Síða 1 af 1
Ókeypis ljósmyndir.
Sent: Sun 24. Feb 2013 22:15
af jardel
Veit einhver hvar ég get nálgast ókeypis landslags ljósmyndir af íslandi til að birta á vefsíðu?
Nú er þetta þannig að maður má nánast hvergi sækja mynd og birta.
Re: Ókeypis ljósmyndir.
Sent: Sun 24. Feb 2013 22:19
af Gúrú
Það er nú ekki svo slæmt að það sé bara bannað að birta allar myndir. Höfundar vilja bara fá leyfi fyrirfram. Flestir eru tilbúnir til þess að gefa þér það.
Hafðu samband við þá þegar að þú finnur flotta mynd.
Re: Ókeypis ljósmyndir.
Sent: Sun 24. Feb 2013 22:30
af jardel
Það er engin síða á netinu með fríar myndir?
Re: Ókeypis ljósmyndir.
Sent: Sun 24. Feb 2013 22:42
af Gúrú
Skref 1. Googlaðu vel valin stikkorð + t.d. "ljosmyndakeppni.is".
Skref 2. Finndu flotta mynd af íslensku landslagi, hún verður án vafa merkt með nafni höfundar, mögulega vefsíðunni hans og mögulega e-maili
Skref 3. Hafðu samband við höfundana með beiðninni.
Þetta fann ég t.d. á innan við hálfri mínútu. Hafðu síðan samband við höfundana ef þú vilt fá leyfi til að nota myndina þeirra og sjáðu hvað þeir segja.
Re: Ókeypis ljósmyndir.
Sent: Sun 24. Feb 2013 23:34
af Zorky
Getur bara googlað íslenskt landslag fullt af myndum þar lol
Re: Ókeypis ljósmyndir.
Sent: Mán 25. Feb 2013 08:37
af ZiRiuS
Zorky skrifaði:Getur bara googlað íslenskt landslag fullt af myndum þar lol
Lol já bara verst að flestar eru höfundaréttavarðar...
Re: Ókeypis ljósmyndir.
Sent: Mán 25. Feb 2013 09:11
af eriksnaer
Gætir skoðað 500px.com og leitað þar af t.d. "Icelandic nature" eða eitthvað álíka
Re: Ókeypis ljósmyndir.
Sent: Mán 25. Feb 2013 19:07
af jardel
eru það fríar myndir fyrrir almenning?
Re: Ókeypis ljósmyndir.
Sent: Mán 25. Feb 2013 19:53
af eriksnaer
Til skoðunar þar ja, att held eg að geta spurt þann sem setti myndina inn um leyfi
Re: Ókeypis ljósmyndir.
Sent: Mán 25. Feb 2013 20:07
af Tiger
Ég veit nú ekki betur en að allar myndir séu höfundarréttarvarðar. Ef þú ert að búa til vefsíðu og tekur ekki myndirnar sjálfur, afhverju kaupiru þær þá ekki bara í myndabanka og hefur hreinan skjöld með birtingu.
Re: Ókeypis ljósmyndir.
Sent: Mán 25. Feb 2013 20:35
af Bjosep
Tiger skrifaði:Ég veit nú ekki betur en að allar myndir séu höfundarréttarvarðar. Ef þú ert að búa til vefsíðu og tekur ekki myndirnar sjálfur, afhverju kaupiru þær þá ekki bara í myndabanka og hefur hreinan skjöld með birtingu.
Ég veit reyndar ekki betur en að "munaðarlausar" myndir njóti ekki höfundarréttar, allavega ekki í Bandaríkjunum miðað við einhver lög sem voru samþykkt (að ég held).
Munaðarlausar myndir eru semsagt myndir sem eru "einhversstaðar" á netinu og höfundur þess er ekki tilgreindur nægjanlega.
Ég er reyndar ekki 100% á því að þessi lög hafi verið samþykkt en mig minnir endilega að stórfyrirtæki eins og Google og Microsoft hafi þrýst mjög á þessa lagasetningu.
Re: Ókeypis ljósmyndir.
Sent: Mán 25. Feb 2013 21:54
af Tiger
Bjosep skrifaði:Tiger skrifaði:Ég veit nú ekki betur en að allar myndir séu höfundarréttarvarðar. Ef þú ert að búa til vefsíðu og tekur ekki myndirnar sjálfur, afhverju kaupiru þær þá ekki bara í myndabanka og hefur hreinan skjöld með birtingu.
Ég veit reyndar ekki betur en að "munaðarlausar" myndir njóti ekki höfundarréttar, allavega ekki í Bandaríkjunum miðað við einhver lög sem voru samþykkt (að ég held).
Munaðarlausar myndir eru semsagt myndir sem eru "einhversstaðar" á netinu og höfundur þess er ekki tilgreindur nægjanlega.
Ég er reyndar ekki 100% á því að þessi lög hafi verið samþykkt en mig minnir endilega að stórfyrirtæki eins og Google og Microsoft hafi þrýst mjög á þessa lagasetningu.
Það er alltaf einhver sem á myndina... Hvort sem það er búið að clona í burtu watermark, metadata eða hvað sem er þá gerir það ekki myndina höfundaréttalausa. Veit ekkert með BNA, en hérna heima átt þú réttinn og getur rukkað fyrir það sem er birt án leyfis með aðstoð Myndstef ef á þarf að halda.
Re: Ókeypis ljósmyndir.
Sent: Mán 25. Feb 2013 22:06
af Gúrú
Bandarísk höfundarréttarlög myndu líka ekki koma okkur við. Ekki einu sinni smá.
Re: Ókeypis ljósmyndir.
Sent: Mán 04. Mar 2013 13:29
af Vignirorn13
eriksnaer skrifaði:Til skoðunar þar ja, att held eg að geta spurt þann sem setti myndina inn um leyfi
Inná 500px.com, Þarftu að kaupa hana til að fá hana í tölvuformi, Þú getur líka keypt hana þar á ramma.