Síða 1 af 1

Linux Support á ódýrum netkortum

Sent: Mán 04. Mar 2013 18:51
af Haxdal
Sælir..

Er einhver hérna sem á eða veit hvort að þessi netkort séu með Native Linux support í FreeBSD og CentOS ?.

ENW-9504
Cnet Plus-200
Cnet Pro200

Vantar nokkur netkort sem munu enda í Linux serverum og ef það er eitthvað vesen til að fá þau til að virka þá er betra að eyða bara aðeins meira og losna við bölvað vesen.

Re: Linux Support á ódýrum netkortum

Sent: Mán 04. Mar 2013 20:58
af dori
Ég veit ekki hvers virði þetta er en ég hef aldrei lent í neinum vandræðum með netkort (ekki þráðlaus) á Linux vélum. Hafa alltaf verið natively studd af kjarnanum.

Re: Linux Support á ódýrum netkortum

Sent: Mán 04. Mar 2013 22:37
af Gislinn
dori skrifaði:Ég veit ekki hvers virði þetta er en ég hef aldrei lent í neinum vandræðum með netkort (ekki þráðlaus) á Linux vélum. Hafa alltaf verið natively studd af kjarnanum.


Sammála, öll wired kort sem ég hef notað á Linux hafa virkað án vandræða, ég myndi í þínum sporum bara nefna það, við verslunina sem þú kaupir kortið af, að þú viljir nota það á Linux og fáir bara að skipta því ef það virkar ekki hjá þér.

Re: Linux Support á ódýrum netkortum

Sent: Mán 04. Mar 2013 22:48
af Haxdal
Gislinn skrifaði:Sammála, öll wired kort sem ég hef notað á Linux hafa virkað án vandræða, ég myndi í þínum sporum bara nefna það, við verslunina sem þú kaupir kortið af, að þú viljir nota það á Linux og fáir bara að skipta því ef það virkar ekki hjá þér.


Já, sama hér reyndar en þegar maður ætlar sér að fara kaupa slatta af kortum þá vill maður ekki lenda í böggi með unsupported dót :)
Hef líka heyrt að það sé gott support fyrir Realtek kubbasettin í flestu í dag, svo ég byrja á nokkrum ENW-9504 og sé hvort þau séu ekki bara fín :baby