Síða 1 af 1

eintala <> fleirtala

Sent: Fös 25. Jan 2013 11:44
af starionturbo
Hver hefur ekki reynt að búa til plural/singular fall fyrir íslensku?

Það er að segja, breyta t.d. orðinu hneta í hnetur.

https://gist.github.com/4633777

sjá nánar hér:
http://forritun.org/post/41433850041/in ... -icelandic

Re: eintala <> fleirtala

Sent: Fös 25. Jan 2013 12:18
af Garri
Það er að sjálfsögðu til gagnagrunnur með orðmyndun á öllum Íslenskum orðum sem og vensl yfir á aðrar tungur. Kallast rafrænar orðabækur.

Finnst hinsvegar að slíkir grunnar ættu að vera public.. ja, rétt eins og landakortin eru orðin núna. Slíkt aðgengi mundi virka flott fyrir hugbúnaðarþróun og sérlausnir fyrir Ísland og Íslensku.

Re: eintala <> fleirtala

Sent: Fös 25. Jan 2013 12:24
af starionturbo
Tja við erum með tilturlega öflugann orðalista, en ekkert flag hvaða orð tengist hverju.

http://foo.is/ord

Re: eintala <> fleirtala

Sent: Fös 25. Jan 2013 12:30
af Garri
Það hlýtur að vera til database með tengingum og flokkunum.

Annars.. þetta er önnur síða sem ég fæ þetta merki ítrekað: � (spurningarmerki í svörtum tígli) í stað séríslenskra stafa.

stafa_vandraedi.png
stafa_vandraedi.png (14.6 KiB) Skoðað 937 sinnum


Minnir að ég hafi fengið þetta hjá heimilstækjum eða Ormsson líka..

Re: eintala <> fleirtala

Sent: Fös 25. Jan 2013 13:12
af starionturbo
Það er reyndar bara UTF8 characters að birtast í ISO-8859-1 stafasetti.

breyttu bara í Tools > Encoding > UTF-8 eða ISO-8859-1

Re: eintala <> fleirtala

Sent: Fös 25. Jan 2013 13:49
af Garri
Er með firefox og hef aðeins lent í þessu tvisvar sinnum.. (sama gerist á milli tölva)

Prófaði að kíkja á about:config og leitaði að encoding, fann þetta: network.http.accept-encoding;gzip, deflate

Skil ekki að maður eigi að þurfa að breyta stillingum á web-browserum til að skoða síður. Hefði haldið að íslenskar síður ættu að notast við sömu töflurnar fyrir séríslenska stafi.. virðist vera í einhverjum hrærigraut.