Síða 1 af 1

OpenVZ uppsetning undir Debian / Ubuntu

Sent: Sun 24. Feb 2013 23:27
af Televisionary
Ég var aðeins að leika mér hérna heima í ljósi þess að mér áskotnaðist eitthvað af vélbúnaði (netþjónum) og ég vil reyna að hafa eins einfalda uppsetningu og mögulegt er og þá gefur augaleið í dag að nota sýndarvélar. Undanfarin ár hef ég leitast við að nota skýjaþjónustur sbr. Amazon EC2 og Rackspace ef ég vil vera fljótur að vinna en núna á ég orðið meira en nóg af vélbúnaði og ástæðulaust að greiða Amazon og Rackspace fyrir það sem ég get gert heima. EInnig líkar mér betur við að hafa sumar uppsetningar heima við í ljósi öryggissjónarmiða og t.d. hraða ef ég þarf að vinna með mikið af gögnum 10 GB og uppúr, ADSL er ekki svo sprækt þegar kemur að því að senda frá sér gögn.

Inngangur:
OpenVZ er "container-based" sýndarumhverfi fyrir Linux. Með OpenVZ geturðu sett upp mörg stök Linux umhverfi sem eru einöngruð frá hverju öðru (í daglegu tali nefnt VPS umhverfi). Á stökum netþjón getur verið betra að setja upp OpenVZ umhverfi svo þú getir einangrað hugbúnaðinn sem þú vilt keyra frá hvorum öðrum, frekar heldur en að setja allt saman upp undir sama kerfinu á einni vél. Ef þú vilt lesa þér betur til um sýndarumhverfi og mismuninn á þeim þá er ágætis lesning hérna: http://download.openvz.org/doc/openvz-intro.pdf

Ég ákvað að prófa OpenVZ uppsetningu og sjá hvort að þetta væri ekki fljótlegt í uppsetningu og einfalt í notkun. Ég hef einnig notað VMWare Esxi en það sem pirrar mig þar er að ef ég vil fullnýta Esxi uppsetninguna þá þarf ég að nota Windows hugbúnað til að stýra vélinni og það er hlutur sem ég nota ekki að staðaldri. Meirihlutann af tíma mínum þá vinn ég á Debian og OS X (10.6.8).

Eftir hreina uppsetningu á Debian 6.06 (Ætti að virka líka undir Ubuntu) og staðlaða uppfærslu á öllum pökkum þá er uppsetningin mjög einföld.

Þetta er uppsetning sem er miðuð við 64 bita útgáfu ef þú ert með 32 bita uppsetningu þá notarðu linux-image-openvz-686 í stað þess sem ég tiltek hér að neðan:

Kóði: Velja allt

# apt-get install linux-image-openvz-AMD64 vzctl vzquota vzdump


Setjið upp symbólískan tengil frá /var/lib/vz til að hafa samhæfni við eldri útgáfur

Kóði: Velja allt

# ln -s /var/lib/vz /vz


Bætið þessu við í /etc/sysctl.conf (setjið þetta neðst það er allt kommentað út þegar kerfið er sett upp)

Kóði: Velja allt

# vi /etc/sysctl.conf

[...]

Kóði: Velja allt

net.ipv4.conf.all.rp_filter = 1
net.ipv4.icmp_echo_ignore_broadcasts = 1
net.ipv4.conf.default.forwarding = 1
net.ipv4.conf.default.proxy_arp = 0
net.ipv4.ip_forward = 1
kernel.sysrq = 1
net.ipv4.conf.default.send_redirects = 1
net.ipv4.conf.all.send_redirects = 0
net.ipv4.conf.eth0.proxy_arp = 1

[...]

Skoðið nýju uppsetninguna ykkar:

Kóði: Velja allt

# sysctl -p
(þið ættuð að sjá gildin sem þið settuð inn hér að ofan).

Opnið /etc/vz/vz.conf og bætið viðkomandi línu í: (hún er nú þegar til þannig að það dugir að breyta henni.
Þetta er nauðsynlegt annars sjá vélarnar á netinu hjá þér ekki sýndarvélarnar:
[...]

Kóði: Velja allt

NEIGHBOUR_DEVS=all

[…]

Endurræsið

Kóði: Velja allt

#reboot


Skoðið svo hvort þið séuð örugglega ekki að keyra OpenVZ kjarna.

Kóði: Velja allt

# uname -r
Linux openvz1 2.6.32-5-openvz-amd64 #1 SMP Sun Sep 23 11:32:18 UTC 2012 x86_64 GNU/Linux


Það er hægt að stýra OpenVZ með skipunum í skel en það er langfljótlegast að setja upp ovz-web-panel sem er vefviðmót fyrir kerfið. Uppsetningin er mjög fljótleg og einföld. Ef þið viljið lesa ykkur nánar til um skipanir til að nota í skel þá eru þær hér: http://openvz.org/User_Guide/Managing_Resources
Sláið þetta inn sem "root" notandi:

Kóði: Velja allt

# wget -O - http://ovz-web-panel.googlecode.com/svn/installer/ai.sh | sh


Eftir uppsetninguna þá ættuð þið að sjá eftirfarandi:

Kóði: Velja allt

#http://<your-host>:3000
Default administrator's credentials are: admin/admin. Don't forget to change default password

Staðlað notendanafn/lykilorð er admin/admin

Opnið svo vafra með http://iptala:3000 og þið sjáið vefviðmót sem dugir til þess að stýra og setja upp Linux Sýndarvélar:
Mynd

Það kemur með listi af tilbúnum vélum sem er auðvelt að sækja. Ef þið smellið á "install" þá eru þessar skrár sóttir það getur tekið einhvern tíma þetta fer þó allt eftir hraða. Þegar skrárnar eru komnar
Mynd

Svona er vélin búin til:
Mynd

Einnig eru til vélar með öllu mögulegu frá Turnkey Linux sem er auðvelt að sækja þeir hafa sérstaka OpenVZ tengla á skránum sem eru í boði hjá þeim sjá nánar hérna: http://www.turnkeylinux.org/all

Ég fann nú ekki greiðlega hvernig ætti að skipta út lykilorði en ég fann leið sem dugði mér ágætlega:

Kóði: Velja allt

# ruby /opt/ovz-web-panel/script/runner -e production 'user = User.find_by_login("admin"); user.password = "admin"; user.save(false)'


Ég tók 4 vélar hérna sem fóru allar í svona uppsetningu hjá mér til að einfalda hjá mér það sem ég er að vinna með. En sökum hávaða + orkukostnaðs get ég ekki keyrt þær allar í einu allan sólarhringinn en til að komast fram há þeim annmörkunum þá nota ég bara WOL* til að vekja viðkomandi vél sem hýsir sýndarvélarnar.

Þessi uppsetning er að spara mér töluvert af tíma og töluvert af peningum. Núna þarf ég bara að skoða að geyma tilbúnu vélarnar skráaþjóninum og gefa öllum vélunum aðgang að honum í stað þess að sækja þær á hverja vél fyrir sig.

*Wake on Lan