Síða 1 af 1
Léleg tenging heima
Sent: Mið 06. Mar 2013 18:57
af tveirmetrar
Sælir vaktarar.
Það var verið að tengja ljósnet á heimilinu.
Er að lenda í limited connection villum og fá upp svona myndir þegar netið virkar:
Dugar að gera refresh á síðuna og þá kemur hún eðlileg upp. Stundum kemur hún eðlileg upp fyrir utan kannski 2-3 glugga. Og ef ég geri refresh aftur þá bætast þeir við.
Ein vélin sem er tengd með vír nær ekki sambandi (limited)
Og ég er að fá þetta í lappanum hjá mér wireless.
Einhver augljós skýring sem ykkur dettur í hug?
Re: Léleg tenging heima
Sent: Mið 06. Mar 2013 19:00
af AntiTrust
Fyrsta sem mér dettur í hug er að víraða vélin hjá þér sé tengd í TV port (3 eða 4).
Wireless er líklegast að truflast hjá þér vegna annarra routera í kring eða öðrum raftækjum, myndi byrja á því að ath. hvort það er e-ð augljóst raftæki í kring sem gæti verið að trufla og færa routerinn þá aðeins til og prufa svo í framhaldinu af því að skipta um rás á WiFinu.
Re: Léleg tenging heima
Sent: Mið 06. Mar 2013 19:08
af tveirmetrar
AntiTrust skrifaði:Fyrsta sem mér dettur í hug er að víraða vélin hjá þér sé tengd í TV port (3 eða 4).
Wireless er líklegast að truflast hjá þér vegna annarra routera í kring eða öðrum raftækjum, myndi byrja á því að ath. hvort það er e-ð augljóst raftæki í kring sem gæti verið að trufla og færa routerinn þá aðeins til og prufa svo í framhaldinu af því að skipta um rás á WiFinu.
Vélin er tengd í TV port 3 og sjónvarpið í port 4.
Og ég gleymdi að taka fram að ég er að nota Trendnet TEW-637AP Access point uppi og hann er í port 2. (tengjast allir í gegnum access point með wireless)
Setti hann upp með install disk og bara eins og þegar ég var með gamla routerinn. Er kannski eitthvað sem ég þarf að stilla á routernum sjálfum þegar kemur að þessum access point?
Media center vélin í port 1. (virkar fínt)
Mynd af event log ef það hjálpar eitthvað.
Re: Léleg tenging heima
Sent: Mið 06. Mar 2013 19:19
af AntiTrust
Ef þú ert með nýlegan myndlykil þá eru yfirleitt port 3 og 4 fyrir IPTV, 1 og 2 fyrir net - þessu er yfirleitt hægt að breyta. Þú þarft örugglega að fínstilla APinn við nýja routerinn, þeir gætu verið að conflicta hvorn annan rosalega með því að vera á sömu rásum, misjafnt eftir tækjum hvernig þessi tæki vilja vera sett upp.
Skoðaðu með WiFi Analyzer (í Android t.d.) hvaða rásir tækin eru að senda út á og berðu saman.
Re: Léleg tenging heima
Sent: Mið 06. Mar 2013 19:40
af Plushy
Hjá hvaða netfyrirtæki ertu?
Re: Léleg tenging heima
Sent: Mið 06. Mar 2013 20:13
af tveirmetrar
AntiTrust skrifaði:Ef þú ert með nýlegan myndlykil þá eru yfirleitt port 3 og 4 fyrir IPTV, 1 og 2 fyrir net - þessu er yfirleitt hægt að breyta. Þú þarft örugglega að fínstilla APinn við nýja routerinn, þeir gætu verið að conflicta hvorn annan rosalega með því að vera á sömu rásum, misjafnt eftir tækjum hvernig þessi tæki vilja vera sett upp.
Skoðaðu með WiFi Analyzer (í Android t.d.) hvaða rásir tækin eru að senda út á og berðu saman.
Prufa þetta með wifi Analyzer. Setti trendnet access pointinn upp samkvæmt leiðbeiningum og hann á að gera allt sjálfur eftir það. Gerði það síðast. Prufa að halda áfram að fikta í þessu.
Er hjá Símanum.
Re: Léleg tenging heima
Sent: Mið 20. Mar 2013 16:51
af Icarus
Ef þú ert hjá Símanum er líklegt að þú sért með Technicolor TG589 router.
Þar er port 1 og 2 fyrir tölvur og port 3 og 4 fyrir IPTV.
Svo myndi færa snúruna fyrir tölvuna.
Tek svo undir það sem hefur verið sagt hér um WiFi.
Re: Léleg tenging heima
Sent: Fim 04. Apr 2013 13:09
af tveirmetrar
Búinn að vera prufa vélina á fleiri stöðum og ég lendi í þessu nánast hvert sem ég fer.
Er niðrí háskóla núna og næ ekki að refresha þetta út lengur, virðist bara versna og versna.
Gerist bæði í Chrome og Firefox.
Hvaaaað þarf ég að gera?
Er með samsung 7 series:
http://www.samsunglaptop.co.uk/NP700Z5A ... +laptops/dEr að keyra windows 8.
Nýja netið kom á sama tíma og lappin svo ég tengdi þetta bara við netið.
Einhver með einhverja hugmynd?
Re: Léleg tenging heima
Sent: Fim 04. Apr 2013 13:13
af demaNtur
Er þessi tölva í ábyrgð?
Virkar netið flott ef þú tengir hana með snúru beint í router?
Búinn að prufa utanáliggjandi netkort?
Re: Léleg tenging heima
Sent: Fim 04. Apr 2013 13:15
af tveirmetrar
Hvaða spurningar eru þetta!
Prufa með snúru þegar ég kem heim.
Re: Léleg tenging heima
Sent: Fim 04. Apr 2013 13:17
af demaNtur
tveirmetrar skrifaði:Hvaða spurningar eru þetta!
Prufa með snúru þegar ég kem heim.
Var að spyrja hvort tölvan væri í ábyrð, vegna þess ef hún er það þá ættiru að fara með hana þar sem þú keyptir hana og láta þá skoða málið.
Re: Léleg tenging heima
Sent: Fim 04. Apr 2013 13:48
af tveirmetrar
jamm, þetta átti að vera grín
Prufa þetta með snúruna, annars er hún í ábyrgð hjá samsungsetrinu.
Hélt kannski að þetta væri eitthvað í stillingum...
Re: Léleg tenging heima
Sent: Fim 04. Apr 2013 14:14
af Daz
demaNtur skrifaði:tveirmetrar skrifaði:Hvaða spurningar eru þetta!
Prufa með snúru þegar ég kem heim.
Var að spyrja hvort tölvan væri í ábyrð, vegna þess ef hún er það þá ættiru að fara með hana þar sem þú keyptir hana og láta þá skoða málið.
Þar sem að þetta er örugglega ekki ábyrgðarmál, heldur stillingaratriðið í router/accesspoint/tölvu, þá myndi það kosta peninga að fara með hana í athugun.
Re: Léleg tenging heima
Sent: Fim 04. Apr 2013 14:19
af AntiTrust
Athugaðu powersavings stillingar á WLAN adapternum.