Síða 1 af 1
ubuntu
Sent: Mán 25. Feb 2013 11:58
af Ramcharger
Hæ.
Er með vél sem í er ubuntu sem er einfalt og þægilegt.
En það sem er ekki hægt er að sækja eitt og annað á netinu.
Re: ubuntu
Sent: Mán 25. Feb 2013 12:10
af dori
Hvað er það sem þú getur ekki sótt á netinu?
Re: ubuntu
Sent: Mán 25. Feb 2013 12:15
af playman
Bíddu? ertu ekki með annan þráð um sama vandamál?
Væri ekki frekar þá að hafa þetta í einum þræði, þar sem að þessi vandamál virðast tengjast.
Svo virðirst eins og það sé eithvað vandamál með router/tenginguna þína, frekar en tölvurnar þínar.
Re: ubuntu
Sent: Mán 25. Feb 2013 12:35
af Ramcharger
dori skrifaði:Hvað er það sem þú getur ekki sótt á netinu?
get til t.d ekki sett minecraft í hana og eitt og annað
Re: ubuntu
Sent: Mán 25. Feb 2013 12:37
af AntiTrust
Ramcharger skrifaði:dori skrifaði:Hvað er það sem þú getur ekki sótt á netinu?
get til t.d ekki sett minecraft í hana og eitt og annað
"Eitt og annað" segir okkur ekki neitt. Við þurfum að vita nákvæmlega hvað þú ert að reyna að sækja og setja inn, hvar nákvæmlega það stoppar og við nákvæmlega hvaða villumeldingu. Þú biður ekki bifvélavirkja um að bilanagreina bílinn þinn með því að segja við hann yfir símann "aj, ég get ekki sett í bakkgír og eitt og annað.."
Re: ubuntu
Sent: Mán 25. Feb 2013 12:49
af dori
Ég spila ekki Minecraft en það er haugur af leiðbeiningum á netinu um hvernig þú setur hann upp á Ubuntu. T.d.
http://www.wikihow.com/Play-Minecraft-in-UbuntuHvað er annars vandamálið? Geturðu ekki sótt pakkann? Ef þú getur ekki sótt pakka þá er eitthvað að netinu þínu. Ekkert við Ubuntu (eða önnur afbrigði af Linux) sem kemur í veg fyrir að þú getir sótt "eitt og annað".
Re: ubuntu
Sent: Mán 25. Feb 2013 12:51
af gardar
Ertu að reyna að hlaða niður windows skrám og setja þær upp?
Notaðu ubuntu software center til þess að setja upp hugbúnað
Re: ubuntu
Sent: Mán 25. Feb 2013 12:53
af coldcut
Re: ubuntu
Sent: Mán 25. Feb 2013 15:32
af mikkidan97
Ubuntu er Linux stýrikerfi og engin Windows forrit geta keyrt á Ubuntu nema þú notir einhverja útgáfu af Wine
Re: ubuntu
Sent: Þri 26. Feb 2013 07:38
af Ramcharger
AntiTrust skrifaði:Ramcharger skrifaði:dori skrifaði:Hvað er það sem þú getur ekki sótt á netinu?
get til t.d ekki sett minecraft í hana og eitt og annað
"Eitt og annað" segir okkur ekki neitt. Við þurfum að vita nákvæmlega hvað þú ert að reyna að sækja og setja inn, hvar nákvæmlega það stoppar og við nákvæmlega hvaða villumeldingu. Þú biður ekki bifvélavirkja um að bilanagreina bílinn þinn með því að segja við hann yfir símann "aj, ég get ekki sett í bakkgír og eitt og annað.."
enda bilanagreini ég minn bíl sjálfur og hefur tekist vel