Síða 1 af 1

Microsoft front page og pöntunarform. Hjálp yrði vel þegin.

Sent: Lau 02. Feb 2013 01:37
af jardel
Ég hef lengi verið að dunda mér við að gera vefsíður i microsoft frontpage og allt hefur gengið vel nema eitt atriði.
Pöntunarform, Vandamálið er það að ég get ekki sett pöntunarform á vefsíðu,
til að útskýra það nánar t.d er ég að gera ferðamanna síðu sem þarf að taka við pöntunum í gegnum heimasíðuna.
Getur verið að mig vanti kóðan? Er til einhver tilbúinn ókeypis kóði til?
Eða er til einfaldara ráð?

Ég met það mikils ef einhver hérna gæti hjálpað mér

Re: Microsoft front page og pöntunarform. Hjálp yrði vel þeg

Sent: Lau 02. Feb 2013 02:16
af worghal
ekki vissi ég að front page væri enþá notað...
búinn að reyna Dreamweaver?

Re: Microsoft front page og pöntunarform. Hjálp yrði vel þeg

Sent: Lau 02. Feb 2013 02:38
af jardel
Ég nota frontpage, get notað dreamwafer en finnst frontpage þæginlegra.

Re: Microsoft front page og pöntunarform. Hjálp yrði vel þeg

Sent: Lau 02. Feb 2013 02:39
af SolidFeather
Stable release 2003 / October 21, 2003; 9 years ago[1]
Development status Discontinued


:guy :guy :guy

Re: Microsoft front page og pöntunarform. Hjálp yrði vel þeg

Sent: Lau 02. Feb 2013 10:09
af hagur
Ég hef ekki séð frontpage síðan c.a 2002 þannig að ég man ekki hvort það sé með einhvern forma-wizard. Þó svo væri, þá er ekki nema hálf sagan sögð. Það er ekki nóg að búa til formið í HTML heldur þarf að forrita virknina á bakvið formið (sem formið POST-ar á) og til þess þarftu server-side mál eins og PHP, ASP, .NET, Ruby, Python/Django o.sv.frv.

Mæli með því að þú notir bara online form-generator eins og wufoo.com - þar raðar þú á einfaldan hátt upp formi, stillir hvert það sendir póst t.d og svo færðu link á formið þitt eða embed kóða til að setja það inn á síðuna þína.

Re: Microsoft front page og pöntunarform. Hjálp yrði vel þeg

Sent: Sun 03. Feb 2013 20:47
af jardel
Ég þakka ykkur kærlega fyrir svörin hér að ofan. Ef einhver á eða getur bent mér á tilbúinn kóða í þetta væri það frábært.

Re: Microsoft front page og pöntunarform. Hjálp yrði vel þeg

Sent: Sun 03. Feb 2013 20:55
af rango
Hérna er mín útfærsla á vandamálinu, Fljótt gert í PHP og notast við mail().
Getur notað bæði Post og get, Ekkert input validation og 0 hugsað út í öryggi. s.s. veiðir ekki mögulegar villur fyrir þig. >:)

Getur prufað þetta hérna.
http://juliusorn.com/forms/demo.html

Github afrit hérna
https://github.com/rangolizardy/Simple_FORM_Email

post.php

Kóði: Velja allt


<?php
////////////////////////
//Júlíus Örn Fjeldsted//
////////////////////////
//
//Þú ert að senda pantanir etc á þetta.
$Email_To = "Breyta í senda á";

//Pantanir koma frá þessu emaili
$Email_From = "breyta í email hjá vefþjón";
//Titill á alla tölvupósta,
$Email_Subject = "Titill á alla tölvupósta";

//Hvert notandin er sendur eftir að hann sendir inn formið
$Redir_To = "Breyta í hvert notandin fer eftir POST, Með HTTP";

//Ekki breyta fyrir neðan hérna

//Logic
if($_SERVER['REQUEST_METHOD'] != "POST"){
   $form = $_GET;
}else{
   $form = $_POST;
}


ob_start();
require_once("template.php");//Template
$message = ob_get_clean();
$headers = "From:" . $Email_From ;
mail($Email_To,$Email_Subject,$message,$headers);
header("location:$Redir_To ");
?>


template.php

Kóði: Velja allt

--Til hamingju þetta er pöntun--

Nafn: <?php echo $form['Name'] ?>

Heimilisfang: <?php echo $form['Fang'] ?>



Svo þarftu bara að búa til <form> sem sendir inputin sem þú villt.

Kóði: Velja allt

<form action="post.php" method="post">
   Name<input name="Name" />
   Heimilisfang<input name="Fang" />
   <input type="submit" value="PostPost" />
</form>


til að bæta inn síma nr. þá er það bara þetta í html

Kóði: Velja allt

<input name="Simi" />

og svo í template.php

Kóði: Velja allt

Simi: <?php echo $form['Simi'] ?>