Síða 1 af 1

Netvandamál á Win XP tölvu

Sent: Mán 04. Mar 2013 15:26
af Platon
Fyrst byrja ég á að kortleggja það sem ég er með
Næst segji ég frá vandamálinu og ég reyni að þylja upp tilraunir mínar til að laga það

Ég er með 2 borðvélar, ein keyrir W7 Ultimate 64bit hin keyrir Win XP
Borðvélarnar eru tengdar í switch sem er síðan tengdur í routerinn

Fyrir mánuði síðan fór innbyggða netkortið á XP vélinni að detta út og inn og síðan drapst það allveg
Ég náði mér í venjulegt 10/100/1000 base netkort, skellti því í og stillti það
Stillingarnar sem ég framkvæmdi var að setja TCP/IP protocol og DNS serverinn í lás miðað við að ég er hjá Símanum
Næst stillti ég Speed & Duplex á 100 Mbps Half Duplex

Nýja kortið fór síðan að detta út og inn en núna síðast liðinn sólahring þá hefur það ekki kveikt á sér

Ég hef reynt að flakka í Speed & Duplex stillingunum
Leyft kortinu að sækja Ip töluna og DNS serverinn sjálft

Þrátt fyrir það að þá kveikir kortið ekki á sér
Er einhver með eitthvað sem ég get framkvæmt til þess að sparka netinu í gang á vélinni

Re: Netvandamál á Win XP tölvu

Sent: Mán 04. Mar 2013 17:56
af beggi90
Geturðu tekið mynd af stöðunni inní turninum.
Fyrst innbyggða dótið er komið í rugl dettur mér fyrst í hug bólgnir/þrútnir þéttar.

Re: Netvandamál á Win XP tölvu

Sent: Mán 04. Mar 2013 18:25
af lukkuláki
Ég lenti í svipuðu um daginn og var að verða geðveikur þegar ég prófaði í rælni að skipta um svissinn!
... jú hann var orsökin bölvaður.
Ég var búinn að prófa allt annað, ip stillingar fram og aftur, hrein uppsetning, en það undarlega var að það var ekki portið í svissinum sem var bilað, það viruðu alltaf 3 aðrar vélar á þessum sama sviss! og þó ég routeraði portum á honum þá hélt þessi eina vél áfram að vera netlaus en átti það til að detta á netið í smá stund.
Ég prófaði að skipta um netkort í vélinni, það gekk í mínútur síðan fór allt í sama farið þá loksins prófaði ég svissinn. Búið að vera í gangi núna í rúma viku án vandamála.

Stundum meika bilanir engan sense.

Ef þú hefur aðgang að öðrum sviss þá er allavega hægt að prófa það.

Re: Netvandamál á Win XP tölvu

Sent: Mið 06. Mar 2013 23:08
af Platon
Ég náði að laga vandamálið með því að ná mér í nýjan switch og má segja að netið er einsog nýtt enda sá gamli orðinn 7 ára gamall

Þið vitið þá hvað var að og þetta má þá vera í safninu af því hvernig má laga vandamál einsog þessi

Tækk kærlega fyrir aðstoðina

Re: Netvandamál á Win XP tölvu

Sent: Fim 07. Mar 2013 09:29
af coldcut
Quick question, hvað í ósköpunum eru menn að gera á 12 ára gömlu stýrikerfi? Það er svipað og að ég væri að keyra Debian 3.0.

Hef það alls ekki að markmiði að stofna e-ð flamewar hérna en þetta skil ég ekki bara ekki. Kannski er ég að missa af einhverri awesomesauce sem XP hefur en ekki ný kerfi en þá má endilega fræða mig um það.

Re: Netvandamál á Win XP tölvu

Sent: Fim 07. Mar 2013 09:39
af Gets
coldcut skrifaði:Quick question, hvað í ósköpunum eru menn að gera á 12 ára gömlu stýrikerfi? Það er svipað og að ég væri að keyra Debian 3.0.

Hef það alls ekki að markmiði að stofna e-ð flamewar hérna en þetta skil ég ekki bara ekki. Kannski er ég að missa af einhverri awesomesauce sem XP hefur en ekki ný kerfi en þá má endilega fræða mig um það.


Ég tel aðalástæðuna vera þá, að ef hluturin virkar og gerir það sem fólk ætlast til, notar hann í, þá er það sátt :happy

Re: Netvandamál á Win XP tölvu

Sent: Fim 07. Mar 2013 14:24
af Platon
coldcut skrifaði:Quick question, hvað í ósköpunum eru menn að gera á 12 ára gömlu stýrikerfi? Það er svipað og að ég væri að keyra Debian 3.0.

Hef það alls ekki að markmiði að stofna e-ð flamewar hérna en þetta skil ég ekki bara ekki. Kannski er ég að missa af einhverri awesomesauce sem XP hefur en ekki ný kerfi en þá má endilega fræða mig um það.


Hin umrædda tölva sem keyrir XP stýrikerfið er af gerðinni Dell GX280
Í henni er lágmarksmóðurborð miðað við það sem Dell er gefið út fyrir að vera ódýrt budget merki
Kjarnin er af gerðinni Intel Pentium 4 og er 3,2 Ghz og er ekki multi core á neinn hátt heldur voru þessi örgjörvar með svokallaðari HTT eða Hyper-Threading Technology
Ég setti í hana 4 GB(2x2GB) vinnsluminni bara svo ég þyrfti ekki að huggsa meira um það
Það er ekkert skjákort í tölvuni en ég notast við innbyggðu skjástýringuna, Innbyggða hljóðkortið tengist í útvært hljóðkort sem er Creative Sound Blaster Elite Pro XFI, og tölvan bara virkar það eru engvar villumældingar eða böggar í gangi í stýrikerfinu.
Ég hef jú huggsað mér að setja upp Win7 á hana en þá væri það minnsta mögulega útfærslan en svona svo þú skiljir af hverju hún er enn í notkun einsog hún er þá er ég einfaldlega að nota hana fyrir Internetráp og horfa á Þætti/Kvikmyndir og hlusta á tónlist
Hvað meira þarf ég ?

Re: Netvandamál á Win XP tölvu

Sent: Fim 07. Mar 2013 14:57
af coldcut
Skil þig