tengd tölva á sama stað.

Það er samt ósköp einfalt að komast að því hvort að bæði SSIDin tilheyri þér, slökktu á routernum og skannaðu með WiFi Analyzer.